Fótbolti

Haraldur Árni á­fram með Grinda­vík

Siggeir Ævarsson skrifar
Haraldur Árni og Haukur Guðberg Einarsson þegar þeir handsöluðu ráðningarsamning Haralds í sumar
Haraldur Árni og Haukur Guðberg Einarsson þegar þeir handsöluðu ráðningarsamning Haralds í sumar Grindavík

Haraldur Árni Hróðmarsson verður áfram við stjórnvölinn hjá Grindavík í Lengjudeildinni en Haraldur tók við liðinu á miðju sumri í þröngri stöðu.

Grindavík var í 11. sæti Lengjudeildarinnar þegar Haraldur tók við starfinu af Brynjari Birni Gunnarssyni þann 4. júní og mætti færa rök fyrir því að hann hafi bjargað liðinu frá falli en Grindavík endaði í 9. sæti deildarinnar undir hans stjórn.

Þetta var frumraun Haralds sem aðalþjálfara en hann hafði áður verið aðstoðarþjálfari Vals þegar liðið varð Íslandsmeistari 2020 og aðstoðaði Jón Þór Hauksson með ÍA í Lengjudeildinni í fyrra.

Honum til aðstoðar verður Marko Valdimar Jankovic sem er einnig að framlengja sinn samning við Grindavík eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks og aðalþjálfari 2. flokks en það er eini yngri flokkur Grindavíkur sem er enn skráður til keppni í Íslandsmóti.

Fréttatilkynningu Knattspyrnudeildar Grindavíkur um málið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×