Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2024 12:03 Theodór segir allan gang á því hvernig fólk komi út úr samböndum á miðjum aldri. Vísir Það er æ algengara að pör búi ekki saman. Sérstaklega þegar þau eru komin yfir miðjan aldur. Þegar pör hætti saman gerist það í langflestum tilvikum að fólk fari of snemma af stað í næsta samband. Þetta segir Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi. Rætt var við Theodór um ást á miðjum aldri og þær áskoranir sem pör á þeim aldri takast á við. Theodór segir það öllu skipta úr hvernig sambandi viðkomandi sé að koma úr. Gott að gefa sér tíma Theodór segir erfitt að fullyrða nokkuð um sambönd sem hefjast á miðjum aldri. Allur gangur sé á því úr hvernig samböndum fólk sé að koma og hvernig farangurinn sé. „Því sumir fara úr sambandi sem er löngu dáið. Það er allt búið á milli parsins fyrir lifandi löngu, það er bara verið að reka heimili saman. Svo eru aðrir sem fara úr sambandi á miðjum aldri og það er út af því að eitthvað hefur átt sér stað, eitthvað trúnaðarbrot eða þess háttar. Í þannig tilfellum er mjög mikilvægt að gefa sér eitt til tvö ár í að vinna úr farangrinum sínum sem þú þarft kannski minni tíma ef það er löngu dáið sambandið og bara verið að reka heimili.“ Hann segir að í langflestum tilfellum fari fólk alltof snemma af stað í næsta samband. Þá er það með allan farangurinn með sér og mögulega upplifun af erfiðu sambandi. „Síðan kynnistu einhverjum og þér líður alltaf vel með viðkomandi, þetta er bara alltaf alveg ótrúlega gaman og ótrúlega dásamlegt og telja þá að það sé mynstrið í nýja sambandinu. Sem er náttúrulega ekki endilega næstu tuttugu, þrjátíu árin, vegna þess að við erum öll með einhvern ófullkomleika sem mun á endanum banka upp á.“ Fer eftir aldrinum Theodór tekur fram að allir eigi skilið að vera hamingjusamir. Sé viðkomandi í óhamingjusömu sambandi og kominn yfir sjötugt þá ráðleggi hann þeim pörum frekar að breyta sambandinu en að breyta um samband. Það sé flókið að breyta á þessum aldri en ekkert sé algilt, sumir velji líka að vera einir. „Við segjum stundum á íslensku að við þroskumst með aldrinum. Sem ég er náttúrulega hundrað prósent ósammála, við eldumst með aldrinum. Það er reyndar ótrúlega gott að eldast, hitt er drepleiðinlegt. En við þroskumst við áreynslu og ef fólk hefur farið í gegnum parsamband sem brotnar siðan og fólk hefur unnið sig vel út úr því þá fer það miklu þroskaðra út úr því heldur en það gekk inn í það.“ Þá séu komin önnur viðhorf og fólk með aðrar kröfur til síns sjálfs og annarra í kringum sig. Fólk hafi betri forsendur til að meta hlutina, þó það sé ekki algilt að fólk þroskist eftir því sem kennitalan verður eldri. Framtíðin býður upp á allskonar sambönd „Það er aukning núna í því að fólk sem byrjar saman á miðjum aldri ætlar ekki endilega að búa saman, ekki endilega að reka heimili saman. Oft er fólk bara hrætt um að missa sjálfstæði sitt, kannski verið í sambandi þar sem það upplifði að það hafði ekki full yfirráð yfir lífi sínu og vill ekki tapa sjálfstæði sínu. Það er ekkert hægt að segja að eitthvað eitt form henti bara nákvæmlega öllum.“ Theodór segir minni árekstra í slíkum samböndum. Hinsvegar sé stundum talað um að pör slípist saman með því að búa saman. Búi pör ekki saman sé minna um snertifleti og þá verði nándin ekki nákvæmlega eins. Hann skorar á fólk að skoða sjálf sig í aðdraganda aðventunnar og vera forvitin um eigin tilfinningar. „Hvað er ég að upplifa? Af hverju er ég að upplifa það? Mín skoðun er sú að fólk ætti að vera í samtalsmeðferð, það ætti að stunda þerapíu einhverstaðar því við erum aldrei búin að svara síðustu spurningunni um okkur sjálf eða umhverfi okkar.“ Bítið Ástin og lífið Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira
Þetta segir Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi. Rætt var við Theodór um ást á miðjum aldri og þær áskoranir sem pör á þeim aldri takast á við. Theodór segir það öllu skipta úr hvernig sambandi viðkomandi sé að koma úr. Gott að gefa sér tíma Theodór segir erfitt að fullyrða nokkuð um sambönd sem hefjast á miðjum aldri. Allur gangur sé á því úr hvernig samböndum fólk sé að koma og hvernig farangurinn sé. „Því sumir fara úr sambandi sem er löngu dáið. Það er allt búið á milli parsins fyrir lifandi löngu, það er bara verið að reka heimili saman. Svo eru aðrir sem fara úr sambandi á miðjum aldri og það er út af því að eitthvað hefur átt sér stað, eitthvað trúnaðarbrot eða þess háttar. Í þannig tilfellum er mjög mikilvægt að gefa sér eitt til tvö ár í að vinna úr farangrinum sínum sem þú þarft kannski minni tíma ef það er löngu dáið sambandið og bara verið að reka heimili.“ Hann segir að í langflestum tilfellum fari fólk alltof snemma af stað í næsta samband. Þá er það með allan farangurinn með sér og mögulega upplifun af erfiðu sambandi. „Síðan kynnistu einhverjum og þér líður alltaf vel með viðkomandi, þetta er bara alltaf alveg ótrúlega gaman og ótrúlega dásamlegt og telja þá að það sé mynstrið í nýja sambandinu. Sem er náttúrulega ekki endilega næstu tuttugu, þrjátíu árin, vegna þess að við erum öll með einhvern ófullkomleika sem mun á endanum banka upp á.“ Fer eftir aldrinum Theodór tekur fram að allir eigi skilið að vera hamingjusamir. Sé viðkomandi í óhamingjusömu sambandi og kominn yfir sjötugt þá ráðleggi hann þeim pörum frekar að breyta sambandinu en að breyta um samband. Það sé flókið að breyta á þessum aldri en ekkert sé algilt, sumir velji líka að vera einir. „Við segjum stundum á íslensku að við þroskumst með aldrinum. Sem ég er náttúrulega hundrað prósent ósammála, við eldumst með aldrinum. Það er reyndar ótrúlega gott að eldast, hitt er drepleiðinlegt. En við þroskumst við áreynslu og ef fólk hefur farið í gegnum parsamband sem brotnar siðan og fólk hefur unnið sig vel út úr því þá fer það miklu þroskaðra út úr því heldur en það gekk inn í það.“ Þá séu komin önnur viðhorf og fólk með aðrar kröfur til síns sjálfs og annarra í kringum sig. Fólk hafi betri forsendur til að meta hlutina, þó það sé ekki algilt að fólk þroskist eftir því sem kennitalan verður eldri. Framtíðin býður upp á allskonar sambönd „Það er aukning núna í því að fólk sem byrjar saman á miðjum aldri ætlar ekki endilega að búa saman, ekki endilega að reka heimili saman. Oft er fólk bara hrætt um að missa sjálfstæði sitt, kannski verið í sambandi þar sem það upplifði að það hafði ekki full yfirráð yfir lífi sínu og vill ekki tapa sjálfstæði sínu. Það er ekkert hægt að segja að eitthvað eitt form henti bara nákvæmlega öllum.“ Theodór segir minni árekstra í slíkum samböndum. Hinsvegar sé stundum talað um að pör slípist saman með því að búa saman. Búi pör ekki saman sé minna um snertifleti og þá verði nándin ekki nákvæmlega eins. Hann skorar á fólk að skoða sjálf sig í aðdraganda aðventunnar og vera forvitin um eigin tilfinningar. „Hvað er ég að upplifa? Af hverju er ég að upplifa það? Mín skoðun er sú að fólk ætti að vera í samtalsmeðferð, það ætti að stunda þerapíu einhverstaðar því við erum aldrei búin að svara síðustu spurningunni um okkur sjálf eða umhverfi okkar.“
Bítið Ástin og lífið Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira