„Árleg æfing í vonbrigðum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. nóvember 2024 23:54 Guðmundur Steingrímsson er varaformaður Landverndar. Vísir Guðmundur Steingrímsson varaformaður Landverndar segir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sé árleg æfing í vonbrigðum. Hann segir að skaðinn sem loftslagsbreytingar séu að valda í þróunarríkjum sé gríðarlegur. Loftslagsaðgerðasinnar gagnrýna harðlega samkomulag sem náðist á COP29, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í nótt. Óljóst var hvort samningar næðust yfir höfuð eftir að fulltrúar þróunarríkja ruku á dyr á hitafundi í gær. Að lokum var fallist á að ríkari þjóðir greiði þróunarríkjum 300 milljónir bandaríkjadala á ári til að stemma stigu við loftslagsváni Fulltrúar þróunarríkjana túlkuðu sumir upphæðirnar sem móðgun, en margir þeirra höfðu farið fram á að minnsta kosti fjórfalt framlag. Guðmundur segir að það séu einkum neysluhagkerfin, vestrænu ríkin, sem hafa valdið gróðurhúsaáhrifum. „Auðvitað eru þetta miklar fjárhæðir en Skaðinn sem að loftslagsbreytingar eru að valda í þróunarríkjunum er líka gríðarlegur, og hann er líka kostnaðarsamur fyrir þessi ríki,“ segir hann. Áhrif loftslagsbreytinga bitni á fátækari löndum heims og þau séu að biðja um skaðabætur. Hann segir ótrúlegt að það sé ennþá trú á slíkum loftslagsráðstefnum. „Cop er náttúrulega alltaf svolítil æfing í vonbrigðum. En það verður alltaf að ná allsherjarsamkomulagi á öllum COP ráðstefnum. Það eitt og sér er auðvitað rosalegt verkefni, það eru gríðarlegir hagsmunir undir eins og þessar stóru fjárhæðir sýna.“ „Þannig það er auðvitað alltaf ákveðinn sigur bara að COP fari fram,“ segir Guðmundur. Guðmundur var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hér má horfa á viðtalið: Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Aserbaídsjan Umhverfismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Loftslagsaðgerðasinnar gagnrýna harðlega samkomulag sem náðist á COP29, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í nótt. Óljóst var hvort samningar næðust yfir höfuð eftir að fulltrúar þróunarríkja ruku á dyr á hitafundi í gær. Að lokum var fallist á að ríkari þjóðir greiði þróunarríkjum 300 milljónir bandaríkjadala á ári til að stemma stigu við loftslagsváni Fulltrúar þróunarríkjana túlkuðu sumir upphæðirnar sem móðgun, en margir þeirra höfðu farið fram á að minnsta kosti fjórfalt framlag. Guðmundur segir að það séu einkum neysluhagkerfin, vestrænu ríkin, sem hafa valdið gróðurhúsaáhrifum. „Auðvitað eru þetta miklar fjárhæðir en Skaðinn sem að loftslagsbreytingar eru að valda í þróunarríkjunum er líka gríðarlegur, og hann er líka kostnaðarsamur fyrir þessi ríki,“ segir hann. Áhrif loftslagsbreytinga bitni á fátækari löndum heims og þau séu að biðja um skaðabætur. Hann segir ótrúlegt að það sé ennþá trú á slíkum loftslagsráðstefnum. „Cop er náttúrulega alltaf svolítil æfing í vonbrigðum. En það verður alltaf að ná allsherjarsamkomulagi á öllum COP ráðstefnum. Það eitt og sér er auðvitað rosalegt verkefni, það eru gríðarlegir hagsmunir undir eins og þessar stóru fjárhæðir sýna.“ „Þannig það er auðvitað alltaf ákveðinn sigur bara að COP fari fram,“ segir Guðmundur. Guðmundur var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hér má horfa á viðtalið:
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Aserbaídsjan Umhverfismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira