Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2024 07:30 Lárus Orri Sigurðsson er á því að þetta sé komið gott hjá Åge Hareide og að hann eigi að hætta með íslenska landsliðið. Getty/Catherine Ivill/S2 Sport Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, sérfræðingar Stöðvar 2 Sports, voru ekki sammála í gær þegar kom að umræðunni um þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins og hvort að Åge Hareide eigi að halda áfram sem þjálfari liðsins. Albert Brynjar er mikill Åge maður og vill halda Norðmanninum í starfi en Lárus telur að þetta sé komið gott hjá Hareide. Lárus hélt mikla eldræðu um þjálfaramál landsliðsins. „Þú ert Þorvaldur Örlygsson. Rífur þú í gikkinn eða fær hann áframhaldandi samning,“ spurði Stefán Árni Pálsson og beindi orðum sínum til Lárusar. Fínn tímapunktur núna til að skipta „Ég held að það sé fínn tímapunktur núna til að skipta um landsliðsþjálfara. Ég held að við eigum að þakka honum fyrir þennan tíma. Hann kemur inn á mjög erfiðum tíma og er búinn að vera með okkur í eitt og hálft ár. Ég held að við eigum að þakka honum kærlega fyrir og finna einhvern annan sem er tilbúinn til að koma inn í þetta,“ sagði Lárus Orri. „Einhvern með kraft og einhvern með ástríðu fyrir þessu. Mér hefur fundist það svolítið vanta frá honum. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með þessu frá því að hann kom. Ég hef verið í þessum útsendingum í öllum leikjunum hans,“ sagði Lárus. Þetta er allt of sumt „Hann er búinn að vera með liðið í sextán leikjum og það eru fimm sigrar. Tveir af þeim á móti Svartfjallalandi, einn á móti Ísrael og einn á móti Bosníu þar sem við lágum til baka í næstum því 90 mínútur á Laugardalsvelli og náðum í sigur. Flottur sigur. Svo einn á móti Liechtenstein. Þetta er allt of sumt,“ sagði Lárus „Hann fékk tækifæri. Hann fékk dauðasjens að koma okkur á lokamót. Tvo leiki. Einn á móti Ísrael sem voru vægast sagt slakir á móti okkur. Það var leikur sem við vorum í pínu ströggli með,“ sagði Lárus og fór aðeins yfir þann leik. „Svo förum við á móti Úkraínu og hugsanlega er hægt að segja það að Úkraína hafi verið með betra lið en við þar. Þar er hann með einn leik til að koma okkur á lokamót. Það tekst ekki,“ sagði Lárus. Ekki á svæðinu „Eftir þetta allt saman þá skilur hann okkur eftir að við erum að fara í umspil um að halda okkur uppi í B-deild,“ sagði Lárus. „Svo getum við farið út í allt saman hvað mér finnst um hann. Alla fundina sem hann heldur. Við getum farið út í umræðuna um að hann sé ekki á svæðinu,“ sagði Lárus sem hefur gagnrýnt mikið fjarfundi Hareide sem kemur sjaldnast til Íslands til að kynna landsliðshópa sína. „Ef við tökum bara heildarpakkann yfir þetta allt saman þá held ég að þetta sé bara fínn tími. Hann kom inn á erfiðum tíma og það þurfti einhvern reyndan þjálfara sem fengi smá frið. Hann fékk frið,“ sagði Lárus. Með mjög spennandi lið „Við erum með mjög spennandi lið í höndunum núna og við þurfum einhvern ferskan þjálfara inn með mikla ástríðu fyrir þessu. Við erum með hann klárann,“ sagði Lárus. „Hver er það,“ spurði Stefán Árni. „Ég myndi vilja sjá Arnar [Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga] taka við þessu,“ sagði Lárus. Það má sjá alla eldræðu hans hér fyrir neðan. Klippa: Eldræða Lárusar Orra um þjálfaramál landsliðsins Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Albert Brynjar er mikill Åge maður og vill halda Norðmanninum í starfi en Lárus telur að þetta sé komið gott hjá Hareide. Lárus hélt mikla eldræðu um þjálfaramál landsliðsins. „Þú ert Þorvaldur Örlygsson. Rífur þú í gikkinn eða fær hann áframhaldandi samning,“ spurði Stefán Árni Pálsson og beindi orðum sínum til Lárusar. Fínn tímapunktur núna til að skipta „Ég held að það sé fínn tímapunktur núna til að skipta um landsliðsþjálfara. Ég held að við eigum að þakka honum fyrir þennan tíma. Hann kemur inn á mjög erfiðum tíma og er búinn að vera með okkur í eitt og hálft ár. Ég held að við eigum að þakka honum kærlega fyrir og finna einhvern annan sem er tilbúinn til að koma inn í þetta,“ sagði Lárus Orri. „Einhvern með kraft og einhvern með ástríðu fyrir þessu. Mér hefur fundist það svolítið vanta frá honum. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með þessu frá því að hann kom. Ég hef verið í þessum útsendingum í öllum leikjunum hans,“ sagði Lárus. Þetta er allt of sumt „Hann er búinn að vera með liðið í sextán leikjum og það eru fimm sigrar. Tveir af þeim á móti Svartfjallalandi, einn á móti Ísrael og einn á móti Bosníu þar sem við lágum til baka í næstum því 90 mínútur á Laugardalsvelli og náðum í sigur. Flottur sigur. Svo einn á móti Liechtenstein. Þetta er allt of sumt,“ sagði Lárus „Hann fékk tækifæri. Hann fékk dauðasjens að koma okkur á lokamót. Tvo leiki. Einn á móti Ísrael sem voru vægast sagt slakir á móti okkur. Það var leikur sem við vorum í pínu ströggli með,“ sagði Lárus og fór aðeins yfir þann leik. „Svo förum við á móti Úkraínu og hugsanlega er hægt að segja það að Úkraína hafi verið með betra lið en við þar. Þar er hann með einn leik til að koma okkur á lokamót. Það tekst ekki,“ sagði Lárus. Ekki á svæðinu „Eftir þetta allt saman þá skilur hann okkur eftir að við erum að fara í umspil um að halda okkur uppi í B-deild,“ sagði Lárus. „Svo getum við farið út í allt saman hvað mér finnst um hann. Alla fundina sem hann heldur. Við getum farið út í umræðuna um að hann sé ekki á svæðinu,“ sagði Lárus sem hefur gagnrýnt mikið fjarfundi Hareide sem kemur sjaldnast til Íslands til að kynna landsliðshópa sína. „Ef við tökum bara heildarpakkann yfir þetta allt saman þá held ég að þetta sé bara fínn tími. Hann kom inn á erfiðum tíma og það þurfti einhvern reyndan þjálfara sem fengi smá frið. Hann fékk frið,“ sagði Lárus. Með mjög spennandi lið „Við erum með mjög spennandi lið í höndunum núna og við þurfum einhvern ferskan þjálfara inn með mikla ástríðu fyrir þessu. Við erum með hann klárann,“ sagði Lárus. „Hver er það,“ spurði Stefán Árni. „Ég myndi vilja sjá Arnar [Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga] taka við þessu,“ sagði Lárus. Það má sjá alla eldræðu hans hér fyrir neðan. Klippa: Eldræða Lárusar Orra um þjálfaramál landsliðsins
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira