Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar 28. nóvember 2024 17:31 Margir flokkar tala nú fyrir því að eina leiðin til að rétta af húsnæðismarkaðinn sé að brjóta land. Það hljómar mjög vel í flestra eyru enda þarf eflaust hvort eð er að brjóta land einhvern tímann fyrir komandi kynslóðir. En myndi það raunverulega hafa áhrif eins og staðan er í dag? Staðan í dag er þannig að sífellt hærra hlutfall byggðra íbúða fer beint á leigumarkað. En ljóst er að byggingaraðilar vilji og geta forðast það að selja íbúðir á raun markaðsvirði með því að hanga með íbúðir á leigu þar til betri kjör eru á markaði. Hvað er að stoppa byggingaraðila í að gera það sama í úthverfum? Að jákvæðari nótum þá er samt sem áður markaður fyrir þau settu verð sem eru í gangi á þessum nýbyggðu íbúðum. Það þarf bara að virkja hann, og myndi það að öllum líkindum hafa mjög jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn allan. Á Höfuðborgarsvæðinu búa (samkvæmt Hagstofu) rétt yfir 160 þús einstaklinga sem eru eldri en 25 ára. Fjöldi fullbúna íbúða á svæðinu er nokkuð yfir 100þús. Hlutfallið er semsagt með því besta heimi. Það hlýtur því að vera hægt að gera meira en bara brjóta land, eitthvað að gera með allar þessar íbúðir. Vandamálið er ekki skortur á húsnæði, heldur það að húsnæði er ekki að losna. Alltof margir búa fáir í of stórum húsum og of margar fjölskyldur búa of þröngt. En af hverju minnkar fólk ekki við sig? Jú það er einfaldlega vegna þess að húsnæði er eina fjárfestingin sem fólk treystir hér á landi. Eitthvað þyrfti fólk að gera við þessar 20-30 milljónir sem það ætti eftir sölu á eign sinni og hjá því fólki sem vill minnka við sig hlýtur sá þáttur að vega þungt. Hvað ef að bankar byðu uppá hagstæða verðtryggða reikninga sem væru á sama tíma betur tryggðir og aðgengilegir án margra mánaða fyrirvara. Eflaust þyrfti góða markaðssetningu til ef vel á að ganga, en ég trúi því að ef betri og tryggari valkostir í sparnaðar málum gætu gjörbreytt aðstæðum á húsnæðismarkaði. Ríkið er þarna í dauðafæri, enda rekur það nú þegar banka og ætti því að hafa tök á því að nýta þetta tól í að fjárfesta í betri kjörum fyrir samfélagið allt. Höfundur er Tölvunarfræðingur og starfar í banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Margir flokkar tala nú fyrir því að eina leiðin til að rétta af húsnæðismarkaðinn sé að brjóta land. Það hljómar mjög vel í flestra eyru enda þarf eflaust hvort eð er að brjóta land einhvern tímann fyrir komandi kynslóðir. En myndi það raunverulega hafa áhrif eins og staðan er í dag? Staðan í dag er þannig að sífellt hærra hlutfall byggðra íbúða fer beint á leigumarkað. En ljóst er að byggingaraðilar vilji og geta forðast það að selja íbúðir á raun markaðsvirði með því að hanga með íbúðir á leigu þar til betri kjör eru á markaði. Hvað er að stoppa byggingaraðila í að gera það sama í úthverfum? Að jákvæðari nótum þá er samt sem áður markaður fyrir þau settu verð sem eru í gangi á þessum nýbyggðu íbúðum. Það þarf bara að virkja hann, og myndi það að öllum líkindum hafa mjög jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn allan. Á Höfuðborgarsvæðinu búa (samkvæmt Hagstofu) rétt yfir 160 þús einstaklinga sem eru eldri en 25 ára. Fjöldi fullbúna íbúða á svæðinu er nokkuð yfir 100þús. Hlutfallið er semsagt með því besta heimi. Það hlýtur því að vera hægt að gera meira en bara brjóta land, eitthvað að gera með allar þessar íbúðir. Vandamálið er ekki skortur á húsnæði, heldur það að húsnæði er ekki að losna. Alltof margir búa fáir í of stórum húsum og of margar fjölskyldur búa of þröngt. En af hverju minnkar fólk ekki við sig? Jú það er einfaldlega vegna þess að húsnæði er eina fjárfestingin sem fólk treystir hér á landi. Eitthvað þyrfti fólk að gera við þessar 20-30 milljónir sem það ætti eftir sölu á eign sinni og hjá því fólki sem vill minnka við sig hlýtur sá þáttur að vega þungt. Hvað ef að bankar byðu uppá hagstæða verðtryggða reikninga sem væru á sama tíma betur tryggðir og aðgengilegir án margra mánaða fyrirvara. Eflaust þyrfti góða markaðssetningu til ef vel á að ganga, en ég trúi því að ef betri og tryggari valkostir í sparnaðar málum gætu gjörbreytt aðstæðum á húsnæðismarkaði. Ríkið er þarna í dauðafæri, enda rekur það nú þegar banka og ætti því að hafa tök á því að nýta þetta tól í að fjárfesta í betri kjörum fyrir samfélagið allt. Höfundur er Tölvunarfræðingur og starfar í banka.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun