Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2024 08:00 Jóhann Berg Guðmundsson ber fyrirliðabandið í liði Íslands í kvöld Getty/Ahmad Mora Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar og fyrirliði liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, býst við því að Íslendingar þurfi að standa í hárinu á brjáluðum Walesverjum. „Það er gaman að allt sé undir í svona leik,“ segir Jóhann Berg en Wales dugir jafntefli til að tryggja sér umsspilssætið. „Vonandi bara skemmtilegur leikur framundan. Leikurinn okkar við þá í Reykjavík var hið minnsta skemmtilegur þó svo að eftir á hyggja við hefðum geta unnið hann. En þegar að þú kemur til baka eftir að hafa lent 2-0 undir tekurðu stigið á sama bandi. Við erum komnir í úrslitaleik. Það er geggjað.“ Fyrri leikur liðanna var fjörugur og ekki von á neinu öðru í kvöld þegar að þau mætast öðru sinni. „Þó að fyrri hálfleikurinn hafi ekki verið slæmur á móti Wales þá voru þetta tvö atvik þar sem að þeir komust í gegnum okkur. Við vorum töluvert betri í seinni hálfleik þar sem að við sköpuðum urmul af færum. Þetta verður skemmtilegur leikur við þá. Þeir mæta örugglega brjálaðir til leiks fyrsti tuttugu mínúturnar. Fólkið með þeim hérna. Við þurfum að vera slakir þessar fyrstu tuttugu og vera klárir í allt sem þeir bjóða upp á.“ En hvar liggur lykillinn fyrir íslenska landsliðið að sigri gegn Wales í kvöld? „Það er auðvitað að hafa sjálfstraust á boltanum. Þora að halda í boltann. En að sama skapi vitum við að við erum með tvo frábæra framherja og getum sett á bakvið þá. Það eru ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða. Vonandi koma þau út á morgun.“ Viðtalið við Jóhann Berg, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Gaman að allt sé undir Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Sjá meira
„Það er gaman að allt sé undir í svona leik,“ segir Jóhann Berg en Wales dugir jafntefli til að tryggja sér umsspilssætið. „Vonandi bara skemmtilegur leikur framundan. Leikurinn okkar við þá í Reykjavík var hið minnsta skemmtilegur þó svo að eftir á hyggja við hefðum geta unnið hann. En þegar að þú kemur til baka eftir að hafa lent 2-0 undir tekurðu stigið á sama bandi. Við erum komnir í úrslitaleik. Það er geggjað.“ Fyrri leikur liðanna var fjörugur og ekki von á neinu öðru í kvöld þegar að þau mætast öðru sinni. „Þó að fyrri hálfleikurinn hafi ekki verið slæmur á móti Wales þá voru þetta tvö atvik þar sem að þeir komust í gegnum okkur. Við vorum töluvert betri í seinni hálfleik þar sem að við sköpuðum urmul af færum. Þetta verður skemmtilegur leikur við þá. Þeir mæta örugglega brjálaðir til leiks fyrsti tuttugu mínúturnar. Fólkið með þeim hérna. Við þurfum að vera slakir þessar fyrstu tuttugu og vera klárir í allt sem þeir bjóða upp á.“ En hvar liggur lykillinn fyrir íslenska landsliðið að sigri gegn Wales í kvöld? „Það er auðvitað að hafa sjálfstraust á boltanum. Þora að halda í boltann. En að sama skapi vitum við að við erum með tvo frábæra framherja og getum sett á bakvið þá. Það eru ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða. Vonandi koma þau út á morgun.“ Viðtalið við Jóhann Berg, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Gaman að allt sé undir
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Sjá meira