HILI hefur starfsemi á Íslandi og ræður Sigurð Viðarsson sem framkvæmdastjóra
![Trond Eriksen, annar af stofnendum HILI, og Sigurður Viðarsson, nýr framkvæmdastjóri félagsins á Íslandi.](https://www.visir.is/i/BE7593BFC6AFAD77D927B33C0B2254048FF2722FD230C051DF7ACB163D055DBF_713x0.jpg)
Norskt fyrirtæki sem býður einstaklingum að selja hluta af eign sinni í fasteign til fjárfestingasjóðs ætlar að hasla sér völl hér á landi og hefur ráðið Sigurð Viðarsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Kviku banka, sem framkvæmdastjóra félagsins á Íslandi. Með miklum hækkunum á fasteignamarkaði hefur hreinn auður margra heimila aukist verulega en á sama tíma er hátt vaxtastig farið að valda sumum þeirra lausafjárerfiðleikum.