Bíó og sjónvarp

Sjáðu Nínu Dögg sem Vig­dísi í fyrstu stiklunni

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona fer með hlutverk Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta í þáttunum.
Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona fer með hlutverk Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta í þáttunum.

Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins.

Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan en Klapptré birti stikluna á aðgangi sínum á Youtube. 

Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport. Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverkið sem Vigdís sjálf en Elín Hall, tónlistarkona og leikari, leikur Vigdísi á hennar yngri árum. 

Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir leikstýra en þættirnir fjalla um líf Vigdísar fram að forsetakosningunum 1980 þar sem hún bar sigur úr býtum og var fyrst kvenna kosinn forseti á heimsvísu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.