Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 17:04 Fjólubláir Úlfar fögnuðu frábærum sigri í Lundúnum í dag. Getty/Richard Heathcote Aston Villa hefur nú leikið sex leiki í röð, í öllum keppnum, án sigurs eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli á heimavelli við Crystal Palace í ensku úrvalsdelidinni. Fimm leikjum var að ljúka. Ismaila Sarr kom Palace yfir snemma gegn Villa en Ollie Watkins jafnaði metin á 36. mínútu. Yoeri Tielemans fékk svo kjörið tækifæri til að koma Villa yfir en Dean Henderson varði vítaspyrnu hans, og strax í næstu sókn komst Palace í 2-1 með marki Justin Devenny, rétt fyrir hálfleik. Ross Barkley jafnaði metin í 2-2 á 77. mínútu en þannig lauk leiknum og er Villa því með 19 stig líkt og Nottingham Forest í 6.-7. sæti. Palace er nú í þriðja neðsta sæti, fallsæti, með 8 stig. Cunha með tvennu gegn Fulham Matheus Cunha skoraði tvö marka Wolves og Joao Gomes og Goncalo Guedes eitt hvor, þegar liðið vann góðan 4-1 útisigur gegn Fulham. Alex Iwobi kom Fulham yfir á 20. mínútu en Cunha jafnaði metin fyrir hálfleik. Fulham er því með 18 stig í 9. sæti en Úlfarnir komu sér úr fallsæti og eru með níu stig, eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í síðasta leik fyrir landsleikjahléið sem var nú að ljúka. Everton nýtti ekki liðsmuninn Everton og Brentford gerðu markalaust jafntefli í Liverpool-borg. Heimamönnum tókst ekki að nýta sér það að vera manni fleiri allan seinni hálfleikinn, eftir að Daninn Christian Nörgaard var rekinn af velli á 41. mínútu. Everton er nú með 11 stig í 15. sæti en Brentford í 10. sæti með 17 stig. Arsenal vann góðan 3-0 sigur gegn Nottingham Forest sem lesa má um hér að neðan. Brighton í toppbaráttunni Loks vann Brighton 2-1 útisigur gegn Bournemouth en Joao Pedro kom Brighton yfir og lagði svo upp mark fyrir Kaoru Mitoma. David Brooks minnkaði muninn í uppbótartíma. Brighton er eftir sigurinn komið upp fyrir Forest í 3.-5. sæti deildarinnar, og er með 22 stig líkt og Chelsea og Arsenal, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Manchester City er með 23 stig í 2. sæti fyrir leikinn við Tottenham sem er að hefjast. Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira
Ismaila Sarr kom Palace yfir snemma gegn Villa en Ollie Watkins jafnaði metin á 36. mínútu. Yoeri Tielemans fékk svo kjörið tækifæri til að koma Villa yfir en Dean Henderson varði vítaspyrnu hans, og strax í næstu sókn komst Palace í 2-1 með marki Justin Devenny, rétt fyrir hálfleik. Ross Barkley jafnaði metin í 2-2 á 77. mínútu en þannig lauk leiknum og er Villa því með 19 stig líkt og Nottingham Forest í 6.-7. sæti. Palace er nú í þriðja neðsta sæti, fallsæti, með 8 stig. Cunha með tvennu gegn Fulham Matheus Cunha skoraði tvö marka Wolves og Joao Gomes og Goncalo Guedes eitt hvor, þegar liðið vann góðan 4-1 útisigur gegn Fulham. Alex Iwobi kom Fulham yfir á 20. mínútu en Cunha jafnaði metin fyrir hálfleik. Fulham er því með 18 stig í 9. sæti en Úlfarnir komu sér úr fallsæti og eru með níu stig, eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í síðasta leik fyrir landsleikjahléið sem var nú að ljúka. Everton nýtti ekki liðsmuninn Everton og Brentford gerðu markalaust jafntefli í Liverpool-borg. Heimamönnum tókst ekki að nýta sér það að vera manni fleiri allan seinni hálfleikinn, eftir að Daninn Christian Nörgaard var rekinn af velli á 41. mínútu. Everton er nú með 11 stig í 15. sæti en Brentford í 10. sæti með 17 stig. Arsenal vann góðan 3-0 sigur gegn Nottingham Forest sem lesa má um hér að neðan. Brighton í toppbaráttunni Loks vann Brighton 2-1 útisigur gegn Bournemouth en Joao Pedro kom Brighton yfir og lagði svo upp mark fyrir Kaoru Mitoma. David Brooks minnkaði muninn í uppbótartíma. Brighton er eftir sigurinn komið upp fyrir Forest í 3.-5. sæti deildarinnar, og er með 22 stig líkt og Chelsea og Arsenal, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Manchester City er með 23 stig í 2. sæti fyrir leikinn við Tottenham sem er að hefjast.
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira