Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2024 17:15 Ruben Amorim þegar hann mætti í viðtal við MUTV stöðina á Old Trafford. Getty/Ash Donelon Rúben Amorim er tekinn við liði Manchester United en ólíkt forvera sínum þá fær hann ekki að kaupa leikmenn fyrir stórfé í næsta glugga. Eric ten Hag, sem United lét fara á dögunum, fékk að eyða 564 milljónum punda í nýja leikmenn á sínum tíma sem er það mesta hjá knattspyrnustjóra félagsins síðan að Sir Alex Ferguson réði ríkjum. Mörg af þessum kaupum Ten Hag hafa ollið miklum vonbrigðum og dýrir leikmenn komast varla í hópinn, hvað þá í liðið. Það þarf að bæta innkaupastefnu félagsins og því verður ekki anað út í nein kaup í janúar. ESPN hefur heimildir fyrir því að skilaboðin til Amorim frá eigendum United væru þau að hann þyrfti bara að ná því besta út úr þeim leikmönnum sem væru þegar hjá félaginu. Samkvæmt fyrrnefndum heimildarmönnum þá er lítill peningur til hjá United eins og við höfum reyndar séð í alls konar sparnaðaraðgerðum á síðustu mánuðum. Það eru breyttar áherslur og nú þarf Portúgalinn að framkalla svipuð kraftaverk og hann gerði hjá Sporting Lissabon. Sporting seldi leikmenn fyrir miklu hærri upphæð en þeir keyptu menn fyrir þessi sigursælu ár Amorim þar. Honum tókst að búa til fullt af stjörnum þar en það er vissulega nóg af stjörnum í herbúðum United. Vantar frekar bara að þeir nýti hæfileika sína inn á vellinum. Það styttist í fyrsta leik United undir stjórn Amorim sem er á móti Ipswich Town á Portman Road á sunnudaginn. Hinn 39 ára gamli Amorim fær ekki margar æfingar með öllu liðinu enda hafa margir verið uppteknir með landsliðum sínum. Liðið stóð sig vel undir stjórn Ruud van Nistelrooy og það er strax komin önnur ára í kringum liðið en þegar Ten Hag sat í stjórastólnum. Liðið er samt bara í þrettánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og því þarf mikið átak til að koma liðinu aftur í Meistaradeildarsæti. Amorim er því kominn í mjög krefjandi og pressumikið starf en það verða mörg augu á honum og liðinu í fyrstu leikjunum. Stuðningsmenn Manchester United geta aftur á móti hætt að láta sig dreyma um nýja og öfluga leikmenn í janúar. Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Eric ten Hag, sem United lét fara á dögunum, fékk að eyða 564 milljónum punda í nýja leikmenn á sínum tíma sem er það mesta hjá knattspyrnustjóra félagsins síðan að Sir Alex Ferguson réði ríkjum. Mörg af þessum kaupum Ten Hag hafa ollið miklum vonbrigðum og dýrir leikmenn komast varla í hópinn, hvað þá í liðið. Það þarf að bæta innkaupastefnu félagsins og því verður ekki anað út í nein kaup í janúar. ESPN hefur heimildir fyrir því að skilaboðin til Amorim frá eigendum United væru þau að hann þyrfti bara að ná því besta út úr þeim leikmönnum sem væru þegar hjá félaginu. Samkvæmt fyrrnefndum heimildarmönnum þá er lítill peningur til hjá United eins og við höfum reyndar séð í alls konar sparnaðaraðgerðum á síðustu mánuðum. Það eru breyttar áherslur og nú þarf Portúgalinn að framkalla svipuð kraftaverk og hann gerði hjá Sporting Lissabon. Sporting seldi leikmenn fyrir miklu hærri upphæð en þeir keyptu menn fyrir þessi sigursælu ár Amorim þar. Honum tókst að búa til fullt af stjörnum þar en það er vissulega nóg af stjörnum í herbúðum United. Vantar frekar bara að þeir nýti hæfileika sína inn á vellinum. Það styttist í fyrsta leik United undir stjórn Amorim sem er á móti Ipswich Town á Portman Road á sunnudaginn. Hinn 39 ára gamli Amorim fær ekki margar æfingar með öllu liðinu enda hafa margir verið uppteknir með landsliðum sínum. Liðið stóð sig vel undir stjórn Ruud van Nistelrooy og það er strax komin önnur ára í kringum liðið en þegar Ten Hag sat í stjórastólnum. Liðið er samt bara í þrettánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og því þarf mikið átak til að koma liðinu aftur í Meistaradeildarsæti. Amorim er því kominn í mjög krefjandi og pressumikið starf en það verða mörg augu á honum og liðinu í fyrstu leikjunum. Stuðningsmenn Manchester United geta aftur á móti hætt að láta sig dreyma um nýja og öfluga leikmenn í janúar.
Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira