Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar 22. nóvember 2024 10:16 Ekki verður um það deilt að með því að versla í Rauðakrossbúðunum slærð þú tvær flugur í einu höggi, þú styrkir mannúðarverkefni Rauða krossins og tekur virkan þátt í endurnýtingu textíls sem dregur úr textílsóun. Endurnýting á fatnaði og textíl er mikilvægur liður í baráttunni gegn skaðlegum umhverfisáhrifum textíliðnaðarins, sem eru orðin áþreifanleg á heimsvísu. Á undanförnum árum hefur áhugi almennings á endurnýtingu fatnaðar og textíls aukist til muna. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt, þar sem fólk hefur áttað sig á því að kaupa notaðan fatnað er ekki neyðarúrræði heldur raunverulegur og fýsilegur valkostur. Í Rauðakrossbúðunum má finna einstakan og vandaðan fatnað á mun hagstæðara verði en því sem nýr fatnaður kostar. Notaður fatnaður er bæði hagkvæmur og skemmtilegur kostur fyrir þá sem hafa áhuga á að þróa með sér áhugaverðan og öðruvísi fatastíl. Eldri fatnaður er oft vandaður og litríkur og litlar líkur á að þú mætir mörgum á förnum vegi í eins flík. Opnun Rauðakrossverslunar í Kringlunni var mikilvægur áfangi og glöggt merki um að almenningur er opnari fyrir hugmyndinni um endurnýtingu. Til að draga enn frekar úr textílsóun er nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á innlenda endurnýtingu. Um leið þurfum við að vera meðvituð um kaup okkar og velja fatnað sem hægt verði að nota og endurnýta sem lengst. Fatasöfnun Rauða krossins gegnir mikilvægu hlutverki, bæði sem fjáröflunarverkefni fyrir mannúðarmál og sem hlekkur í hringrásarhagkerfinu. Þrátt fyrir breytingar vegna nýrra hringrásarlaga, sem fela sveitarfélögum ábyrgð á úrgangsmálum þ.m.t. textíl, ætlar Rauði krossinn að halda sinni fatasöfnun áfram óháð sveitarfélögum í nafni mannúðarmála og endurnýtingar. Tekið er við framlögum í söfnunarkassa sem staðsettir eru í Efstaleiti 9 og Skútuvogi 1 á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning fleiri söfnunargáma verður tilkynnt fljótlega. Þú getur haft mikil áhrif með því að taka þátt í þessari hringrás. Með því að endurnýta föt og textíl stuðlum við að sjálfbærari framtíð og sýnum að við metum bæði manneskjur og náttúruna. Það er á okkar ábyrgð að breyta hegðun okkar í þágu betri heims og vera jákvætt hreyfiafl í samfélaginu. Höfundur er teymisstjóri Fataverkefnis Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ekki verður um það deilt að með því að versla í Rauðakrossbúðunum slærð þú tvær flugur í einu höggi, þú styrkir mannúðarverkefni Rauða krossins og tekur virkan þátt í endurnýtingu textíls sem dregur úr textílsóun. Endurnýting á fatnaði og textíl er mikilvægur liður í baráttunni gegn skaðlegum umhverfisáhrifum textíliðnaðarins, sem eru orðin áþreifanleg á heimsvísu. Á undanförnum árum hefur áhugi almennings á endurnýtingu fatnaðar og textíls aukist til muna. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt, þar sem fólk hefur áttað sig á því að kaupa notaðan fatnað er ekki neyðarúrræði heldur raunverulegur og fýsilegur valkostur. Í Rauðakrossbúðunum má finna einstakan og vandaðan fatnað á mun hagstæðara verði en því sem nýr fatnaður kostar. Notaður fatnaður er bæði hagkvæmur og skemmtilegur kostur fyrir þá sem hafa áhuga á að þróa með sér áhugaverðan og öðruvísi fatastíl. Eldri fatnaður er oft vandaður og litríkur og litlar líkur á að þú mætir mörgum á förnum vegi í eins flík. Opnun Rauðakrossverslunar í Kringlunni var mikilvægur áfangi og glöggt merki um að almenningur er opnari fyrir hugmyndinni um endurnýtingu. Til að draga enn frekar úr textílsóun er nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á innlenda endurnýtingu. Um leið þurfum við að vera meðvituð um kaup okkar og velja fatnað sem hægt verði að nota og endurnýta sem lengst. Fatasöfnun Rauða krossins gegnir mikilvægu hlutverki, bæði sem fjáröflunarverkefni fyrir mannúðarmál og sem hlekkur í hringrásarhagkerfinu. Þrátt fyrir breytingar vegna nýrra hringrásarlaga, sem fela sveitarfélögum ábyrgð á úrgangsmálum þ.m.t. textíl, ætlar Rauði krossinn að halda sinni fatasöfnun áfram óháð sveitarfélögum í nafni mannúðarmála og endurnýtingar. Tekið er við framlögum í söfnunarkassa sem staðsettir eru í Efstaleiti 9 og Skútuvogi 1 á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning fleiri söfnunargáma verður tilkynnt fljótlega. Þú getur haft mikil áhrif með því að taka þátt í þessari hringrás. Með því að endurnýta föt og textíl stuðlum við að sjálfbærari framtíð og sýnum að við metum bæði manneskjur og náttúruna. Það er á okkar ábyrgð að breyta hegðun okkar í þágu betri heims og vera jákvætt hreyfiafl í samfélaginu. Höfundur er teymisstjóri Fataverkefnis Rauða krossins.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun