Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. nóvember 2024 14:03 Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson eru taldir líklegastir til að taka við karlalandsliðinu. Báðir eru sagðir áhugasamir en hvorugur hefur, enn sem komið er, heyrt frá KSÍ. Samsett/Getty Þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson eru taldir hvað líklegastir til að taka við karlalandsliði Íslands í fótbolta eftir brotthvarf Åge Hareide. Hvorugur hefur heyrt frá Knattspyrnusambandi Íslands. Arnar er þjálfari Víkings og er staddur í Jerevan í Armeníu þar sem Víkingar undirbúa sig fyrir leik við Noah í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Arnar segir í samtali við Fótbolti.net að hann hafi ekki heyrt frá KSÍ og sé í raun ekkert að spá í starfið þrátt fyrir orðróma. Öll einbeiting Arnars sé við verkefni fimmtudagsins. Komi símtalið sé það í höndum stjórnarmanna Víkings að ákveða hvort þeir gefi Arnari leyfi til að ræða við KSÍ eða ekki. Samkvæmt heimildum Vísis hefur KSÍ ekki sett sig í samband við Víking. Fastlega má gera ráð fyrir að KSÍ bíði þar til leikur Víkings við Noah á fimmtudag sé afstaðinn áður en sambandið hefur einhverskonar viðræður. Freyr Alexandersson stýrir Kortrijk sem situr í næstneðsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar. Hann tók við á miðju síðustu leiktíð þegar liðið var í slæmri stöðu og gerði afar vel að halda liðinu uppi. 433.is greinir frá því að Freyr hafi áhuga á því að taka við landsliðinu á þessum tímapunkti og hafi komið þeim áhuga á framfæri við þá sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandinu en hafi þó ekki rætt við fulltrúa sambandsins. Freyr var áður þjálfari kvennalandsliðsins frá 2013 til 2018 og var aðstoðarþjálfari Eriks Hamrén sem stýrði karlalandsliðinu frá 2018 til 2020. Freyr sóttist eftir því að taka við af Hamrén 2020 en KSÍ ákvað þá að ráða Arnar Þór Viðarsson til starfa. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði við Vísi í gær að hann hallaðist fremur að því að ráða innlendan þjálfara en erlendan. Arnar og Freyr virðast frambærilegustu kostirnir verði sú leið farin og virðist sem báðir séu áhugasamir. Þorvaldur sagði enn fremur að best væri að ráða nýjan mann sem fyrst en stjórnarfólk KSÍ hyggðist þó standa vel og vandlega að ráðningunni og ferlinu sem henni fylgir. Hann á von á fjölda umsókna víða að og verður fróðlegt að sjá hvernig málinu gengur fram. Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Hareide hættur með landsliðið Åge Hareide er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá KSÍ hætti hann að eigin ósk. 25. nóvember 2024 16:51 Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Åge Hareide hætti með íslenska karlalandsliðið í fótbolta í gær og hefur jafnframt gefið það út að þjálfaraferli hans sé nú formlega lokið. 26. nóvember 2024 08:02 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Åge Hareide hætti í gær sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrði liðinu í tuttugu leikjum og hér fyrir neðan má sjá hvernig árangur hans kemur út á meðal árangurs annarra landsliðsþjálfara á þessari öld. 26. nóvember 2024 10:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Arnar er þjálfari Víkings og er staddur í Jerevan í Armeníu þar sem Víkingar undirbúa sig fyrir leik við Noah í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Arnar segir í samtali við Fótbolti.net að hann hafi ekki heyrt frá KSÍ og sé í raun ekkert að spá í starfið þrátt fyrir orðróma. Öll einbeiting Arnars sé við verkefni fimmtudagsins. Komi símtalið sé það í höndum stjórnarmanna Víkings að ákveða hvort þeir gefi Arnari leyfi til að ræða við KSÍ eða ekki. Samkvæmt heimildum Vísis hefur KSÍ ekki sett sig í samband við Víking. Fastlega má gera ráð fyrir að KSÍ bíði þar til leikur Víkings við Noah á fimmtudag sé afstaðinn áður en sambandið hefur einhverskonar viðræður. Freyr Alexandersson stýrir Kortrijk sem situr í næstneðsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar. Hann tók við á miðju síðustu leiktíð þegar liðið var í slæmri stöðu og gerði afar vel að halda liðinu uppi. 433.is greinir frá því að Freyr hafi áhuga á því að taka við landsliðinu á þessum tímapunkti og hafi komið þeim áhuga á framfæri við þá sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandinu en hafi þó ekki rætt við fulltrúa sambandsins. Freyr var áður þjálfari kvennalandsliðsins frá 2013 til 2018 og var aðstoðarþjálfari Eriks Hamrén sem stýrði karlalandsliðinu frá 2018 til 2020. Freyr sóttist eftir því að taka við af Hamrén 2020 en KSÍ ákvað þá að ráða Arnar Þór Viðarsson til starfa. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði við Vísi í gær að hann hallaðist fremur að því að ráða innlendan þjálfara en erlendan. Arnar og Freyr virðast frambærilegustu kostirnir verði sú leið farin og virðist sem báðir séu áhugasamir. Þorvaldur sagði enn fremur að best væri að ráða nýjan mann sem fyrst en stjórnarfólk KSÍ hyggðist þó standa vel og vandlega að ráðningunni og ferlinu sem henni fylgir. Hann á von á fjölda umsókna víða að og verður fróðlegt að sjá hvernig málinu gengur fram.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Hareide hættur með landsliðið Åge Hareide er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá KSÍ hætti hann að eigin ósk. 25. nóvember 2024 16:51 Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Åge Hareide hætti með íslenska karlalandsliðið í fótbolta í gær og hefur jafnframt gefið það út að þjálfaraferli hans sé nú formlega lokið. 26. nóvember 2024 08:02 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Åge Hareide hætti í gær sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrði liðinu í tuttugu leikjum og hér fyrir neðan má sjá hvernig árangur hans kemur út á meðal árangurs annarra landsliðsþjálfara á þessari öld. 26. nóvember 2024 10:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31
Hareide hættur með landsliðið Åge Hareide er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá KSÍ hætti hann að eigin ósk. 25. nóvember 2024 16:51
Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Åge Hareide hætti með íslenska karlalandsliðið í fótbolta í gær og hefur jafnframt gefið það út að þjálfaraferli hans sé nú formlega lokið. 26. nóvember 2024 08:02
Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Åge Hareide hætti í gær sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrði liðinu í tuttugu leikjum og hér fyrir neðan má sjá hvernig árangur hans kemur út á meðal árangurs annarra landsliðsþjálfara á þessari öld. 26. nóvember 2024 10:00