Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 10:00 Þessir þrír hafa náð bestum árangri með karlalandsliðið í fótbolta á öldinni. Lars Lagerbäck, Åge Hareide og Heimir Hallgrímsson. Getty/Alex Grimm/James Gill Åge Hareide hætti í gær sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrði liðinu í tuttugu leikjum og hér fyrir neðan má sjá hvernig árangur hans kemur út á meðal árangurs annarra landsliðsþjálfara á þessari öld. Åge Hareide varð tíundi landsliðsþjálfari Íslands frá og með árinu 2000 en tveir af þeim, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfuðu liðið saman. Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck þjálfuðu liðið bæði í sitthvoru lagi sem og saman. Heildarárangur hjá hvorum er notaður í þessum útreikningi. Åge Hareide tók við íslenska landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni í byrjun sumars 2023 og stýrði því í um átján mánuði. Lokaleikurinn var tapleikurinn á móti Wales í síðustu viku. Íslenska landsliðið vann 40 prósent leikja sinna undir stjórn Hareide og var með 45 prósent árangur. Það skilar honum þriðja sætinu á öldinni á eftir þeim Heimi Hallgrímssyni (52,6%) og Lars Lagerbäck (50%). Undir stjórn Hareide skoraði íslenska liðið 1,45 mörk í leik sem er einnig það þriðja besta á þessum tíma en liðið kom aftur á móti mun verr út í varnarleiknum. Undir stjórn Norðmannsins fékk íslenska liðið 1,65 mörk á sig í leik og það er aðeins sjötti besti árangurinn hjá þjálfurum Íslands á öldinni. Sérstaka athygli vekja fá jafntefli í leikjum Hareide en íslenska liðið gerði aðeins tvö jafntefli í þessum tuttugu leikjum. Það er langlægsta hlutfall jafntefla (tíu prósent) í leikjum undir stjórn ákveðinna landsliðsþjálfara en næstur er Atli Eðvaldsson með sextán prósent. Besti árangur landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 52,6% 2. Lars Lagerbäck 50,0% 3. Åge Hareide 45,0% 4. Atli Eðvaldsson 43,5% 5. Erik Hamrén 41,1% 6. Arnar Þór Viðarsson 40,3% - Flest mörk í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 1,55 2. Lars Lagerbäck 1,50 3. Åge Hareide 1,45 4. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 1,38 5. Atli Eðvaldsson 1,26 6. Arnar Þór Viðarsson 1,19 - Fæst mörk fengn á sig í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Ólafur Jóhannesson 1,28 2. Heimir Hallgrímsson 1,29 3. Lars Lagerbäck 1,46 4. Atli Eðvaldsson 1,55 5. Arnar Þór Viðarsson 1,58 6. Åge Hareide 1,65 - Lægsta hlutfall jafntefla meðal landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Åge Hareide 10,0% 2. Atli Eðvaldsson 16,1% 3. Erik Hamrén 17,9% 4. Heimir Hallgrímsson 19,0% 5. Lars Lagerbäck 19,2% 6. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 20,8% Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Åge Hareide varð tíundi landsliðsþjálfari Íslands frá og með árinu 2000 en tveir af þeim, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfuðu liðið saman. Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck þjálfuðu liðið bæði í sitthvoru lagi sem og saman. Heildarárangur hjá hvorum er notaður í þessum útreikningi. Åge Hareide tók við íslenska landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni í byrjun sumars 2023 og stýrði því í um átján mánuði. Lokaleikurinn var tapleikurinn á móti Wales í síðustu viku. Íslenska landsliðið vann 40 prósent leikja sinna undir stjórn Hareide og var með 45 prósent árangur. Það skilar honum þriðja sætinu á öldinni á eftir þeim Heimi Hallgrímssyni (52,6%) og Lars Lagerbäck (50%). Undir stjórn Hareide skoraði íslenska liðið 1,45 mörk í leik sem er einnig það þriðja besta á þessum tíma en liðið kom aftur á móti mun verr út í varnarleiknum. Undir stjórn Norðmannsins fékk íslenska liðið 1,65 mörk á sig í leik og það er aðeins sjötti besti árangurinn hjá þjálfurum Íslands á öldinni. Sérstaka athygli vekja fá jafntefli í leikjum Hareide en íslenska liðið gerði aðeins tvö jafntefli í þessum tuttugu leikjum. Það er langlægsta hlutfall jafntefla (tíu prósent) í leikjum undir stjórn ákveðinna landsliðsþjálfara en næstur er Atli Eðvaldsson með sextán prósent. Besti árangur landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 52,6% 2. Lars Lagerbäck 50,0% 3. Åge Hareide 45,0% 4. Atli Eðvaldsson 43,5% 5. Erik Hamrén 41,1% 6. Arnar Þór Viðarsson 40,3% - Flest mörk í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 1,55 2. Lars Lagerbäck 1,50 3. Åge Hareide 1,45 4. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 1,38 5. Atli Eðvaldsson 1,26 6. Arnar Þór Viðarsson 1,19 - Fæst mörk fengn á sig í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Ólafur Jóhannesson 1,28 2. Heimir Hallgrímsson 1,29 3. Lars Lagerbäck 1,46 4. Atli Eðvaldsson 1,55 5. Arnar Þór Viðarsson 1,58 6. Åge Hareide 1,65 - Lægsta hlutfall jafntefla meðal landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Åge Hareide 10,0% 2. Atli Eðvaldsson 16,1% 3. Erik Hamrén 17,9% 4. Heimir Hallgrímsson 19,0% 5. Lars Lagerbäck 19,2% 6. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 20,8%
Besti árangur landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 52,6% 2. Lars Lagerbäck 50,0% 3. Åge Hareide 45,0% 4. Atli Eðvaldsson 43,5% 5. Erik Hamrén 41,1% 6. Arnar Þór Viðarsson 40,3% - Flest mörk í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 1,55 2. Lars Lagerbäck 1,50 3. Åge Hareide 1,45 4. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 1,38 5. Atli Eðvaldsson 1,26 6. Arnar Þór Viðarsson 1,19 - Fæst mörk fengn á sig í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Ólafur Jóhannesson 1,28 2. Heimir Hallgrímsson 1,29 3. Lars Lagerbäck 1,46 4. Atli Eðvaldsson 1,55 5. Arnar Þór Viðarsson 1,58 6. Åge Hareide 1,65 - Lægsta hlutfall jafntefla meðal landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Åge Hareide 10,0% 2. Atli Eðvaldsson 16,1% 3. Erik Hamrén 17,9% 4. Heimir Hallgrímsson 19,0% 5. Lars Lagerbäck 19,2% 6. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 20,8%
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira