Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar 26. nóvember 2024 17:13 Við þekkjum öll stöðuna í dag. Meðan íbúar allra nágrannalanda okkar eru að greiða mánaðarlega 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar og 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja er sagan önnur hér á landi. Hér á landi eru tölurnar líkari martröð en raunveruleika: Mánaðarleg greiðsla af 2ja herbergja íbúð er 450 þús.kr. og 600 þús.kr. af 3ja herbergja íbúð! Þessu verðum við að breyta og það strax – Ekki eftir 12 ár , kannski, eins og sumir boða. En hvernig má þetta vera? Skýringin er einföld : Hjá nágrannaþjóðum okkar gildir það siðferði að heimili og fyrirtæki þoli ekki hærri stýrivexti en 4%. Allt þar yfir sé óraunhæft og hvorki fólki né fyrirtækjum bjóðandi. Þegar verðbólga hleypur upp í 12% eins og gerðist síðustu misseri þá er lánastofnunum og fjármagnseigendum gert að taka á sig allt umfram áðurnefnd 4%. Þetta vita allir og enginn gerir athugasemdir við þessa nálgun, enda tryggir þetta að allra hagur sé að ná niður verðbólgu. Hér á landi er nálgunin heldur betur öðruvísi: Allur skaði af verðbólgu skal greiddur af heimilum og fyrirtækjum. Hver einasta króna og gott betur. Samhliða skal fjármagnseigendum og lánastofnunum ekki aðeins tryggðar verðbætur, heldur einnig rausnarleg raunávöxtun. Þetta þýðir að meðan íslenskum heimilum og fyrirtækjum blæðir út, þá hagnast bankar og fjármagnseigendur sem aldrei fyrr. Hvatinn til að ná niður verðbólgu er því enginn – Hrun heimila og minni fyrirtækja blasir við. Græðgin er allsráðandi og siðferðið ekkert. En örvæntið ei – Það er til einföld lausn Auðvitað er til einföld lausn á þessum málum. Þess vegna stofnuðum við XL - Lýðræðisflokkinn Og stefna okkar er einföld: Við breytum lögum um Seðlabanka og setjum 4% þak á stýrivexti og jafnframt verði framvegis notast við vísitölu neysluverðs án húsnæðisliðar. Samhliða verður lögum um lífeyrissjóði breytt og liður um 3,5% raunávöxtun tekinn út, enda aldrei gert gagn heldur beinlínis skaða landsmenn. Þannig tryggjum við íslenskum heimilum og fyrirtækjum sömu vaxtakjör og þekkjast í öllum okkar nágrannalöndum: Við borgum framvegis 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar - EKKI 450 þús.kr. Við borgum framvegis 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja íbúðar – EKKI 600 þús.kr. Lögin er einfalt að setja og þau taka gildi strax. Einfalt – Auðvelt – Áhrifaríkt Landsbankinn verður samfélagsbanki Til þess að tryggja eðlileg bankaviðskipti til framtíðar fyrir íslensk heimili og fyrirtæki verður Landsbankinn framvegis rekinn sem samfélagsbanki sem hefur aðeins eitt hlutverk: Að gæta hagsmuna íslenskra heimila og fyrirtækja. Núverandi hlutverk bankans hefur verið að verja hagsmuni vafasamra fjárfesta, samanber kaup bankans á tryggingarfélaginu TM. En einn daginn verður klárlega skrifuð bók um þá misnotkun banka í þjóðareign. Slíkt má aldrei endurtaka sig. Það verður gott og gaman að búa á Íslandi Með þessum einföldu en gríðarlega mikilvægu breytingum verður loks gott og gaman að búa á Íslandi, Fyrir okkur öll. Það er nefnilega enginn hókus pókus við þessa leið og við erum sannarlega ekki að finna upp hjólið: Við erum einfaldlega að taka upp peningamálasiðferði nágrannaþjóða okkar. Það er allt og sumt. Allir flokkar á Alþingi í dag hafa brugðist þjóðinni Það er engum vafa bundið að allir flokkar sem á Alþingi eru í dag hafa brugðist íslenskum heimilum , bændum og fyrirtækjum. Með því að sitja aðgerðalaus og leggja ekki fram eitt einasta þingmál vegna þessa augljósa misréttis sem verið að að beita íslensk heimili, bændur og fyrirtæki eru þingmenn að bregðast okkur öllum. Kjósum breytingar – Kjósum XL Til þess að breyta þessu þurfum við aðeins að gera eitt: Kjósa breytingar – Annars breytist aldrei neitt Til þess þarf hugrekki, hugrekki sem við vitum að þið kjósnedur góðir eruð ríkir af. Gerum lífið betra Kjósum XL Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Landsbankinn Baldur Borgþórsson Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll stöðuna í dag. Meðan íbúar allra nágrannalanda okkar eru að greiða mánaðarlega 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar og 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja er sagan önnur hér á landi. Hér á landi eru tölurnar líkari martröð en raunveruleika: Mánaðarleg greiðsla af 2ja herbergja íbúð er 450 þús.kr. og 600 þús.kr. af 3ja herbergja íbúð! Þessu verðum við að breyta og það strax – Ekki eftir 12 ár , kannski, eins og sumir boða. En hvernig má þetta vera? Skýringin er einföld : Hjá nágrannaþjóðum okkar gildir það siðferði að heimili og fyrirtæki þoli ekki hærri stýrivexti en 4%. Allt þar yfir sé óraunhæft og hvorki fólki né fyrirtækjum bjóðandi. Þegar verðbólga hleypur upp í 12% eins og gerðist síðustu misseri þá er lánastofnunum og fjármagnseigendum gert að taka á sig allt umfram áðurnefnd 4%. Þetta vita allir og enginn gerir athugasemdir við þessa nálgun, enda tryggir þetta að allra hagur sé að ná niður verðbólgu. Hér á landi er nálgunin heldur betur öðruvísi: Allur skaði af verðbólgu skal greiddur af heimilum og fyrirtækjum. Hver einasta króna og gott betur. Samhliða skal fjármagnseigendum og lánastofnunum ekki aðeins tryggðar verðbætur, heldur einnig rausnarleg raunávöxtun. Þetta þýðir að meðan íslenskum heimilum og fyrirtækjum blæðir út, þá hagnast bankar og fjármagnseigendur sem aldrei fyrr. Hvatinn til að ná niður verðbólgu er því enginn – Hrun heimila og minni fyrirtækja blasir við. Græðgin er allsráðandi og siðferðið ekkert. En örvæntið ei – Það er til einföld lausn Auðvitað er til einföld lausn á þessum málum. Þess vegna stofnuðum við XL - Lýðræðisflokkinn Og stefna okkar er einföld: Við breytum lögum um Seðlabanka og setjum 4% þak á stýrivexti og jafnframt verði framvegis notast við vísitölu neysluverðs án húsnæðisliðar. Samhliða verður lögum um lífeyrissjóði breytt og liður um 3,5% raunávöxtun tekinn út, enda aldrei gert gagn heldur beinlínis skaða landsmenn. Þannig tryggjum við íslenskum heimilum og fyrirtækjum sömu vaxtakjör og þekkjast í öllum okkar nágrannalöndum: Við borgum framvegis 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar - EKKI 450 þús.kr. Við borgum framvegis 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja íbúðar – EKKI 600 þús.kr. Lögin er einfalt að setja og þau taka gildi strax. Einfalt – Auðvelt – Áhrifaríkt Landsbankinn verður samfélagsbanki Til þess að tryggja eðlileg bankaviðskipti til framtíðar fyrir íslensk heimili og fyrirtæki verður Landsbankinn framvegis rekinn sem samfélagsbanki sem hefur aðeins eitt hlutverk: Að gæta hagsmuna íslenskra heimila og fyrirtækja. Núverandi hlutverk bankans hefur verið að verja hagsmuni vafasamra fjárfesta, samanber kaup bankans á tryggingarfélaginu TM. En einn daginn verður klárlega skrifuð bók um þá misnotkun banka í þjóðareign. Slíkt má aldrei endurtaka sig. Það verður gott og gaman að búa á Íslandi Með þessum einföldu en gríðarlega mikilvægu breytingum verður loks gott og gaman að búa á Íslandi, Fyrir okkur öll. Það er nefnilega enginn hókus pókus við þessa leið og við erum sannarlega ekki að finna upp hjólið: Við erum einfaldlega að taka upp peningamálasiðferði nágrannaþjóða okkar. Það er allt og sumt. Allir flokkar á Alþingi í dag hafa brugðist þjóðinni Það er engum vafa bundið að allir flokkar sem á Alþingi eru í dag hafa brugðist íslenskum heimilum , bændum og fyrirtækjum. Með því að sitja aðgerðalaus og leggja ekki fram eitt einasta þingmál vegna þessa augljósa misréttis sem verið að að beita íslensk heimili, bændur og fyrirtæki eru þingmenn að bregðast okkur öllum. Kjósum breytingar – Kjósum XL Til þess að breyta þessu þurfum við aðeins að gera eitt: Kjósa breytingar – Annars breytist aldrei neitt Til þess þarf hugrekki, hugrekki sem við vitum að þið kjósnedur góðir eruð ríkir af. Gerum lífið betra Kjósum XL Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun