Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 14:46 Íslenska landsliðið endar í 2. eða 3. sæti síns riðils í B-deild Þjóðadeildar en samkvæmt reglum UEFA er dýrmætara að vinna riðil í D-deild, varðandi að komast í HM-umspilið. Getty/Filip Filipovic Þrátt fyrir að hafa spilað í D-deild Þjóðadeildarinnar er San Marínó nær því en Ísland að komast varaleiðina inn í umspilið um sæti á HM í Norður-Ameríku 2026. Riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA lýkur í kvöld, þegar Ísland mætir Wales í Cardiff. Keppnin virkar einnig sem varaleið inn í HM-umspilið en Ísland á ekki lengur raunhæfa möguleika á að fara þá leið. Aðeins fjögur sæti eru í boði í HM-umspilinu, í gegnum Þjóðadeildina, og samkvæmt ákvörðun UEFA þá skiptir meira máli fyrir lið að vinna sinn riðil, burtséð frá því í hvaða deild þau spila, en að enda ofarlega í heildarstöðutöflunni. Þó að Ísland vinni Wales í kvöld og endi í 2. sæti síns riðils í B-deild er það sem sagt hærra metið hjá UEFA að vinna sinn riðil í D-deild, eins og San Marínó tókst að gera með tveimur sigrum gegn Liechtenstein - sínum fyrstu alvöru sigrum í sögunni. SAN MARINO FINISH FIRST IN THE UEFA NATIONS LEAGUE D GROUP 1 AND HAVE SECURED PROMOTION!! 🇸🇲ANOTHER WIN VS. LIECHTENSTEIN AND THEIR FIRST THREE-GOAL GAME IN HISTORY!WHAT A MOMENT FOR THE 210TH RANKED TEAM IN FIFA 👏 pic.twitter.com/GnDxyQrJT6— ESPN FC (@ESPNFC) November 18, 2024 Undankeppni HM 2026 hefst á næsta ári og verður spilað í tólf 4-5 liða riðlum. Sigurlið hvers riðils kemst beint á HM en liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir bætast svo við fjögur lið í umspilið, út frá árangri í Þjóðadeildinni. Það verða lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en urðu ekki í 1.-2. sæti í sínum riðli í undankeppni HM. Einu liðin sem eru nú þegar örugg um að minnsta kosti sæti í umspili eru því liðin fjögur sem unnu sinn riðil í A-deild; Portúgal, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Hins vegar má slá því föstu að þau endi jafnframt í 1.-2. sæti síns riðils í undankeppninni og þá verður horft til sigurvegara riðlanna í B-deild, því næst C-deild og loks í D-deild ef þess þarf. Þessi lið hafa því, ásamt fleirum, forgang fram yfir Ísland um sætin fjögur í HM-umspili sem fást í gegnum Þjóðadeildina: Sigurlið í A-deild: Portúgal, Frakkland, Þýskaland, Spánn. Sigurlið í B-deild: (Tékkland/Georg/Albanía, ræðst í dag), England, Noregur, Tyrkland. Sigurlið í C-deild: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland, Norður-Makedónía. Sigurlið í D-deild: San Marínó, Moldóva. Leið Ísland inn á HM felst því í því að vinna sinn riðil í undankeppninni á næsta ári, eða þá að ná 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni og komast áfram í gegnum umspilið sem fram fer í mars 2026. Dregið verður í undankeppni HM 13. desember. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA lýkur í kvöld, þegar Ísland mætir Wales í Cardiff. Keppnin virkar einnig sem varaleið inn í HM-umspilið en Ísland á ekki lengur raunhæfa möguleika á að fara þá leið. Aðeins fjögur sæti eru í boði í HM-umspilinu, í gegnum Þjóðadeildina, og samkvæmt ákvörðun UEFA þá skiptir meira máli fyrir lið að vinna sinn riðil, burtséð frá því í hvaða deild þau spila, en að enda ofarlega í heildarstöðutöflunni. Þó að Ísland vinni Wales í kvöld og endi í 2. sæti síns riðils í B-deild er það sem sagt hærra metið hjá UEFA að vinna sinn riðil í D-deild, eins og San Marínó tókst að gera með tveimur sigrum gegn Liechtenstein - sínum fyrstu alvöru sigrum í sögunni. SAN MARINO FINISH FIRST IN THE UEFA NATIONS LEAGUE D GROUP 1 AND HAVE SECURED PROMOTION!! 🇸🇲ANOTHER WIN VS. LIECHTENSTEIN AND THEIR FIRST THREE-GOAL GAME IN HISTORY!WHAT A MOMENT FOR THE 210TH RANKED TEAM IN FIFA 👏 pic.twitter.com/GnDxyQrJT6— ESPN FC (@ESPNFC) November 18, 2024 Undankeppni HM 2026 hefst á næsta ári og verður spilað í tólf 4-5 liða riðlum. Sigurlið hvers riðils kemst beint á HM en liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir bætast svo við fjögur lið í umspilið, út frá árangri í Þjóðadeildinni. Það verða lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en urðu ekki í 1.-2. sæti í sínum riðli í undankeppni HM. Einu liðin sem eru nú þegar örugg um að minnsta kosti sæti í umspili eru því liðin fjögur sem unnu sinn riðil í A-deild; Portúgal, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Hins vegar má slá því föstu að þau endi jafnframt í 1.-2. sæti síns riðils í undankeppninni og þá verður horft til sigurvegara riðlanna í B-deild, því næst C-deild og loks í D-deild ef þess þarf. Þessi lið hafa því, ásamt fleirum, forgang fram yfir Ísland um sætin fjögur í HM-umspili sem fást í gegnum Þjóðadeildina: Sigurlið í A-deild: Portúgal, Frakkland, Þýskaland, Spánn. Sigurlið í B-deild: (Tékkland/Georg/Albanía, ræðst í dag), England, Noregur, Tyrkland. Sigurlið í C-deild: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland, Norður-Makedónía. Sigurlið í D-deild: San Marínó, Moldóva. Leið Ísland inn á HM felst því í því að vinna sinn riðil í undankeppninni á næsta ári, eða þá að ná 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni og komast áfram í gegnum umspilið sem fram fer í mars 2026. Dregið verður í undankeppni HM 13. desember.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira