Enski boltinn

Amorim hitti heppna stuðnings­menn United í klefanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúben Amorim á nýja heimavellinum, Old Trafford.
Rúben Amorim á nýja heimavellinum, Old Trafford. getty/Ash Donelon

Rúben Amorim, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, heimsótti Old Trafford í gær, í fyrsta sinn eftir að hann tók við nýja starfinu. Hann kom heppnum stuðningsmönnum liðsins á óvart.

Amorim tók formlega til starfa hjá United á mánudaginn. Flestir leikmanna liðsins eru í landsliðsverkefnum og því getur Portúgalinn lítið látið til sín taka á æfingasvæðinu.

Hann hefur samt nýtt tímann síðan hann kom til Englands í ýmislegt. Í gær heimsótti hann til að mynda nýja heimavöllinn sinn, Old Trafford.

Amorim fór meðal annars inn í búningsklefa United þar sem hann hitti stuðningsmenn liðsins sem voru þar í skoðunarferð.

Amorim tók í spaðann á stuðningsmönnunum og stillti sér upp fyrir myndatökur. Kveðjuorð hans um að United væri besta félag í heimi mæltust svo vel fyrir hjá stuðningsmönnunum sem voru svo heppnir að hitta nýja stjórann.

Amorim stýrir United í fyrsta sinn þegar liðið sækir nýliða Ipswich Town heim sunnudaginn 24. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×