Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 17:04 Fjólubláir Úlfar fögnuðu frábærum sigri í Lundúnum í dag. Getty/Richard Heathcote Aston Villa hefur nú leikið sex leiki í röð, í öllum keppnum, án sigurs eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli á heimavelli við Crystal Palace í ensku úrvalsdelidinni. Fimm leikjum var að ljúka. Ismaila Sarr kom Palace yfir snemma gegn Villa en Ollie Watkins jafnaði metin á 36. mínútu. Yoeri Tielemans fékk svo kjörið tækifæri til að koma Villa yfir en Dean Henderson varði vítaspyrnu hans, og strax í næstu sókn komst Palace í 2-1 með marki Justin Devenny, rétt fyrir hálfleik. Ross Barkley jafnaði metin í 2-2 á 77. mínútu en þannig lauk leiknum og er Villa því með 19 stig líkt og Nottingham Forest í 6.-7. sæti. Palace er nú í þriðja neðsta sæti, fallsæti, með 8 stig. Cunha með tvennu gegn Fulham Matheus Cunha skoraði tvö marka Wolves og Joao Gomes og Goncalo Guedes eitt hvor, þegar liðið vann góðan 4-1 útisigur gegn Fulham. Alex Iwobi kom Fulham yfir á 20. mínútu en Cunha jafnaði metin fyrir hálfleik. Fulham er því með 18 stig í 9. sæti en Úlfarnir komu sér úr fallsæti og eru með níu stig, eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í síðasta leik fyrir landsleikjahléið sem var nú að ljúka. Everton nýtti ekki liðsmuninn Everton og Brentford gerðu markalaust jafntefli í Liverpool-borg. Heimamönnum tókst ekki að nýta sér það að vera manni fleiri allan seinni hálfleikinn, eftir að Daninn Christian Nörgaard var rekinn af velli á 41. mínútu. Everton er nú með 11 stig í 15. sæti en Brentford í 10. sæti með 17 stig. Arsenal vann góðan 3-0 sigur gegn Nottingham Forest sem lesa má um hér að neðan. Brighton í toppbaráttunni Loks vann Brighton 2-1 útisigur gegn Bournemouth en Joao Pedro kom Brighton yfir og lagði svo upp mark fyrir Kaoru Mitoma. David Brooks minnkaði muninn í uppbótartíma. Brighton er eftir sigurinn komið upp fyrir Forest í 3.-5. sæti deildarinnar, og er með 22 stig líkt og Chelsea og Arsenal, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Manchester City er með 23 stig í 2. sæti fyrir leikinn við Tottenham sem er að hefjast. Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Ismaila Sarr kom Palace yfir snemma gegn Villa en Ollie Watkins jafnaði metin á 36. mínútu. Yoeri Tielemans fékk svo kjörið tækifæri til að koma Villa yfir en Dean Henderson varði vítaspyrnu hans, og strax í næstu sókn komst Palace í 2-1 með marki Justin Devenny, rétt fyrir hálfleik. Ross Barkley jafnaði metin í 2-2 á 77. mínútu en þannig lauk leiknum og er Villa því með 19 stig líkt og Nottingham Forest í 6.-7. sæti. Palace er nú í þriðja neðsta sæti, fallsæti, með 8 stig. Cunha með tvennu gegn Fulham Matheus Cunha skoraði tvö marka Wolves og Joao Gomes og Goncalo Guedes eitt hvor, þegar liðið vann góðan 4-1 útisigur gegn Fulham. Alex Iwobi kom Fulham yfir á 20. mínútu en Cunha jafnaði metin fyrir hálfleik. Fulham er því með 18 stig í 9. sæti en Úlfarnir komu sér úr fallsæti og eru með níu stig, eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í síðasta leik fyrir landsleikjahléið sem var nú að ljúka. Everton nýtti ekki liðsmuninn Everton og Brentford gerðu markalaust jafntefli í Liverpool-borg. Heimamönnum tókst ekki að nýta sér það að vera manni fleiri allan seinni hálfleikinn, eftir að Daninn Christian Nörgaard var rekinn af velli á 41. mínútu. Everton er nú með 11 stig í 15. sæti en Brentford í 10. sæti með 17 stig. Arsenal vann góðan 3-0 sigur gegn Nottingham Forest sem lesa má um hér að neðan. Brighton í toppbaráttunni Loks vann Brighton 2-1 útisigur gegn Bournemouth en Joao Pedro kom Brighton yfir og lagði svo upp mark fyrir Kaoru Mitoma. David Brooks minnkaði muninn í uppbótartíma. Brighton er eftir sigurinn komið upp fyrir Forest í 3.-5. sæti deildarinnar, og er með 22 stig líkt og Chelsea og Arsenal, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Manchester City er með 23 stig í 2. sæti fyrir leikinn við Tottenham sem er að hefjast.
Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira