Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2024 11:03 Åge Hareide stýrir Íslandi í mikilvægum leik gegn Wales í Þjóðadeildinni í kvöld vísir/Anton Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands segir frammistöðu sinna manna í fyrri leik liðanna gefa þeim sjálfstraust komandi inn í leik kvöldsins. Fyrri leik liðanna í Reykjavík lauk með 2-2 jafntefli eftir að íslenska liðið hafði lent tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik. Wales hefur ekki tapað leik í Þjóðadeildinni á þessu tímabili og hefur fengið góða byrjun undir stjórn Craig Bellamy. Hareide hefur trú á því að fyrsta tap Walesverjanna komi í kvöld. „Fyrri leikur þessara liða í Reykjavík var mjög áhugaverður. Leikur tveggja ólíkra hálfleikja. Við vorum tveimur mörkum undir í hálfleik og vinnum okkur aftur inn í leikinn og náðum jafntefli. Við spiluðum mjög vel á móti þeim. Brugðumst rétt við í hálfleik og hefðum í raun átt að vinna leikinn. Ég hugsa að sú frammistaða gefi okkur sjálfstraust komandi inn í þennan leik. Það að við skyldum hafa skapað svona mörg færi á móti þeim. Wales hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í Þjóðadeildinni. Tvö þeirra skoruð af Íslandi.“ En hvar felst lykillinn að sigri Íslands í kvöld? „Við verðum að standa okkur líkt og við gerðum í seinni hálfleik í leiknum gegn þeim í Reykjavík. Við þurfum að vera hugrakkir til þess að vinna leiki. Verðum að stíga fram og þora að spila okkar bolta. Við þurfum að ganga hart fram í okkar pressu. Það gerðum við í fyrri hálfleiknum og sköpuðum okkur urmul færa. Fyrir utan þessi tvö mörk sem við skoruðum áttum við önnur tvö klár færi sem hefðu átt að enda með mörkum. Það segir mikið um okkur í leik gegn Wales sem er mjög gott varnarlið.“ Harðhausinn Craig Bellamy hefur verið að stýra Wales í sínum fyrstu leikjum sem landsliðsþjálfari í Þjóðadeildinni og gengið hefur verið gott. „Hann hefur til að mynda náð tveimur jafnteflum á móti Tyrklandi, jafntefli gegn okkur og sigur gegn Svartfjallalandi en þar voru þeir mjög heppnir. Hefðu geta tapað þeim leik úti. Bellamy er að reyna finna sitt lið. Úrslitin hjá honum hingað til hafa verið góð. Það verður vonandi ekki raunin á morgun.“ Viðtalið við Hareide, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Hareide ætlar að binda endi á hveitibrauðsdaga Bellamy Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Fyrri leik liðanna í Reykjavík lauk með 2-2 jafntefli eftir að íslenska liðið hafði lent tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik. Wales hefur ekki tapað leik í Þjóðadeildinni á þessu tímabili og hefur fengið góða byrjun undir stjórn Craig Bellamy. Hareide hefur trú á því að fyrsta tap Walesverjanna komi í kvöld. „Fyrri leikur þessara liða í Reykjavík var mjög áhugaverður. Leikur tveggja ólíkra hálfleikja. Við vorum tveimur mörkum undir í hálfleik og vinnum okkur aftur inn í leikinn og náðum jafntefli. Við spiluðum mjög vel á móti þeim. Brugðumst rétt við í hálfleik og hefðum í raun átt að vinna leikinn. Ég hugsa að sú frammistaða gefi okkur sjálfstraust komandi inn í þennan leik. Það að við skyldum hafa skapað svona mörg færi á móti þeim. Wales hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í Þjóðadeildinni. Tvö þeirra skoruð af Íslandi.“ En hvar felst lykillinn að sigri Íslands í kvöld? „Við verðum að standa okkur líkt og við gerðum í seinni hálfleik í leiknum gegn þeim í Reykjavík. Við þurfum að vera hugrakkir til þess að vinna leiki. Verðum að stíga fram og þora að spila okkar bolta. Við þurfum að ganga hart fram í okkar pressu. Það gerðum við í fyrri hálfleiknum og sköpuðum okkur urmul færa. Fyrir utan þessi tvö mörk sem við skoruðum áttum við önnur tvö klár færi sem hefðu átt að enda með mörkum. Það segir mikið um okkur í leik gegn Wales sem er mjög gott varnarlið.“ Harðhausinn Craig Bellamy hefur verið að stýra Wales í sínum fyrstu leikjum sem landsliðsþjálfari í Þjóðadeildinni og gengið hefur verið gott. „Hann hefur til að mynda náð tveimur jafnteflum á móti Tyrklandi, jafntefli gegn okkur og sigur gegn Svartfjallalandi en þar voru þeir mjög heppnir. Hefðu geta tapað þeim leik úti. Bellamy er að reyna finna sitt lið. Úrslitin hjá honum hingað til hafa verið góð. Það verður vonandi ekki raunin á morgun.“ Viðtalið við Hareide, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Hareide ætlar að binda endi á hveitibrauðsdaga Bellamy
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira