Körfubolti

Celtics stöðvaði fimm­tán leikja sigur­göngu Cavs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jayson Tatum hnyklar vöðvana.
Jayson Tatum hnyklar vöðvana. getty/Winslow Townson

Eftir að hafa unnið fyrstu fimmtán leiki sína tapaði Cleveland Cavaliers sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið sótti Boston Celtics heim í nótt. Meistararnir unnu 120-117 sigur.

Cavs sigraði Charlotte Hornets á sunnudaginn og varð þar með fjórða liðið í sögu NBA til að vinna fyrstu fimmtán leiki sína á tímabili.

Stærsta próf tímabilsins beið Cavs í nótt þegar liðið mætti í TD Garden, á heimavöll meistara Celtics. Cavs var sautján stigum yfir í hálfleik, 65-48, en Celtics sneri dæminu sér í vil í seinni hálfleik og landaði þriggja stiga sigri, 120-117.

Jayson Tatum skoraði 33 stig fyrir Boston, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Al Horford skoraði tuttugu stig og Derrick White nítján. Sex leikmenn Celtics skoruðu ellefu stig eða meira í leiknum og liðið var með 53,7 prósent þriggja stiga nýtingu.

Donovan Mitchell var stigahæstur í liði Cleveland með 35 stig. Evan Mobley skoraði 22 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Cavs er enn á toppi Austurdeildarinnar en Celtics er í 2. sæti með tólf sigra og þrjú töp.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×