Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar 25. nóvember 2024 06:34 Kennarasambandið hefur boðist til að hætta ótímabundnu verkfalli á fjórum leikskólum gegn því að sveitarfélögin borgi leikskólakennurum laun í verkfallinu. Sveitarfélögin eiga án hiks að taka þessu boði. Það skiptir engu máli þó mörgum þyki sérkennilegt að borga fólki laun í verkfalli og þyki það jaðra við að borga lausnargjald. Þetta tilboð er leið Kennarasambandsins til að halda andlitinu. Kennarasambandið viðurkennir að þetta örverkfall í nokkrum leikskólum hafi verið tóm vitleysa, en pínir sveitarfélögin til að kyngja skítnum með sér. Það er meira en sjálfsagt að sveitarfélögin taki þátt í leiknum með Kennarasambandinu. Þau hefðu hvort sem er þurft að borga launin. Þau tapa engu. Að vissu leyti má virða forystu Kennarasambandsins fyrir að sjá að sér og gera þetta tilboð. Það sýnir skilning á því að verkfall í leikskólum hefur miklu verri afleiðingar en verkföll í grunnskólum og framhaldsskólum. Leikskólaverkfall skellur af miklum þunga á foreldrum leikskólabarna og nánustu aðstandendum þeirra. Börn á leikskólaaldri þurfa stöðuga gæslu og umönnun, sem eldri börn þurfa miklu síður. Fyrir þau 600 leikskólabörn sem hafa verið án leikskólans undanfarnar fjórar vikur hafa 600 fullorðnir verið frá vinnu eða öðrum verkefnum í fullu starfi að sinna litlu börnunum, oftast án launa eða með því að taka út frídaga næsta árs. Það er svo annað mál að leikskólaverkfallið hefur ekki gárað vatnið í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Það sýnir tilgangsleysi þess og er því í raun sjálfhætt. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga þarf enga skoðun að hafa á réttmæti málsins. Henni ber að sýna foreldrum og aðstandendum þessara 600 leikskólabarna skilning á stöðu þeirra og samþykkja tilboð Kennarasambandsins um greiðslu lausnargjalds. Höfundur er afi barns í leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Kennarasambandið hefur boðist til að hætta ótímabundnu verkfalli á fjórum leikskólum gegn því að sveitarfélögin borgi leikskólakennurum laun í verkfallinu. Sveitarfélögin eiga án hiks að taka þessu boði. Það skiptir engu máli þó mörgum þyki sérkennilegt að borga fólki laun í verkfalli og þyki það jaðra við að borga lausnargjald. Þetta tilboð er leið Kennarasambandsins til að halda andlitinu. Kennarasambandið viðurkennir að þetta örverkfall í nokkrum leikskólum hafi verið tóm vitleysa, en pínir sveitarfélögin til að kyngja skítnum með sér. Það er meira en sjálfsagt að sveitarfélögin taki þátt í leiknum með Kennarasambandinu. Þau hefðu hvort sem er þurft að borga launin. Þau tapa engu. Að vissu leyti má virða forystu Kennarasambandsins fyrir að sjá að sér og gera þetta tilboð. Það sýnir skilning á því að verkfall í leikskólum hefur miklu verri afleiðingar en verkföll í grunnskólum og framhaldsskólum. Leikskólaverkfall skellur af miklum þunga á foreldrum leikskólabarna og nánustu aðstandendum þeirra. Börn á leikskólaaldri þurfa stöðuga gæslu og umönnun, sem eldri börn þurfa miklu síður. Fyrir þau 600 leikskólabörn sem hafa verið án leikskólans undanfarnar fjórar vikur hafa 600 fullorðnir verið frá vinnu eða öðrum verkefnum í fullu starfi að sinna litlu börnunum, oftast án launa eða með því að taka út frídaga næsta árs. Það er svo annað mál að leikskólaverkfallið hefur ekki gárað vatnið í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Það sýnir tilgangsleysi þess og er því í raun sjálfhætt. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga þarf enga skoðun að hafa á réttmæti málsins. Henni ber að sýna foreldrum og aðstandendum þessara 600 leikskólabarna skilning á stöðu þeirra og samþykkja tilboð Kennarasambandsins um greiðslu lausnargjalds. Höfundur er afi barns í leikskóla Seltjarnarness.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar