Wayne Rooney er knattspyrnustjóri enska B-deildarfélagsins og með liðinu spilar íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson.
Breska ríkisútvarpið segir frá því að tökur séu þegar hafnar á þáttunum.
Rooney tók við enska félaginu í maí og í fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins er Plymouth með fjóra sigra, fjögur jafntefli og sjö töp. Það skilar liðinu þó bara átjánda sæti í deildinni.
Guðlaugur Victor kom á frjálsri sölu í maí en hefur aðeins byrjað fjóra leiki af fimmtán.
Það er enn ekki komið á hreint hvar þættirnir verða sýndir eða hvenær þeir verða á dagskrá.
Það er enn ein viðbótin við þætti um bresk fótboltafélög. Disney+ sýnir „Welcome to Wrexham“, Netflix hefur fylgt Sunderland í nokkur tímabil í þáttunum „Sunderland 'Til I Die“ og þá hefur Amazon Prime fylgt eftir ensku úrvalsdeildarfélögunum Manchester City, Tottenham og Arsenal í þáttunum „All or Nothing“.
Coleen Rooney has entered the 'I'm a Celebrity...' jungle... and now Wayne is set for the screen too! 🎥
— BBC Sport (@BBCSport) November 18, 2024
Filming has begun on a behind the scenes documentary at Plymouth Argyle.#BBCFootball pic.twitter.com/WT3BhWdglH