11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar 24. nóvember 2024 18:32 Píratar munu aldrei líða spillingu og fúsk og ekki mynda ríkisstjórn með flokkum sem hafa orðið uppvísir að slíku. Öflugur þingflokkur Pírata bætir gæði ríkisstjórnar svo um munar. Píratar eru með raunhæfar og nútímalegar aðferðir til að bregðast við verðbólgunni. Þeir vita að stýrivextir eru ekki eina verkfærið til að ná niður verðbólgunni og bjóða fram aðgerðir sem hefði mátt grípa til miklu fyrr í stað þess sinnu- og getuleysis sem hefur verið ríkjandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Píratar vita að öruggt þak yfir höfuðið eru sjálfsögð mannréttindi og hafa raunhæfa áætlun í húsnæðismálum til að bregðast við ástandinu. Áætlun sem byggir á fjölþættum aðgerðum sem ráðast að rót vandans, þ.e. ríkjandi framboðsskorti. Píratar leggja líka áherslu á að bæta lélega réttarstöðu leigjenda. Píratar trúa á efnahagslegt réttlæti og sanngirni umfram hefðbundna hægri og vinstri stefnu. Fjárhagsstaða heimilanna á ekki að þurfa að ráðast af því hvaðan pólitískir vindar blása hverju sinni. Skattkerfið á fyrst og fremst að vera sanngjarnt og setja byrðarnar á þau sem geta borið þær. Píratar munu ekki líða leyndarhyggju. Gagnsæi og upplýsingafrelsi er kjarnamál Pírata og þeir hafa sýnt í verki að þeir geta fylgt því eftir, bæði í stjórnarandstöðu og í meirihluta. Þeir viðurkenna lykilhlutverk frjálsra fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og leggja áherslu á aðhald almennings með valdhöfum því þeir vita að það leiðir til betri ákvarðanatöku. Píratar ætla að standa vörð um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og tryggja aðgengi óháð búsetu og efnahag. Píratar eru ekki með það á stefnuskránni að ráðast í aukna einkavæðingu á opinberri þjónustu. Píratar eru með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna, aðrar þingkosningarnar í röð, og getuna til að fylgja henni eftir í ríkisstjórn. Píratar átta sig á mikilvægi þess að grípa til afgerandi og afdráttarlausra aðgerða í loftslagsmálum en átta sig líka á því hvað það eru mörg tækifæri í grænni ríkisstjórn. Píratar munu aldrei gefa afslátt af mannréttindum. Jafnvel þegar aðrir flokkar eru til í að gefa afslátt af réttindum jaðarsettra hópa munu Píratar ávallt spyrna við fæti. Íslenskt samfélag er betra þegar við gætum að réttindum samborgara okkar. Við getum líka öll lent í því á einhverjum tímapunkti að vera í minnihluta og að manréttindum okkar sé ógnað. Þá vil ég heldur hafa Pírata með mér í liði. Píratar hafa alltaf stutt við jafnrétti, við réttindi kvenna, við réttindi samkynhneigðra, transfólks og hinsegin samfélagsins í heild. Píratar setja það í forgang að sporna gegn bakslaginu sem er að eiga sér stað í hinsegin málum. Píratar taka ákvarðanir byggðar á upplýsingum en ekki pólitískum kreðsum. Gagnrýnin hugsun og upplýst ákvarðanataka er djúpt í menningunni hjá Pírötum og hluti af grunnstefnunni sem hefur staðið allt frá stofnun flokksins. Í framvarðarsveit Pírata er afar frambærilegt fólk með fjölbreytta reynslu víðsvegar úr þjóðfélaginu, á sviði stjórnmála og bæði úr opinbera- og einkageiranum. Ég vona að kjósendur sem leggja áherslu á þessi mál taki það alvarlega til skoðunar hvort að Píratar geti jafnvel verið besti valkosturinn í kjörklefanum. Það er nefnilega öruggt með Pírata að þú veist að hverju þú gengur þegar þú greiðir þeim atkvæði. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Karl Magnússon Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Píratar munu aldrei líða spillingu og fúsk og ekki mynda ríkisstjórn með flokkum sem hafa orðið uppvísir að slíku. Öflugur þingflokkur Pírata bætir gæði ríkisstjórnar svo um munar. Píratar eru með raunhæfar og nútímalegar aðferðir til að bregðast við verðbólgunni. Þeir vita að stýrivextir eru ekki eina verkfærið til að ná niður verðbólgunni og bjóða fram aðgerðir sem hefði mátt grípa til miklu fyrr í stað þess sinnu- og getuleysis sem hefur verið ríkjandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Píratar vita að öruggt þak yfir höfuðið eru sjálfsögð mannréttindi og hafa raunhæfa áætlun í húsnæðismálum til að bregðast við ástandinu. Áætlun sem byggir á fjölþættum aðgerðum sem ráðast að rót vandans, þ.e. ríkjandi framboðsskorti. Píratar leggja líka áherslu á að bæta lélega réttarstöðu leigjenda. Píratar trúa á efnahagslegt réttlæti og sanngirni umfram hefðbundna hægri og vinstri stefnu. Fjárhagsstaða heimilanna á ekki að þurfa að ráðast af því hvaðan pólitískir vindar blása hverju sinni. Skattkerfið á fyrst og fremst að vera sanngjarnt og setja byrðarnar á þau sem geta borið þær. Píratar munu ekki líða leyndarhyggju. Gagnsæi og upplýsingafrelsi er kjarnamál Pírata og þeir hafa sýnt í verki að þeir geta fylgt því eftir, bæði í stjórnarandstöðu og í meirihluta. Þeir viðurkenna lykilhlutverk frjálsra fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og leggja áherslu á aðhald almennings með valdhöfum því þeir vita að það leiðir til betri ákvarðanatöku. Píratar ætla að standa vörð um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og tryggja aðgengi óháð búsetu og efnahag. Píratar eru ekki með það á stefnuskránni að ráðast í aukna einkavæðingu á opinberri þjónustu. Píratar eru með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna, aðrar þingkosningarnar í röð, og getuna til að fylgja henni eftir í ríkisstjórn. Píratar átta sig á mikilvægi þess að grípa til afgerandi og afdráttarlausra aðgerða í loftslagsmálum en átta sig líka á því hvað það eru mörg tækifæri í grænni ríkisstjórn. Píratar munu aldrei gefa afslátt af mannréttindum. Jafnvel þegar aðrir flokkar eru til í að gefa afslátt af réttindum jaðarsettra hópa munu Píratar ávallt spyrna við fæti. Íslenskt samfélag er betra þegar við gætum að réttindum samborgara okkar. Við getum líka öll lent í því á einhverjum tímapunkti að vera í minnihluta og að manréttindum okkar sé ógnað. Þá vil ég heldur hafa Pírata með mér í liði. Píratar hafa alltaf stutt við jafnrétti, við réttindi kvenna, við réttindi samkynhneigðra, transfólks og hinsegin samfélagsins í heild. Píratar setja það í forgang að sporna gegn bakslaginu sem er að eiga sér stað í hinsegin málum. Píratar taka ákvarðanir byggðar á upplýsingum en ekki pólitískum kreðsum. Gagnrýnin hugsun og upplýst ákvarðanataka er djúpt í menningunni hjá Pírötum og hluti af grunnstefnunni sem hefur staðið allt frá stofnun flokksins. Í framvarðarsveit Pírata er afar frambærilegt fólk með fjölbreytta reynslu víðsvegar úr þjóðfélaginu, á sviði stjórnmála og bæði úr opinbera- og einkageiranum. Ég vona að kjósendur sem leggja áherslu á þessi mál taki það alvarlega til skoðunar hvort að Píratar geti jafnvel verið besti valkosturinn í kjörklefanum. Það er nefnilega öruggt með Pírata að þú veist að hverju þú gengur þegar þú greiðir þeim atkvæði. Höfundur er lögfræðingur
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun