Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar 26. nóvember 2024 15:01 Ég hef kennt samningatækni í meistaranámi í stjórnun í Háskólanum í Reykjavík í meira en áratug. Góð samningatækni gengur út á það að hlusta og skilja og leita að lausnum sem þjóna hagsmunum allra. Samningamenn koma yfirleitt að borðinu sannfærð um eigin málstað og við höfum innbyggða tilhneigingu til að dragast inn á átök. Þessi sama tilhneiging er áberandi í umræðunni fyrir Alþingiskosningar. Annað hvort byggjum við upp efnhagslífið eða björgum umhverfinu, annað hvort lækkum við matvælaverð eða fórnum hagsmunum bænda, annað hvort tökum við þátt í alþjóðlegri samvinnu eða verndum hagsmuni Íslands, annað hvort hækkum við skatta eða náum jafnvægi í ríkisfjármálum. Sú hugmynd að ávinningur á einu sviði sé fórn á öðru er rótgróin hugsanavilla. Töfrarnir verða þegar við áttum okkur á því að það þarf ekki að vera annað hvort eða, heldur getum við oft leyst fleiri en eitt vandamál og náð fleiri en einu markmiði í einu. Hagsmunir okkar allra Gott dæmi um lausn þar sem allir vinna er skynsamleg nýting grænnar orku til orkuskipta, sem gerir okkur fært að spara milljarða í olíukostnað, minnkar losun gróðurhúsaloftegunda, bætir loftgæði og þar með heilsu fólks og eykur öryggi Íslands í hverfulum heimi. Hófleg kolefnisgjöld, þar sem sá sem mengar greiðir fyrir mengunina, eru jafnframt skynsamleg efnhagsleg ráðstöfun sem ýtir undir þróun grænna lausna, eykur orkusparnað og skynsamlega nýtingu orku, eykur störf í umhverfisvænni atvinnustarfsemi, jafnar samkeppni þar sem mengandi iðnaður greiðir raunverulegan kostnað af framleiðslunni, bætir heilsu með minni mengun, eykur samkeppnishæfni í heimi sem kallar eftir umhverfisvænum vörum, minnkar losun gróðurhúsalofttegunda, sparar kolefniskvóta og getur stutt við íslenskt atvinnulíf - sérstaklega ef tekjurnar af gjaldinu eru notaðar til að lækka álögur á atvinnulífið eins og Viðreisn boðar. Hlustum til að skilja Viðreisn hefur lagt áherslu á það í kosningabaráttunni að hlusta og eiga virkt samtal við fólk um allt land í stofnunum, fyrirtækjum og verslunarmiðstöðvum. Það hefur verið gefandi og skemmtilegt, ekki síst þegar ólík sjónarmið koma fram. Við lærum mest af þeim sem við erum ósammála, þegar við hlustum til að skilja. Ef við vörumst að dragast inn í átök þá finnum við sameiningu lausnir sem gagnast fólki um allt land, bæði atvinnulífi og umhverfi, styrkir efnhagslíf og veitir stuðnings við betri líðan fólks. Til þess þarf breytt hugarfar og örlitla jákvæðni. Breytum þessu saman. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Leifsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef kennt samningatækni í meistaranámi í stjórnun í Háskólanum í Reykjavík í meira en áratug. Góð samningatækni gengur út á það að hlusta og skilja og leita að lausnum sem þjóna hagsmunum allra. Samningamenn koma yfirleitt að borðinu sannfærð um eigin málstað og við höfum innbyggða tilhneigingu til að dragast inn á átök. Þessi sama tilhneiging er áberandi í umræðunni fyrir Alþingiskosningar. Annað hvort byggjum við upp efnhagslífið eða björgum umhverfinu, annað hvort lækkum við matvælaverð eða fórnum hagsmunum bænda, annað hvort tökum við þátt í alþjóðlegri samvinnu eða verndum hagsmuni Íslands, annað hvort hækkum við skatta eða náum jafnvægi í ríkisfjármálum. Sú hugmynd að ávinningur á einu sviði sé fórn á öðru er rótgróin hugsanavilla. Töfrarnir verða þegar við áttum okkur á því að það þarf ekki að vera annað hvort eða, heldur getum við oft leyst fleiri en eitt vandamál og náð fleiri en einu markmiði í einu. Hagsmunir okkar allra Gott dæmi um lausn þar sem allir vinna er skynsamleg nýting grænnar orku til orkuskipta, sem gerir okkur fært að spara milljarða í olíukostnað, minnkar losun gróðurhúsaloftegunda, bætir loftgæði og þar með heilsu fólks og eykur öryggi Íslands í hverfulum heimi. Hófleg kolefnisgjöld, þar sem sá sem mengar greiðir fyrir mengunina, eru jafnframt skynsamleg efnhagsleg ráðstöfun sem ýtir undir þróun grænna lausna, eykur orkusparnað og skynsamlega nýtingu orku, eykur störf í umhverfisvænni atvinnustarfsemi, jafnar samkeppni þar sem mengandi iðnaður greiðir raunverulegan kostnað af framleiðslunni, bætir heilsu með minni mengun, eykur samkeppnishæfni í heimi sem kallar eftir umhverfisvænum vörum, minnkar losun gróðurhúsalofttegunda, sparar kolefniskvóta og getur stutt við íslenskt atvinnulíf - sérstaklega ef tekjurnar af gjaldinu eru notaðar til að lækka álögur á atvinnulífið eins og Viðreisn boðar. Hlustum til að skilja Viðreisn hefur lagt áherslu á það í kosningabaráttunni að hlusta og eiga virkt samtal við fólk um allt land í stofnunum, fyrirtækjum og verslunarmiðstöðvum. Það hefur verið gefandi og skemmtilegt, ekki síst þegar ólík sjónarmið koma fram. Við lærum mest af þeim sem við erum ósammála, þegar við hlustum til að skilja. Ef við vörumst að dragast inn í átök þá finnum við sameiningu lausnir sem gagnast fólki um allt land, bæði atvinnulífi og umhverfi, styrkir efnhagslíf og veitir stuðnings við betri líðan fólks. Til þess þarf breytt hugarfar og örlitla jákvæðni. Breytum þessu saman. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun