Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2024 09:30 Elmar Gauti Halldórsson mætir Gabríel M. Róbertssyni á Icebox í kvöld. vísir/stöð 2 sport Hnefaleikaviðburðurinn Icebox verður haldinn í sjöunda sinn í kvöld. Herlegheitin fara fram í Kaplakrika og verða sýnd beint á Stöð 2 Sport. Skipuleggjandi Icebox lofar góðri skemmtun og mikilli sýningu. Icebox hefur fest sig í sessi sem íþróttaviðburður hér á landi og hann er alltaf að verða stærri. Sjö bardagar eru á dagskránni í kvöld auk tónlistaratriða. Bardagar kvöldsins Fyrsti bardagi hefst kl. 18:15 U15, 56 kg flokkur: Sigurbergur Jóhannsson (HR/WCBA) - Tristan S. Sigurðsson (HFH) U17/19, 86 kg flokkur: Yahya Ghazali (HFK) - Róbert S. Jónsson (HAK) U17, 66 kg flokkur: Artem Siurkov (Bogatýr) - Kormákur S. Jónsson (HFK) Hlé til 19:30. Bein útsending og opnunaratriði hefst 71 kg flokkur: Teitur Þór Ólafsson (HR/WBCA) - Daniel Rosa (Bogatýr) U19, 54 kg flokkur: Erika N. Einarsdóttir (HR/WCBA) - Hildur K. Loftsdóttir (HFH) 86 kg flokkur: Elmar G. Halldórsson (HR/WCBA) - Gabríel M. Róbertsson (Bogatýr) 67 kg flokkur: Hafþór Magnússon (HFH) - Ibrahim K. Jónsson (Bogatýr) „Algjörri sprengju,“ sagði Davíð Rúnar Bjarnason, skipuleggjandi Icebox, í samtali við Vísi, aðspurður við hverju áhorfendur megi búast í kvöld. „Það er alltaf skemmtilegast að vera á staðnum en útsendingin síðast var alveg sturluð þannig það má búast við því sama aftur. Þetta verður veisla. Bardagarnir eru mjög skemmtilegir og tónlistaratriðin risastór.“ Að sögn Davíðs verður Icebox í kvöld það stærsta til þessa. „Ég fór upp í hámarksáhorfendafjölda síðast og ég er að gera það aftur. Miðasala gengur rosalega vel og það má búast við fjölmenni og enn stærri sýningu. Ég er að gefa svolítið í þegar kemur að sýningunni,“ sagði Davíð en meðal þeirra sem troða upp í Kaplakrika í kvöld eru Floni og Herra hnetusmjör. Icebox er hugarfóstur Davíðs Rúnars Bjarnasonar.vísir/arnar Davíð kveðst stoltur af því að Ísland geti haldið hnefaleikaviðburð af þessari stærðargráðu. „Icebox er áhugamannahnefaleikaviðburður og eftir því sem ég kemst næst, stærsti staki áhugamannahnefaleikaviðburðurinn í Evrópu. Það er ekkert stakt kvöld í Evrópu af þessari stærðargráðu. Það eru kannski rétt tvö þúsund manns á einhverjum kvöldum í Bretlandi en litla Ísland er að fara vel yfir það þannig þetta er virkilega stórt og flott á allan hátt og gaman að eiga þetta og skipuleggja. Það er klikkað að sjá að Ísland geti þetta því það er klárlega áhugi fyrir þessu og hann eykst klárlega með hverjum viðburðinum,“ sagði Davíð. Hvað bardaga kvöldsins varðar segir Davíð vert að hafa augun á tveimur af stjörnum síðustu bardagakvölda, Eriku Nóttar Einarsdóttur og Elmars Gauta Halldórssonar. Þá ríki mikil spenna fyrir lokabardaga kvöldsins, milli Hafþórs Magnússonar og Ibrahims Kolbeins Jónssonar. Eriku Nótt Einarsdóttur er spáð mikilli velgengni í framtíðinni. Hún varð Norðurlandameistari fyrr á þessu ári.vísir/einar „Þetta eru andlit sem fólk er farið að þekkja. Það er einn kvennabardagi þar sem Erika Nótt mætir Hildi Kristínu. Þær voru liðsfélagar lengi vel og hafa mæst oft en eru að mætast aftur. Í bardaganum sem er þar á eftir er svo Elmar Gauti, sem allir sem fylgjast með boxi þekkja. Hann er í 75 kg flokki en er að keppa á móti strák sem er 86 kg [Gabríel M. Róbertsson]. Það verður áhugavert að sjá,“ sagði Davíð. „Aðalbardagi kvöldsins er eitthvað sem þeir sem eru í boxinu og þekkja vel til hafa beðið lengi eftir: Hafþór Magnússon á móti Ibrahim Kolbeini. Það verður sprengja,“ bætti Davíð við. Bein útsending frá Icebox hefst klukkan 19:30 í kvöld á Stöð 2 Sport. Box Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Icebox hefur fest sig í sessi sem íþróttaviðburður hér á landi og hann er alltaf að verða stærri. Sjö bardagar eru á dagskránni í kvöld auk tónlistaratriða. Bardagar kvöldsins Fyrsti bardagi hefst kl. 18:15 U15, 56 kg flokkur: Sigurbergur Jóhannsson (HR/WCBA) - Tristan S. Sigurðsson (HFH) U17/19, 86 kg flokkur: Yahya Ghazali (HFK) - Róbert S. Jónsson (HAK) U17, 66 kg flokkur: Artem Siurkov (Bogatýr) - Kormákur S. Jónsson (HFK) Hlé til 19:30. Bein útsending og opnunaratriði hefst 71 kg flokkur: Teitur Þór Ólafsson (HR/WBCA) - Daniel Rosa (Bogatýr) U19, 54 kg flokkur: Erika N. Einarsdóttir (HR/WCBA) - Hildur K. Loftsdóttir (HFH) 86 kg flokkur: Elmar G. Halldórsson (HR/WCBA) - Gabríel M. Róbertsson (Bogatýr) 67 kg flokkur: Hafþór Magnússon (HFH) - Ibrahim K. Jónsson (Bogatýr) „Algjörri sprengju,“ sagði Davíð Rúnar Bjarnason, skipuleggjandi Icebox, í samtali við Vísi, aðspurður við hverju áhorfendur megi búast í kvöld. „Það er alltaf skemmtilegast að vera á staðnum en útsendingin síðast var alveg sturluð þannig það má búast við því sama aftur. Þetta verður veisla. Bardagarnir eru mjög skemmtilegir og tónlistaratriðin risastór.“ Að sögn Davíðs verður Icebox í kvöld það stærsta til þessa. „Ég fór upp í hámarksáhorfendafjölda síðast og ég er að gera það aftur. Miðasala gengur rosalega vel og það má búast við fjölmenni og enn stærri sýningu. Ég er að gefa svolítið í þegar kemur að sýningunni,“ sagði Davíð en meðal þeirra sem troða upp í Kaplakrika í kvöld eru Floni og Herra hnetusmjör. Icebox er hugarfóstur Davíðs Rúnars Bjarnasonar.vísir/arnar Davíð kveðst stoltur af því að Ísland geti haldið hnefaleikaviðburð af þessari stærðargráðu. „Icebox er áhugamannahnefaleikaviðburður og eftir því sem ég kemst næst, stærsti staki áhugamannahnefaleikaviðburðurinn í Evrópu. Það er ekkert stakt kvöld í Evrópu af þessari stærðargráðu. Það eru kannski rétt tvö þúsund manns á einhverjum kvöldum í Bretlandi en litla Ísland er að fara vel yfir það þannig þetta er virkilega stórt og flott á allan hátt og gaman að eiga þetta og skipuleggja. Það er klikkað að sjá að Ísland geti þetta því það er klárlega áhugi fyrir þessu og hann eykst klárlega með hverjum viðburðinum,“ sagði Davíð. Hvað bardaga kvöldsins varðar segir Davíð vert að hafa augun á tveimur af stjörnum síðustu bardagakvölda, Eriku Nóttar Einarsdóttur og Elmars Gauta Halldórssonar. Þá ríki mikil spenna fyrir lokabardaga kvöldsins, milli Hafþórs Magnússonar og Ibrahims Kolbeins Jónssonar. Eriku Nótt Einarsdóttur er spáð mikilli velgengni í framtíðinni. Hún varð Norðurlandameistari fyrr á þessu ári.vísir/einar „Þetta eru andlit sem fólk er farið að þekkja. Það er einn kvennabardagi þar sem Erika Nótt mætir Hildi Kristínu. Þær voru liðsfélagar lengi vel og hafa mæst oft en eru að mætast aftur. Í bardaganum sem er þar á eftir er svo Elmar Gauti, sem allir sem fylgjast með boxi þekkja. Hann er í 75 kg flokki en er að keppa á móti strák sem er 86 kg [Gabríel M. Róbertsson]. Það verður áhugavert að sjá,“ sagði Davíð. „Aðalbardagi kvöldsins er eitthvað sem þeir sem eru í boxinu og þekkja vel til hafa beðið lengi eftir: Hafþór Magnússon á móti Ibrahim Kolbeini. Það verður sprengja,“ bætti Davíð við. Bein útsending frá Icebox hefst klukkan 19:30 í kvöld á Stöð 2 Sport.
Fyrsti bardagi hefst kl. 18:15 U15, 56 kg flokkur: Sigurbergur Jóhannsson (HR/WCBA) - Tristan S. Sigurðsson (HFH) U17/19, 86 kg flokkur: Yahya Ghazali (HFK) - Róbert S. Jónsson (HAK) U17, 66 kg flokkur: Artem Siurkov (Bogatýr) - Kormákur S. Jónsson (HFK) Hlé til 19:30. Bein útsending og opnunaratriði hefst 71 kg flokkur: Teitur Þór Ólafsson (HR/WBCA) - Daniel Rosa (Bogatýr) U19, 54 kg flokkur: Erika N. Einarsdóttir (HR/WCBA) - Hildur K. Loftsdóttir (HFH) 86 kg flokkur: Elmar G. Halldórsson (HR/WCBA) - Gabríel M. Róbertsson (Bogatýr) 67 kg flokkur: Hafþór Magnússon (HFH) - Ibrahim K. Jónsson (Bogatýr)
Box Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira