„Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. nóvember 2024 22:02 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, á hliðarlínunni í leik kvöldsins að gefa þumalinn upp Vísir/Anton Brink Evrópukeppni FH-inga lauk með fjögurra marka tapi gegn Fenix Toulouse 25-29. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ósáttur með fyrri hálfleik liðsins. „Við vorum því miður ekki góðir í fyrri hálfleik. Við vorum linir bæði varnar og sóknarlega. Það vantaði fullt upp á hjá okkur sóknarlega en mér fannst við ná að laga það í seinni hálfleik og skoruðum níu mörk á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleik,“ sagði Sigursteinn Arndal í samtali við Vísi eftir leik. FH-ingar voru langt frá sínu besta í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að heimamenn skoruðu aðeins sjö mörk á þrjátíu mínútum og staðan var 7-14 í hálfleik. „Það er erfitt að vinna upp svona forskot gegn eins öflugu liði og Toulouse það sáu það allir hér í kvöld að þetta var frábært lið en ég hefði viljað gefa þeim leik í sextíu mínútur.“ „Í seinni hálfleik var munur á ákefðinni og hvernig við sóttum á þá og hvernig við fórum í svæðin og við vorum svalari að spila okkur út úr pressu.“ FH-ingar voru í möguleika á að ná hið minnsta í jafntefli þar sem munurinn var aðeins tvö mörk þegar tvær mínútur voru eftir en heimamenn þurftu að taka áhættu og enduðu á að tapa með fjórum mörkum. „Hver einustu mistök og hvert einasta mark telur aukalega á svona tímapunkti og það var vont að fá þessi mörk á sig en mér fannst mínir menn gefa sig alla í þetta og ekkert út á það að setja. En þú þarft meira en góðar þrjátíu mínútur gegn Toulouse.“ Riðlakeppni Evrópudeildarinnar er lokið þar sem FH endaði á botni riðilsins með tvö stig. Sigursteinn fór yfir keppnina og var nokkuð sáttur. „Þetta var frábær keppni. Við mættum mjög sterkum liðum sem gáfu okkur mikið og við lærðum mikið af. Mér finnst við hafa svarað því vel í deildinni og við þurfum að halda áfram að láta þetta telja þar.“ „Þetta hefur verið lærdómsríkt fyrir félagið í heild sinni þar sem það eru miklar kröfur í þessari keppni innan sem utan vallar.“ „Ég ætla ekki að neita því að það var stórkostleg mæting gegn VfL Gummersbach en þetta er ofboðslega dýrt og mikið batterí. Við hefðum helst þurft að fá fleiri með okkur í þetta því við erum að mæta rjómanum af liðum í svona Evrópukeppnum.“ Aðspurður út í hvort hann myndi gera þetta aftur á næsta tímabili svaraði Sigursteinn játandi og var ánægður með hvað þessi keppni hefur gefið liðinu. „Já það held ég. Mér finnst liðið hafa tekið stórt skref í þessari keppni og það er nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta muni hjálpa okkur á nýju ári,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum. FH Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Sjá meira
„Við vorum því miður ekki góðir í fyrri hálfleik. Við vorum linir bæði varnar og sóknarlega. Það vantaði fullt upp á hjá okkur sóknarlega en mér fannst við ná að laga það í seinni hálfleik og skoruðum níu mörk á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleik,“ sagði Sigursteinn Arndal í samtali við Vísi eftir leik. FH-ingar voru langt frá sínu besta í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að heimamenn skoruðu aðeins sjö mörk á þrjátíu mínútum og staðan var 7-14 í hálfleik. „Það er erfitt að vinna upp svona forskot gegn eins öflugu liði og Toulouse það sáu það allir hér í kvöld að þetta var frábært lið en ég hefði viljað gefa þeim leik í sextíu mínútur.“ „Í seinni hálfleik var munur á ákefðinni og hvernig við sóttum á þá og hvernig við fórum í svæðin og við vorum svalari að spila okkur út úr pressu.“ FH-ingar voru í möguleika á að ná hið minnsta í jafntefli þar sem munurinn var aðeins tvö mörk þegar tvær mínútur voru eftir en heimamenn þurftu að taka áhættu og enduðu á að tapa með fjórum mörkum. „Hver einustu mistök og hvert einasta mark telur aukalega á svona tímapunkti og það var vont að fá þessi mörk á sig en mér fannst mínir menn gefa sig alla í þetta og ekkert út á það að setja. En þú þarft meira en góðar þrjátíu mínútur gegn Toulouse.“ Riðlakeppni Evrópudeildarinnar er lokið þar sem FH endaði á botni riðilsins með tvö stig. Sigursteinn fór yfir keppnina og var nokkuð sáttur. „Þetta var frábær keppni. Við mættum mjög sterkum liðum sem gáfu okkur mikið og við lærðum mikið af. Mér finnst við hafa svarað því vel í deildinni og við þurfum að halda áfram að láta þetta telja þar.“ „Þetta hefur verið lærdómsríkt fyrir félagið í heild sinni þar sem það eru miklar kröfur í þessari keppni innan sem utan vallar.“ „Ég ætla ekki að neita því að það var stórkostleg mæting gegn VfL Gummersbach en þetta er ofboðslega dýrt og mikið batterí. Við hefðum helst þurft að fá fleiri með okkur í þetta því við erum að mæta rjómanum af liðum í svona Evrópukeppnum.“ Aðspurður út í hvort hann myndi gera þetta aftur á næsta tímabili svaraði Sigursteinn játandi og var ánægður með hvað þessi keppni hefur gefið liðinu. „Já það held ég. Mér finnst liðið hafa tekið stórt skref í þessari keppni og það er nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta muni hjálpa okkur á nýju ári,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum.
FH Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Sjá meira