Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 11:16 Því hefur löngum verið haldið fram að íslenska krónan sé bráðnauðsynlegt tól í baráttunni gegn verðbólgu og vondum afleiðingum hennar. Með því að hafa hana getum við hækkað vexti upp úr öllu valdi þegar illa árar og kælt hagkerfið niður á viðráðanlegt stig. Gallinn er þó sá að þau vandarhögg lenda aðeins á hluta þjóðarinnar og fyrirtækjum sem hér starfa. Við sem erum skuldlaus og stærri fyrirtæki í útflutningi sleppum hins vegar algjörlega við þjáningarfull svipuhöggin enda þótt verðbólgan sé ekki síður af okkar völdum. Njótum jafnvel hækkandi vaxta í ríkum mæli svo ekki sé talað um fyrirtækin sem fá leyfi til að færa allt sitt í stærri gjaldmiðlum nýta sér þjónustu erlendra banka sem bjóða alltaf sömu lágu vextina. Þannig er krónan okkar notuð til að lemja á unga fólkinu ásamt minni og meðalstórum fyrirtækjum sem eru læst inni í krónuhagkerfinu. Úr verða tveir hópar á okkar kæra landi og þar á meðal unga fólkið sem situr alltaf í súpunni með vaxtavöndinn sífellt lemjandi á bökum sér þegar þau í örvæntingu reyna að koma yfir sig þaki. Á sama tíma sleppum við hin skuldlausu við vaxtavöndinn og brosum sum hver góðlátlega að þeirri barnalegu trú að krónan sé bæði til marks um sjálfstæði þjóðarinnar og björgunartæki þegar á mót blæs. Samt sem áður er ekki vitað um nokkurt einasta íslenskt fyrirtæki, sem nýtir sér kosti stærri gjaldmiðla í rekstri sínum, sem kærir sig um að færa sig aftur yfir í krónuhagkerfið. Slík fyrirtæki væru tæpast talin með öllum mjalla enda lifa þau við mun betri aðstæður hvað varðar lánskjör til uppbyggingar og rekstur frá degi til dags. Þetta ætti að vera umfjöllunefni allra stjórnmálamanna okkar nú fyrir kosningar þegar þeir eru að ræða við háttvirta kjósendur. En um þessa hrikalegu mismunun þegja þeir flestir þunnu hljóði. Láta eins og krónan sé ósnertanleg og hluti þjóðarinnar verði bara að þjást hennar vegna. Hún er og verði táknmynd sjálfstæðrar þjóðar ásamt því að vera refsivöndur gagnvart hluta sömu þjóðar. Það sem vekur þó enn meiri furðu er að unga fólkið skuli ekki rísa upp og krefjast þess nú í kosningabaráttunni að fá skýr svör um að þessu verði breytt og tekin upp alþjóðlegur gjaldmiðill sem gildir fyrir alla landsmenn en ekki bara útvalinn hóp. Á meðan það er ekki gert verður unga fólk nútímans og framtíðarinnar áfram í þessari spennitreyju krónunnar enda þótt þetta sé allt einasta kerfisvandi sem auðveldlega er hægt að færa til betri vegar ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Ljóst er að slíkur vilji nær því aðeins fram að ganga að unga fólkið sjálft rísi upp og krefjist réttlætis í þessu þýðingarmikla málefni. Nú er mikið talað um hvað ungt fólk á framhaldsskólastigi glími við víðtæk og alvarleg félagsleg og geðræn vandamál. Stjórnmálamenn taka undir það og segjast vilja gera allt til að bæta úr. En þegar þetta sama unga fólk fer að stofna heimili fær það fyrst að finna til tevatnsins og því harðlega refsað fyrir verðbólgu sem það á enga sök á. Þá þegja þessir sömu stjórnmálamenn og þykjast ekkert geta gert, þetta sé bara svona! Því segi ég fjörgamall maðurinn: Rís upp unga Ísland og krefjist réttar ykkar. Eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Því hefur löngum verið haldið fram að íslenska krónan sé bráðnauðsynlegt tól í baráttunni gegn verðbólgu og vondum afleiðingum hennar. Með því að hafa hana getum við hækkað vexti upp úr öllu valdi þegar illa árar og kælt hagkerfið niður á viðráðanlegt stig. Gallinn er þó sá að þau vandarhögg lenda aðeins á hluta þjóðarinnar og fyrirtækjum sem hér starfa. Við sem erum skuldlaus og stærri fyrirtæki í útflutningi sleppum hins vegar algjörlega við þjáningarfull svipuhöggin enda þótt verðbólgan sé ekki síður af okkar völdum. Njótum jafnvel hækkandi vaxta í ríkum mæli svo ekki sé talað um fyrirtækin sem fá leyfi til að færa allt sitt í stærri gjaldmiðlum nýta sér þjónustu erlendra banka sem bjóða alltaf sömu lágu vextina. Þannig er krónan okkar notuð til að lemja á unga fólkinu ásamt minni og meðalstórum fyrirtækjum sem eru læst inni í krónuhagkerfinu. Úr verða tveir hópar á okkar kæra landi og þar á meðal unga fólkið sem situr alltaf í súpunni með vaxtavöndinn sífellt lemjandi á bökum sér þegar þau í örvæntingu reyna að koma yfir sig þaki. Á sama tíma sleppum við hin skuldlausu við vaxtavöndinn og brosum sum hver góðlátlega að þeirri barnalegu trú að krónan sé bæði til marks um sjálfstæði þjóðarinnar og björgunartæki þegar á mót blæs. Samt sem áður er ekki vitað um nokkurt einasta íslenskt fyrirtæki, sem nýtir sér kosti stærri gjaldmiðla í rekstri sínum, sem kærir sig um að færa sig aftur yfir í krónuhagkerfið. Slík fyrirtæki væru tæpast talin með öllum mjalla enda lifa þau við mun betri aðstæður hvað varðar lánskjör til uppbyggingar og rekstur frá degi til dags. Þetta ætti að vera umfjöllunefni allra stjórnmálamanna okkar nú fyrir kosningar þegar þeir eru að ræða við háttvirta kjósendur. En um þessa hrikalegu mismunun þegja þeir flestir þunnu hljóði. Láta eins og krónan sé ósnertanleg og hluti þjóðarinnar verði bara að þjást hennar vegna. Hún er og verði táknmynd sjálfstæðrar þjóðar ásamt því að vera refsivöndur gagnvart hluta sömu þjóðar. Það sem vekur þó enn meiri furðu er að unga fólkið skuli ekki rísa upp og krefjast þess nú í kosningabaráttunni að fá skýr svör um að þessu verði breytt og tekin upp alþjóðlegur gjaldmiðill sem gildir fyrir alla landsmenn en ekki bara útvalinn hóp. Á meðan það er ekki gert verður unga fólk nútímans og framtíðarinnar áfram í þessari spennitreyju krónunnar enda þótt þetta sé allt einasta kerfisvandi sem auðveldlega er hægt að færa til betri vegar ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Ljóst er að slíkur vilji nær því aðeins fram að ganga að unga fólkið sjálft rísi upp og krefjist réttlætis í þessu þýðingarmikla málefni. Nú er mikið talað um hvað ungt fólk á framhaldsskólastigi glími við víðtæk og alvarleg félagsleg og geðræn vandamál. Stjórnmálamenn taka undir það og segjast vilja gera allt til að bæta úr. En þegar þetta sama unga fólk fer að stofna heimili fær það fyrst að finna til tevatnsins og því harðlega refsað fyrir verðbólgu sem það á enga sök á. Þá þegja þessir sömu stjórnmálamenn og þykjast ekkert geta gert, þetta sé bara svona! Því segi ég fjörgamall maðurinn: Rís upp unga Ísland og krefjist réttar ykkar. Eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun