Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2024 12:13 Benjamín Netanjahú á þingi í Ísrael á mánudaginn. AP/Ohad Zwigenberg Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. Allir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Allir dómararnir þrír voru sammála um handtökuskipanirnar. Með þessu eru Netanjahú og hinir eftirlýstir víðsvegar um heiminn og mun þetta að líkindum einangra Ísraela enn frekar á alþjóðasviðinu. Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til þessara ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin, helstu bakhjarlar Ísrael, hafa ekki heldur skrifað undir sáttmálann. Þá hafa margir af leiðtogum Hamas verið felldir í árásum Ísraela á undanförnu ári. Farið var fram á handtökuskipanirnar fyrr á þessu ári og fordæmdi Netanjahú þá kröfu á sínum tíma. Það gerði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna einnig, auk leiðtoga Hamas-samtakanna. Í ákvörðun þriggja dómara ICC segir að talinn sé grunnur fyrir því að bæði Netanjahú og Gallant, hafi vísvitandi brotið á rétti íbúa Gasastrandarinnar frá því árásir Ísraela þar hófust í kjölfar árása Hamas-liða á Ísrael þann 7. október. Það eiga þeir að hafa gert með því að takmarka mannúðaraðstoð á Gasaströndinni og vegna ítrekaðra árása á óbreytta borgara á svæðinu. Markvissar árásir hafi verið gerðar á óbreytta borgara og eru þeir sakaðir um morð og að beita hungri sem vopni. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, segir að minnsta kosti 44 þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Tveir af þremur verið felldir Dómarar ICC hafa einnig gefið út handtökuskipun á hendur Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, sem gengur einnig undir nafninu „Deif“ og er hann sakaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Ísrael og Palestínu. Deif er einn af hernaðarleiðtogum Hamas og leiðir al-Qassam sveitirnar svokölluðu. Handtökuskipanir voru einnig samþykktar á hendur Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar, fyrrverandi leiðtogum Hamas-samtakanna, en þeir hafa báðir verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja að Deif sé einnig dáinn en það hefur ekki verið staðfest. Deif er sakaður um að bera ábyrgð á morðum, pyntingu, nauðgunum, gíslatökum og ýmsum öðrum glæpum. Ákærurnar eiga rætur að rekja til árásanna 7. október þar sem vígamenn Hamas og aðrir bönuðu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu og fluttu til Gasastrandarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Mongólía hunsar handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins Stjórnvöld í Mongólíu hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bjóða Vladimir Pútín Rússlandsforseta velkominn til landsins með heiðursverði, í stað þess að handtaka hann. 3. september 2024 07:33 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Allir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Allir dómararnir þrír voru sammála um handtökuskipanirnar. Með þessu eru Netanjahú og hinir eftirlýstir víðsvegar um heiminn og mun þetta að líkindum einangra Ísraela enn frekar á alþjóðasviðinu. Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til þessara ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin, helstu bakhjarlar Ísrael, hafa ekki heldur skrifað undir sáttmálann. Þá hafa margir af leiðtogum Hamas verið felldir í árásum Ísraela á undanförnu ári. Farið var fram á handtökuskipanirnar fyrr á þessu ári og fordæmdi Netanjahú þá kröfu á sínum tíma. Það gerði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna einnig, auk leiðtoga Hamas-samtakanna. Í ákvörðun þriggja dómara ICC segir að talinn sé grunnur fyrir því að bæði Netanjahú og Gallant, hafi vísvitandi brotið á rétti íbúa Gasastrandarinnar frá því árásir Ísraela þar hófust í kjölfar árása Hamas-liða á Ísrael þann 7. október. Það eiga þeir að hafa gert með því að takmarka mannúðaraðstoð á Gasaströndinni og vegna ítrekaðra árása á óbreytta borgara á svæðinu. Markvissar árásir hafi verið gerðar á óbreytta borgara og eru þeir sakaðir um morð og að beita hungri sem vopni. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, segir að minnsta kosti 44 þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Tveir af þremur verið felldir Dómarar ICC hafa einnig gefið út handtökuskipun á hendur Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, sem gengur einnig undir nafninu „Deif“ og er hann sakaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Ísrael og Palestínu. Deif er einn af hernaðarleiðtogum Hamas og leiðir al-Qassam sveitirnar svokölluðu. Handtökuskipanir voru einnig samþykktar á hendur Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar, fyrrverandi leiðtogum Hamas-samtakanna, en þeir hafa báðir verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja að Deif sé einnig dáinn en það hefur ekki verið staðfest. Deif er sakaður um að bera ábyrgð á morðum, pyntingu, nauðgunum, gíslatökum og ýmsum öðrum glæpum. Ákærurnar eiga rætur að rekja til árásanna 7. október þar sem vígamenn Hamas og aðrir bönuðu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu og fluttu til Gasastrandarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Mongólía hunsar handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins Stjórnvöld í Mongólíu hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bjóða Vladimir Pútín Rússlandsforseta velkominn til landsins með heiðursverði, í stað þess að handtaka hann. 3. september 2024 07:33 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Mongólía hunsar handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins Stjórnvöld í Mongólíu hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bjóða Vladimir Pútín Rússlandsforseta velkominn til landsins með heiðursverði, í stað þess að handtaka hann. 3. september 2024 07:33