Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar 27. nóvember 2024 09:10 Þegar horft er yfir ríkisstjórnarferil Vinstri grænna síðastliðin sjö ár blasir við einstök afrekaskrá þegar kemur að stuðningi við hinsegin fólk. Miðað við þá flokka sem VG hefur unnið með, sögu þeirra og fylgjenda, þá var það ekki sjálfgefið að svo margar og mikilvægar réttarbætur fyrir hinsegin fólk litu dagsins ljós sem raun ber vitni. Hvað þá að þingfólk ýmissa flokka á pólitíska litrófinu léti sjá sig á hátíðarstundum Samtakanna ´78. Stuðingur VG við réttindabaráttu hinsegin fólks er ekki bara einstakur þegar litið er til Íslands heldur til Evrópu og heimsins alls eins og nýjasta úttekt ILGA á stöðu réttindamála hinsegin fólks sýnir, en þar er Ísalnd stokkið uppí 2. sæti með 83,01 stig næst á eftir Möltu sem er með 87.83 stig. Allar þessar framfarir í réttindum hinsegin fólks hafa orðið þrátt fyrir bakslag og hatursorðræðu síðustu ára. Að einn þingflokkur skuli með svo afgerandi hætti standa með LGBTQI2S+ fólki án þess að hika er ekki bara saga til nærliggjandi landa heldur líka til næstu sólkerfa. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að sókn er besta vörnin. Þetta uppbyggilega flæði milli Vinstri grænna, hinsegin samfélagsins og Samtakanna ´78 hefur blásið öllum hlutaðeigandi baráttuanda í brjóst og leitt til upplýsts samtals milli hinsegin samfélagsins, almennings og valdastofnanna á Íslandi. Þess er skemmst að minnast að um áramótin 2023/24 gengu í gildi lög sem banna bælingarmeðferðir á öllu hinsegin fólki hér á landi, bæði börnum og fullorðnum. Lögin hafa burði til þess að gera Ísland að fyrirmynd þjóða þar sem hinsegin fólk hefur háð hetjulega baráttu til að losna við slíkt ofbeldi sem venjulega er rekið af trúarlegum, pólitískum og hugmyndafræðilegum ofbeldissveitum. Einnig hafa lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019 leitt til mikilla réttarbóta fyrir trans-, kynsegin og intersex fólk sem nú eiga hægara með að breyta nafni og kynskráningu en áður. Einnig hefur réttarstaða hinsegin fólks verið stór-bætt með viðbótum við 70. gr almennra hegningarlaga varðandi kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni. Allt þetta á þátt í því að verja hinsegin fólk fyrir hatursorðræðu og glæpum ofbeldisfólks. Þessar réttarbætur hefðu aldrei litið dagsins ljós án frumkvæðis VG. Að auki er vert að fagna þeim framförum sem nú hafa orðið með því að ráða lækni að Transteyminu sem sinnir fullorðnu trans fólki auk teymisstjóra og félagsráðgjafa til viðbótar við sálfræðing og fleiri sérfræðinga. Starfsemi teymisins er loksins komin í fastar skorður þó enn vanti mikið uppá stuðning við trans börn og ungmenni varðandi aðgang að krosshormónum og hormóna blokkerum. Foreldrar barnanna berjast hetjulega fyrir velferð barna sinna þó oft sé við ramman reip að draga. Það sannaðist í Forystusætinu á Rúv þriðjudaginn 26. nóvember 2024 þar sem talað var við Arnar Þór Jónsson frá Lýðræðisflokknum sem hélt því fram að gerðar væru kynstaðfestingaraðgerðir á börnum og að hann og Eldur Smári Kristinsson sem hefur ráðist inní skóla til að ljósmynda starfsfólk og börn og veist harkalega og með dónaskap að þekktri baráttukonu fyrir réttindum trans fólks. Þessir kallar telja sig þess umkomna að ráða því hvaða heilbrigðisþjónustu foreldrar trans barna sækja börnum sínum svo þeim geti liðið vel í eigin skinni. Það er greinilegt af orðum Arnars að þeir kumpánar skilja ekki kjarna lýðræðisins og að það kemur þeim ekki við hvaða læknisþjónustu foreldrar trans barna sækja börnum sínum. Ekki nóg með það heldur var það afhjúpað í Forystusætinu þann 20. nóvember sl. þegar rætt var við Kristrúnu Frostadóttur forman Samfylkingarinnar að hún lætur velfeð hinsegin fólks sér í léttu rúmi liggja (í viðtalinu var eingöngu vísað til samkynhneigðra). Sigríður Hagalín stjórnandi þáttarins benti á að í stefnuskrá flokksins væri ekki minnst á jöfnuð, jafnréttismál, mannréttindi, réttindi samkynneigðra og réttindi flóttafólks. Allt gamalkunnugir þræðir úr leikjabók jafnaðarfólks. Svar Kristrúnar var á þá leið að flokkurinn þyrfti að einbeita sér að því sem sameinar fólk fremur en að skipta fólki í hópa og festa á þau merkimiða. Þetta er að sögn Kristrúnar gert til að sameina fólk og koma í veg fyrir klofning. Hinsvegar, þegar upp er staðið er þetta ekki annað en illa dulbúin hinsegin fóbía og sinnuleysi um málefni minnihlutahópa og viðleitni til að kveða niður fjölmenningarsamfélagið. Enda hafa borist fréttir af því að hinsegin fólk hafi flúið Samfylkinguna undanfarna mánuði eftir hreinsanir í flokknum. Tilbrigði við sömnu stefnu hafa viðgengist í Flokki fólksins og Miðflokknunm frá stofnun þeirra. Þau framfaraskref sem stigin hafa verið af festu og öryggi af VG undanfarin ár og rakin eru hérna fyrir ofan eru í algerri andstöðu við ólýðræðislega stefnu ofangreindra flokka. Þetta þarf hinsegin samfélagið og stuðningsfólk þeirra að hafa í huga þegar við kjósum til Alþingis 30. nóvember næstkomandi. Það er kominn tími til þess að við sameinumst um að sýna þakklæti okkar í verki því hjá Vinstri grænum eigum við öruggt stuðningsfólk á þingi. Af ofangreindum ástæðum eru Vinstri græn mitt fólk og við munum halda áfram að styðja hinsegin samfélagið með ráðum og dáð enda er fjöldi hinsegin fólks í efstu sætum á framboðslistum hreyfingarinnar í þessum kosningum Ég mnun ekki láta mitt eftir liggja við að halda merkjum hinsegin fólks á lofti innan VG ásamt kvenréttindum, náttúruvernd, geðherilbrigðismálum, réttindum minnihlutahópa og fjölmenningu. Höfundur er stolt hinsegin kona og býður sig fram til Alþingis fyrir VG í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar horft er yfir ríkisstjórnarferil Vinstri grænna síðastliðin sjö ár blasir við einstök afrekaskrá þegar kemur að stuðningi við hinsegin fólk. Miðað við þá flokka sem VG hefur unnið með, sögu þeirra og fylgjenda, þá var það ekki sjálfgefið að svo margar og mikilvægar réttarbætur fyrir hinsegin fólk litu dagsins ljós sem raun ber vitni. Hvað þá að þingfólk ýmissa flokka á pólitíska litrófinu léti sjá sig á hátíðarstundum Samtakanna ´78. Stuðingur VG við réttindabaráttu hinsegin fólks er ekki bara einstakur þegar litið er til Íslands heldur til Evrópu og heimsins alls eins og nýjasta úttekt ILGA á stöðu réttindamála hinsegin fólks sýnir, en þar er Ísalnd stokkið uppí 2. sæti með 83,01 stig næst á eftir Möltu sem er með 87.83 stig. Allar þessar framfarir í réttindum hinsegin fólks hafa orðið þrátt fyrir bakslag og hatursorðræðu síðustu ára. Að einn þingflokkur skuli með svo afgerandi hætti standa með LGBTQI2S+ fólki án þess að hika er ekki bara saga til nærliggjandi landa heldur líka til næstu sólkerfa. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að sókn er besta vörnin. Þetta uppbyggilega flæði milli Vinstri grænna, hinsegin samfélagsins og Samtakanna ´78 hefur blásið öllum hlutaðeigandi baráttuanda í brjóst og leitt til upplýsts samtals milli hinsegin samfélagsins, almennings og valdastofnanna á Íslandi. Þess er skemmst að minnast að um áramótin 2023/24 gengu í gildi lög sem banna bælingarmeðferðir á öllu hinsegin fólki hér á landi, bæði börnum og fullorðnum. Lögin hafa burði til þess að gera Ísland að fyrirmynd þjóða þar sem hinsegin fólk hefur háð hetjulega baráttu til að losna við slíkt ofbeldi sem venjulega er rekið af trúarlegum, pólitískum og hugmyndafræðilegum ofbeldissveitum. Einnig hafa lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019 leitt til mikilla réttarbóta fyrir trans-, kynsegin og intersex fólk sem nú eiga hægara með að breyta nafni og kynskráningu en áður. Einnig hefur réttarstaða hinsegin fólks verið stór-bætt með viðbótum við 70. gr almennra hegningarlaga varðandi kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni. Allt þetta á þátt í því að verja hinsegin fólk fyrir hatursorðræðu og glæpum ofbeldisfólks. Þessar réttarbætur hefðu aldrei litið dagsins ljós án frumkvæðis VG. Að auki er vert að fagna þeim framförum sem nú hafa orðið með því að ráða lækni að Transteyminu sem sinnir fullorðnu trans fólki auk teymisstjóra og félagsráðgjafa til viðbótar við sálfræðing og fleiri sérfræðinga. Starfsemi teymisins er loksins komin í fastar skorður þó enn vanti mikið uppá stuðning við trans börn og ungmenni varðandi aðgang að krosshormónum og hormóna blokkerum. Foreldrar barnanna berjast hetjulega fyrir velferð barna sinna þó oft sé við ramman reip að draga. Það sannaðist í Forystusætinu á Rúv þriðjudaginn 26. nóvember 2024 þar sem talað var við Arnar Þór Jónsson frá Lýðræðisflokknum sem hélt því fram að gerðar væru kynstaðfestingaraðgerðir á börnum og að hann og Eldur Smári Kristinsson sem hefur ráðist inní skóla til að ljósmynda starfsfólk og börn og veist harkalega og með dónaskap að þekktri baráttukonu fyrir réttindum trans fólks. Þessir kallar telja sig þess umkomna að ráða því hvaða heilbrigðisþjónustu foreldrar trans barna sækja börnum sínum svo þeim geti liðið vel í eigin skinni. Það er greinilegt af orðum Arnars að þeir kumpánar skilja ekki kjarna lýðræðisins og að það kemur þeim ekki við hvaða læknisþjónustu foreldrar trans barna sækja börnum sínum. Ekki nóg með það heldur var það afhjúpað í Forystusætinu þann 20. nóvember sl. þegar rætt var við Kristrúnu Frostadóttur forman Samfylkingarinnar að hún lætur velfeð hinsegin fólks sér í léttu rúmi liggja (í viðtalinu var eingöngu vísað til samkynhneigðra). Sigríður Hagalín stjórnandi þáttarins benti á að í stefnuskrá flokksins væri ekki minnst á jöfnuð, jafnréttismál, mannréttindi, réttindi samkynneigðra og réttindi flóttafólks. Allt gamalkunnugir þræðir úr leikjabók jafnaðarfólks. Svar Kristrúnar var á þá leið að flokkurinn þyrfti að einbeita sér að því sem sameinar fólk fremur en að skipta fólki í hópa og festa á þau merkimiða. Þetta er að sögn Kristrúnar gert til að sameina fólk og koma í veg fyrir klofning. Hinsvegar, þegar upp er staðið er þetta ekki annað en illa dulbúin hinsegin fóbía og sinnuleysi um málefni minnihlutahópa og viðleitni til að kveða niður fjölmenningarsamfélagið. Enda hafa borist fréttir af því að hinsegin fólk hafi flúið Samfylkinguna undanfarna mánuði eftir hreinsanir í flokknum. Tilbrigði við sömnu stefnu hafa viðgengist í Flokki fólksins og Miðflokknunm frá stofnun þeirra. Þau framfaraskref sem stigin hafa verið af festu og öryggi af VG undanfarin ár og rakin eru hérna fyrir ofan eru í algerri andstöðu við ólýðræðislega stefnu ofangreindra flokka. Þetta þarf hinsegin samfélagið og stuðningsfólk þeirra að hafa í huga þegar við kjósum til Alþingis 30. nóvember næstkomandi. Það er kominn tími til þess að við sameinumst um að sýna þakklæti okkar í verki því hjá Vinstri grænum eigum við öruggt stuðningsfólk á þingi. Af ofangreindum ástæðum eru Vinstri græn mitt fólk og við munum halda áfram að styðja hinsegin samfélagið með ráðum og dáð enda er fjöldi hinsegin fólks í efstu sætum á framboðslistum hreyfingarinnar í þessum kosningum Ég mnun ekki láta mitt eftir liggja við að halda merkjum hinsegin fólks á lofti innan VG ásamt kvenréttindum, náttúruvernd, geðherilbrigðismálum, réttindum minnihlutahópa og fjölmenningu. Höfundur er stolt hinsegin kona og býður sig fram til Alþingis fyrir VG í Reykjavík norður.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun