Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 09:32 Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði frábært mark í bikarleik Wolfsburg um helgina. Markið var líka langþráð fyrir íslenska landsliðsframherjann. Getty/Swen Pförtner/ Sveindís Jane Jónsdóttir endaði 49 daga bið sína eftir marki hjá Wolfsburg með stórglæsilegu marki um helgina. Sveindís skoraði markið með heimsklassa afgreiðslu og markið var liði hennar líka gríðarlega mikilvægt í bikarsigri. Sveindís breytti leiknum með tveimur mörkum og einni stoðsendingu og sá öðrum fremur til þess að Wolfsburg er komið í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar. Sveindís kom inn á sem varamaður á 72. mínútu eftir að hafa misst af Meistaradeildarleiknum í vikunni. Hún kom hungruð inn á völinn og lét til sín taka. Wolfsburg var þarna 1-0 undir í leiknum og þurfti á hjálp að halda. Liðið jafnaði á 82. mínútu og Sveindís kom þeim síðan yfir þremur mínútum síðar. Sveindís gerði síðan út um leikinn með því að skora fjórða markið og sitt annað mark í uppbótartíma leiksins. Í millitíðinni lagði Sveindís síðan upp skallamark fyrir Fennu Kalma eftir frábæra fyrirgjöf frá vinstri. Fyrra markið sitt skoraði Sveindís með heimsklassa afgreiðslu, fékk boltann fyrir utan teiginn, lék fram hjá einum varnarmanni á laglegan hátt áður en hún þrumaði boltanum upp í þaknetið utarlega úr teignum. Frábær afgreiðsla. Seinna markið skoraði hún af stuttu færi eftir að hafa verið fyrst að átta sig eftir að markvörður Mainz varði skalla liðsfélaga hennar. Þetta voru langþráð mörk fyrir okkar konu sem hafði ekki skorað fyrir Wolfsburg síðan hún skoraði eitt markanna í 5-0 sigri á Leipzig 4. október síðastliðinn. Hún er alls með þrjú mörk í fjórtán leikjum í deild (1), bikar (2) og Evrópukeppnum (0) á þessu tímabili. Það má sjá mörkin hennar sem og stoðsendinguna hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=TrTQbXZePR0">watch on YouTube</a> Þýski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira
Sveindís skoraði markið með heimsklassa afgreiðslu og markið var liði hennar líka gríðarlega mikilvægt í bikarsigri. Sveindís breytti leiknum með tveimur mörkum og einni stoðsendingu og sá öðrum fremur til þess að Wolfsburg er komið í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar. Sveindís kom inn á sem varamaður á 72. mínútu eftir að hafa misst af Meistaradeildarleiknum í vikunni. Hún kom hungruð inn á völinn og lét til sín taka. Wolfsburg var þarna 1-0 undir í leiknum og þurfti á hjálp að halda. Liðið jafnaði á 82. mínútu og Sveindís kom þeim síðan yfir þremur mínútum síðar. Sveindís gerði síðan út um leikinn með því að skora fjórða markið og sitt annað mark í uppbótartíma leiksins. Í millitíðinni lagði Sveindís síðan upp skallamark fyrir Fennu Kalma eftir frábæra fyrirgjöf frá vinstri. Fyrra markið sitt skoraði Sveindís með heimsklassa afgreiðslu, fékk boltann fyrir utan teiginn, lék fram hjá einum varnarmanni á laglegan hátt áður en hún þrumaði boltanum upp í þaknetið utarlega úr teignum. Frábær afgreiðsla. Seinna markið skoraði hún af stuttu færi eftir að hafa verið fyrst að átta sig eftir að markvörður Mainz varði skalla liðsfélaga hennar. Þetta voru langþráð mörk fyrir okkar konu sem hafði ekki skorað fyrir Wolfsburg síðan hún skoraði eitt markanna í 5-0 sigri á Leipzig 4. október síðastliðinn. Hún er alls með þrjú mörk í fjórtán leikjum í deild (1), bikar (2) og Evrópukeppnum (0) á þessu tímabili. Það má sjá mörkin hennar sem og stoðsendinguna hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=TrTQbXZePR0">watch on YouTube</a>
Þýski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira