Körfubolti

Kallaði dómarann tík og rúm­lega það

Siggeir Ævarsson skrifar
Fred VanVleet á það til að benda út í loftið og stundum nálægt andliti dómara
Fred VanVleet á það til að benda út í loftið og stundum nálægt andliti dómara Vísir/Getty

Fred VanVleet, leikmaður Houston Rockets, er væntanlega á leiðinni í bann eftir að hafa látið dómara leiksins heyra það í gær þegar hann var sendur í sturtu undir lok leiks.

VanVleet gekk í átt að einum dómara leiksins, benti ákveðið í átt að andliti hans og sagði „You're a bitch“ ef eitthvað er að marka helstu sérfræðinga í varalestri á Twitter. Við fyrstu sýn leit jafnvel út fyrir að hann hefði slegið til dómarans en svo reyndist ekki vera við nánari skoðun.

Áður en þetta atvikið hafði átt sér stað benti hann á hvern einasta dómara leiksins og sagði þeim til syndanna: „You suck, you suck, and you suck... bitch ass n*gga.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmaður les dómurum pistilinn á kjarnyrtu máli en þessi uppákoma minnir um margt á svipaða atvik sem varð síðastliðið vor.

Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem VanVleet lætur dómara heyra það en 2023 fékk hann 30 þúsund dollara sekt fyrir að urða yfir dómara sem hann sagði vera „F*cking terrible“. VanVleet til varnar var sá dómari lækkaður í tign innan dómarastéttarinnar í kjölfarið, svo mögulega hafði hann eitthvað til síns máls, þó svo það hafi verið óheflað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×