Íslenski boltinn

Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pablo Punyed sést hér í nákvæmri skoðun hjá rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.
Pablo Punyed sést hér í nákvæmri skoðun hjá rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. @uni_ice_sports

Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands gat komið með góðar fréttir af stöðunni á knattspyrnumanninum Pablo Punyed.

Pablo sleit krossband með Víkingum í sumar og missti af stórum hluta tímabilsins.

Pablo hefur unnið átta stóra titla á Íslandi en án hans misstu Víkingar, sem höfðu unnið fimm titla á þremur tímabilum, af báðum stóru titlinum í haust.

Víkingar töpuðu bikarúrslitaleiknum á móti KA og eru ekki bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 2018. Þeir misstu siðan Íslandsmeistaratitilinn til Blika eftir 3-0 tap á móti Breiðabliki í hreinum úrslitaleik um titilinn.

Pablo var sárt saknað en Víkingar geta aftur á móti glaðst yfir því að endurhæfing Pablo gengur vel.

Á samfélagsmiðlum rannsóknarstofunnar í íþrótta- og heilsufræði má sjá myndir af honum fara í gegnum alls konar mælingar.

„Aðalmarkmiðið var að skoða stöðuna á endurhæfingu Pablo og passa upp á það að hann verði klár fyrir næsta tímabil,“ sagði í færslunni.

„Hingað til er allt á réttri leið, þökk sé fagmennsku Pablo og góðrar vinnu Rúnars Pálmarssonar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×