Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2024 13:02 Marcus Rashford skellti sér á leik New York Knicks og Brooklyn Nets í Madison Square Garden í landsleikjahléinu. getty/Luke Hales Gary Neville hefur gagnrýnt Marcus Rashford og Casemiro, leikmenn Manchester United, fyrir að fara til Bandaríkjanna í landsleikjahléinu. Rashford og Casemiro voru ekki valdir í enska og brasilíska landsliðið og nýttu tækifærið og fóru til Bandaríkjanna í landsleikjahléinu. Rashford skellti sér meðal annars á leik í NBA á meðan Casemiro fór með fjölskylduna í Disney World í Orlando. Rúben Amorim er nýtekinn til starfa sem knattspyrnustjóri United og Neville hefði viljað sjá Rashford og Casemiro halda kyrru fyrir í Manchester í landsleikjahléinu. „Fagmennskan, að hugsa vel um líkamann og sjá til þess að þú sért sem best undirbúinn fyrir næstu æfingu er mikilvægt fyrir allar ákvarðanir sem þú tekur á meðan tímabilinu stendur,“ sagði Neville í hlaðvarpinu Stick to Football. „Hann [Rashford] þurfti að komast í burtu og hvíla sig með vinum sínum en þú horfir þá á áfangastaðinn, hversu lengi þarftu að fljúga, hver er tímamismunurinn, verðurðu flugþreyttur og stífur eftir tólf klukkutíma flug? Þetta snýr meira að Casemiro en Rashford. Ef hann væri í burtu með brasilíska landsliðinu í tíu daga myndum við segja að hann ætti í vandræðum um helgina. Þeir völdu þetta landsleikjahlé. Ef þú talar um litlu atriðin að vera eins faglegur og þú getur og eins undirbúinn fyrir æfingu á mánudaginn er þetta ekki besti staðurinn til að fara til.“ Ian Wright var ósammála gagnrýni Nevilles og sá ekkert athugavert við að Rashford og Casemiro hefðu farið til Bandaríkjanna. Þeir væru í frí og frjálst að gera það sem þeir vildu. United sækir nýliða Ipswich Town heim á sunnudaginn í fyrsta leiknum undir stjórn Amorims. Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Sjá meira
Rashford og Casemiro voru ekki valdir í enska og brasilíska landsliðið og nýttu tækifærið og fóru til Bandaríkjanna í landsleikjahléinu. Rashford skellti sér meðal annars á leik í NBA á meðan Casemiro fór með fjölskylduna í Disney World í Orlando. Rúben Amorim er nýtekinn til starfa sem knattspyrnustjóri United og Neville hefði viljað sjá Rashford og Casemiro halda kyrru fyrir í Manchester í landsleikjahléinu. „Fagmennskan, að hugsa vel um líkamann og sjá til þess að þú sért sem best undirbúinn fyrir næstu æfingu er mikilvægt fyrir allar ákvarðanir sem þú tekur á meðan tímabilinu stendur,“ sagði Neville í hlaðvarpinu Stick to Football. „Hann [Rashford] þurfti að komast í burtu og hvíla sig með vinum sínum en þú horfir þá á áfangastaðinn, hversu lengi þarftu að fljúga, hver er tímamismunurinn, verðurðu flugþreyttur og stífur eftir tólf klukkutíma flug? Þetta snýr meira að Casemiro en Rashford. Ef hann væri í burtu með brasilíska landsliðinu í tíu daga myndum við segja að hann ætti í vandræðum um helgina. Þeir völdu þetta landsleikjahlé. Ef þú talar um litlu atriðin að vera eins faglegur og þú getur og eins undirbúinn fyrir æfingu á mánudaginn er þetta ekki besti staðurinn til að fara til.“ Ian Wright var ósammála gagnrýni Nevilles og sá ekkert athugavert við að Rashford og Casemiro hefðu farið til Bandaríkjanna. Þeir væru í frí og frjálst að gera það sem þeir vildu. United sækir nýliða Ipswich Town heim á sunnudaginn í fyrsta leiknum undir stjórn Amorims.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Sjá meira