Fótbolti

Ste­ve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester

Siggeir Ævarsson skrifar
Cooper kveður Leicester eftir stutt stopp
Cooper kveður Leicester eftir stutt stopp Vísir/Getty

Steve Cooper er orðinn atvinnulaus eftir aðeins fimm mánuði í starfi hjá Leicester. Kornið sem fyllti mælinn var tap gegn Chelsea á heimavelli í gær.

Nýliðarnir hafa ekki unnið leik í deildinni í síðustu fjórum leikjum og þá steinlá liðið gegn Manchester United í bikarnum 5-2. Liðið situr í 16. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá fallsæti.

Cooper tók við liðinu í júní eftir að Enzo Maresca, sem stýrði liðinu upp úr B-deildinni, tók við stjórnartaumunum hjá Chelsea.

Ben Dawson, einn af þjálfurum liðsins, mun stýra liðinu þar til nýr stjóri verður ráðinn. Aðstoðarþjálfari liðsins tekur ekki við eins og gjarnan gerist þegar stjórinn hverfur á braut, þar sem Alan Tate aðstoðarþjálfari hefur einnig lokið störfum sínum fyrir Leicester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×