Dómarinn fluttur í burtu á börum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 20:02 Mitch Dunning lá sárþjáður á eftir á ísnum í leik Colorado Avalanche og Philadelphia Flyers. Getty/Gregory Fisher Dómari í bandaríska íshokkíinu slasaðist illa í leik í NHL-deildinni í vikunni. Dómarinn heitir Mitch Dunning og var dómari í leik Philadelphia Flyers og Colorado Avalanche sem fór fram í Wells Fargo Center. Slysið varð eftir aðeins sex mínútna leik. Það gengur oft mikið á á ísnum og þá er eins gott að passa sig. Dómarinn var þarna að skauta aftur á bak til að fylgjast með því sem var að gerast í leiknum. Þegar hann var í kringum miðlínuna þá lenti hann í mjög slæmu samstuði við Avalanche leikmanninn Josh Manson. Manson sjálfur var að horfa á pökkinn og tók ekki eftir dómaranum. Dunning lá hreyfingalaus eftir og var sárþjáður. Leikmaðurinn er auðvitað mikið betur varinn heldur en dómarinn sem er bara með hjálm. Menn óttuðist strax um mænuskaða því dómarinn kvartaði undan verk í hálsi. Eftir langa meðferð á ísnum var dómarinn síðan fluttur í burtu á börum og á sjúkrahús. Það var mjög hljótt í höllinni þegar Dunning var tekinn í burtu á börum enda óttuðust margir hið versta. Dunning er 32 ára gamall kanadískur dómari en hann gat í fyrstu ekki hreyft hendurnar. Í þriðja leikhluta fréttist að honum liði betur, væri með fulla meðvitund og gæti nú hreyft alla hluti líkamans. Colorado vann leikinn á endanum 3-2 eftir tvo lagleg mörk frá stórstjörnunni Cale Makar. NHL referee Mitch Dunning communicative, can move extremities following violent collision https://t.co/0eUAZmI8Nf— The Associated Press (@AP) November 19, 2024 Íshokkí Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira
Dómarinn heitir Mitch Dunning og var dómari í leik Philadelphia Flyers og Colorado Avalanche sem fór fram í Wells Fargo Center. Slysið varð eftir aðeins sex mínútna leik. Það gengur oft mikið á á ísnum og þá er eins gott að passa sig. Dómarinn var þarna að skauta aftur á bak til að fylgjast með því sem var að gerast í leiknum. Þegar hann var í kringum miðlínuna þá lenti hann í mjög slæmu samstuði við Avalanche leikmanninn Josh Manson. Manson sjálfur var að horfa á pökkinn og tók ekki eftir dómaranum. Dunning lá hreyfingalaus eftir og var sárþjáður. Leikmaðurinn er auðvitað mikið betur varinn heldur en dómarinn sem er bara með hjálm. Menn óttuðist strax um mænuskaða því dómarinn kvartaði undan verk í hálsi. Eftir langa meðferð á ísnum var dómarinn síðan fluttur í burtu á börum og á sjúkrahús. Það var mjög hljótt í höllinni þegar Dunning var tekinn í burtu á börum enda óttuðust margir hið versta. Dunning er 32 ára gamall kanadískur dómari en hann gat í fyrstu ekki hreyft hendurnar. Í þriðja leikhluta fréttist að honum liði betur, væri með fulla meðvitund og gæti nú hreyft alla hluti líkamans. Colorado vann leikinn á endanum 3-2 eftir tvo lagleg mörk frá stórstjörnunni Cale Makar. NHL referee Mitch Dunning communicative, can move extremities following violent collision https://t.co/0eUAZmI8Nf— The Associated Press (@AP) November 19, 2024
Íshokkí Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira