Enski boltinn

Coote dómari í enn verri málum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Coote sést hér dæma leik Liverpool og Aston Villa um síðustu helgi.
David Coote sést hér dæma leik Liverpool og Aston Villa um síðustu helgi. Getty/James Gill

Ensku dómarasamtökin taka nýjustu fréttir af dómaranum David Coote mjög alvarlega en dómarinn umdeildi virðist vera kominn í enn verri mál.

Coote var fyrst settur í bann eftir að myndband fór á flug á netinu þar sem hann talar með afar niðrandi hætti um Liverpool og þáverandi stjóra liðsins, Jürgen Klopp.

Í kvöld birti The Sun síðan myndir af Coote sem virðast sýna hann sjúga hvítt duft upp í nefið með peningaseðli. Coote var þá að vinna sem dómari á Evrópumótinu í sumar.

Breska ríkisútvarpið fékk viðbrögð frá ensku dómarasamtökunum, PGMOL.

„Við vitum af þessum ásökunum og tökum þær mjög alvarlega,“ sagði talsmaður dómarasamtakanna.

„David Coote er áfram í banni og það er full rannsókn í gangi.“

Talsmaðurinn segir að það sé líka verið að hugsa um velferð Coote á þessum tímum og passað upp á það að hann fái nauðsynlegan stuðning.

The Sun segir myndirnar hafi verið sendar til vinar og það hafi hann gert oftar en einu sinni á meðan mótinu stóð.

BBC hefur ekki sannreynt það hvort myndirnar eða myndbandið séu ófalsaðar eða ekki.


Tengdar fréttir

Murphy um Coote: „Hann er búinn“

Fyrrum knattspyrnumaðurinn og núverandi knattspyrnusérfræðingurinn Danny Murphy telur að dómarinn David Coote munu aldrei aftur dæma í ensku úrvalsdeildinni.

Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote

Eftir að myndband af dómaranum David Coote þar sem hann kallar Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóra liðsins tussu, fór í dreifingu hafa stuðningsmenn Rauða hersins rifjað upp gömul atvik tengd dómaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×