„Við þurfum að fara að vinna leiki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2024 11:31 Kári Jónsson segir Valsmenn harðákveðna í því að komast aftur á sigurbraut. Vísir / Anton Brink „Þetta verður alvöru leikur í kvöld,“ segir Kári Jónsson, leikmaður Vals. Hans menn taka á móti KR að Hlíðarenda klukkan 19:15 í Bónus deild karla. Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar en hafa byrjað leiktíðina brösuglega. Liðið tapaði með sautján stiga mun fyrir Hetti á Egilsstöðum í síðustu umferð og eru með fjögur stig í tíunda sæti deildarinnar. „Við þurfum að fara að vinna leiki. Hver leikur er erfiður í þessari deild eins og hún er. Við þurfum algjörlega að fara að finna leiðir til að vinna leiki. Það er það mikilvægasta í stöðunni. Við erum ekkert ofboðslega mikið að pæla í því hvar við stöndum akkúrat núna í töflunni,“ segir Kári í samtali við íþróttadeild. Valsmenn séu ekki mikið að spá í stöðuna í töflunni þegar svo skammt er liðið á mótið. „Ef við vinnum einn eða tvo leiki fljúgum við örugglega upp í töflunni. Það að fara að vinna leiki, það er það mikilvægasta fyrir okkur. Við þurfum að gera betur en við gerðum á Egilsstöðum og mæta tilbúnir í likinn í kvöld.“ Mikill missir af Finni Frey Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsliðsins, hefur verið í veikindaleyfi frá því að deildarkeppnin hófst og því ekki verið til taks. Aðspurður um ástæður gengisins segir Kári fjarveru Finns augljóslega spila sinn part. Finnur Freyr stýrði Vals til Íslandsmeistaratitils í vor en hefur verið fjarverandi það sem af er hausti.Vísir/Pawel „Það er auðvitað risa partur af því. En þetta eru spilin sem eru gefin okkur. Við erum ekki að fara afsaka okkur eða vorkenna okkur vegna þess. Þetta er staðan sem við erum í. Við erum búnir að vera að vinna úr því og vinna í ákveðnum hlutum til að gera betur,“ „Við áttum fína viku og vonandi náum við að færa það inn í leikinn í kvöld betur en við gerðum síðast. Þá erum við í góðum málum. Við erum með hörkumannskap og fullt af leikmönnum sem kunna alveg á körfubolta og vita um hvað þetta snýst. Það er bara að tengja þetta saman og vera á sömu blaðsíðunni, allir,“ segir Kári. Nimrod Hilliard er á meðal þeirra sem Valsmenn þurfa að takast á við í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Fyrst og fremst býst Kári við hörkuleik milli fornra fjenda er KR-ingar koma í heimsókn. „Þetta leggst mjög vel í mig, ég er spenntur. Þetta eru alltaf skemmtilegir leikir og það verður gaman kljást við KR-ingana í kvöld. Þeir eru búnir að vera sprækir og spila vel. Við þurfum virkilega að vinna fyrir hlutunum. Þeir eru mjög öflugir og duglegir, stóru mennirnir, og svo frábærir bakverðir í Nimrod [Hilliard] og Tóta [Þóri Þorbjarnarsyni]. Að leggja á okkur meira en þeir er held ég númer 1, 2 og 3,“ segir Kári. Leikur KR og Vals er klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 BD. Sá leikur er GAZ-leikur vikunnar þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leiknum. Bónus-deild karla Valur KR Körfubolti Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar en hafa byrjað leiktíðina brösuglega. Liðið tapaði með sautján stiga mun fyrir Hetti á Egilsstöðum í síðustu umferð og eru með fjögur stig í tíunda sæti deildarinnar. „Við þurfum að fara að vinna leiki. Hver leikur er erfiður í þessari deild eins og hún er. Við þurfum algjörlega að fara að finna leiðir til að vinna leiki. Það er það mikilvægasta í stöðunni. Við erum ekkert ofboðslega mikið að pæla í því hvar við stöndum akkúrat núna í töflunni,“ segir Kári í samtali við íþróttadeild. Valsmenn séu ekki mikið að spá í stöðuna í töflunni þegar svo skammt er liðið á mótið. „Ef við vinnum einn eða tvo leiki fljúgum við örugglega upp í töflunni. Það að fara að vinna leiki, það er það mikilvægasta fyrir okkur. Við þurfum að gera betur en við gerðum á Egilsstöðum og mæta tilbúnir í likinn í kvöld.“ Mikill missir af Finni Frey Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsliðsins, hefur verið í veikindaleyfi frá því að deildarkeppnin hófst og því ekki verið til taks. Aðspurður um ástæður gengisins segir Kári fjarveru Finns augljóslega spila sinn part. Finnur Freyr stýrði Vals til Íslandsmeistaratitils í vor en hefur verið fjarverandi það sem af er hausti.Vísir/Pawel „Það er auðvitað risa partur af því. En þetta eru spilin sem eru gefin okkur. Við erum ekki að fara afsaka okkur eða vorkenna okkur vegna þess. Þetta er staðan sem við erum í. Við erum búnir að vera að vinna úr því og vinna í ákveðnum hlutum til að gera betur,“ „Við áttum fína viku og vonandi náum við að færa það inn í leikinn í kvöld betur en við gerðum síðast. Þá erum við í góðum málum. Við erum með hörkumannskap og fullt af leikmönnum sem kunna alveg á körfubolta og vita um hvað þetta snýst. Það er bara að tengja þetta saman og vera á sömu blaðsíðunni, allir,“ segir Kári. Nimrod Hilliard er á meðal þeirra sem Valsmenn þurfa að takast á við í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Fyrst og fremst býst Kári við hörkuleik milli fornra fjenda er KR-ingar koma í heimsókn. „Þetta leggst mjög vel í mig, ég er spenntur. Þetta eru alltaf skemmtilegir leikir og það verður gaman kljást við KR-ingana í kvöld. Þeir eru búnir að vera sprækir og spila vel. Við þurfum virkilega að vinna fyrir hlutunum. Þeir eru mjög öflugir og duglegir, stóru mennirnir, og svo frábærir bakverðir í Nimrod [Hilliard] og Tóta [Þóri Þorbjarnarsyni]. Að leggja á okkur meira en þeir er held ég númer 1, 2 og 3,“ segir Kári. Leikur KR og Vals er klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 BD. Sá leikur er GAZ-leikur vikunnar þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leiknum.
Bónus-deild karla Valur KR Körfubolti Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira