Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2024 09:01 Richard Dumas í baráttu við Scottie Pippen í úrslitum NBA-deildarinnar vorið 1993. vísir/getty Í Bónus Körfuboltakvöldi valdi Teitur Örlygsson úrvalslið uppáhalds samherja sinna á ferlinum. Einn þeirra spilaði í úrslitum NBA-deildarinnar. Teitur lék eitt tímabil sem atvinnumaður í Grikklandi með liði Gymnastikos Syllogos Larissas. Meðal samherja hans þar var Richard Dumas sem gerði garðinn frægan með Phoenix Suns. Hann spilaði meðal annars með liðinu gegn Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls í úrslitum NBA vorið 1993. Ferill Dumas náði þó aldrei því flugi sem hann hefði getað náð vegna áfengis- og eiturlyfjafíknar. „Ég varð að setja góðan dreng þarna inn. Þessi er ofboðslega minnisstæður. Árið mitt í Grikklandi er hann annar af tveimur Bandaríkjamönnum í liðinu. Margir sem fylgjast vel með körfubolta vita hver þetta er. Þarna kemur hann eftir ansi minnisstæða úrslitakeppni á móti Jordan og Bulls þar sem hann stóð sig frábærlega en stuttu seinna, eftir að hann er búinn að gera einhvern tuga milljóna samning, fellur hann á lyfjaprófi en var löglegur í Evrópu,“ sagði Teitur í Bónus Körfuboltakvöldi. „Þetta er þvílíkur öðlingur en hann var veikur, greinilega fíkill. Hann var mikill alkahólisti og hann segist ekki hafa drukkið einn bjór fyrir æfingar heldur kippu. Hann var í þessum pakka úti í Grikklandi, að læðast í litlu hornbúðirnar og kom með kippu af Amstel, sat aftast í rútunni og hellti því í sig. En við náðum virkilega vel saman og ég er alveg sekur: Ég fékk mér alveg einn bjór með honum. En ég fékk líka söguna. Hann opnaði sig og sagði hvað hann væri búinn að fokka upp í lífinu og þótti það virkilega leiðinlegt.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Draumalið Teits Phoenix valdi Dumas með 46. valrétti í nýliðavalinu 1991. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi fyrir fyrsta tímabilið sitt og gat ekki byrjað að spila fyrr en liðið var á tímabilið 1992-93. Þar var hann með 15,8 stig og 4,6 fráköst að meðaltali í leik fyrir Phoenix sem vann 62 leiki og komst í úrslit NBA þar sem liðið tapaði fyrir Bulls, 4-2. Dumas var valinn í annað úrvalslið nýliða tímabilið 1992-93. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan NBA Körfuboltakvöld Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Teitur lék eitt tímabil sem atvinnumaður í Grikklandi með liði Gymnastikos Syllogos Larissas. Meðal samherja hans þar var Richard Dumas sem gerði garðinn frægan með Phoenix Suns. Hann spilaði meðal annars með liðinu gegn Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls í úrslitum NBA vorið 1993. Ferill Dumas náði þó aldrei því flugi sem hann hefði getað náð vegna áfengis- og eiturlyfjafíknar. „Ég varð að setja góðan dreng þarna inn. Þessi er ofboðslega minnisstæður. Árið mitt í Grikklandi er hann annar af tveimur Bandaríkjamönnum í liðinu. Margir sem fylgjast vel með körfubolta vita hver þetta er. Þarna kemur hann eftir ansi minnisstæða úrslitakeppni á móti Jordan og Bulls þar sem hann stóð sig frábærlega en stuttu seinna, eftir að hann er búinn að gera einhvern tuga milljóna samning, fellur hann á lyfjaprófi en var löglegur í Evrópu,“ sagði Teitur í Bónus Körfuboltakvöldi. „Þetta er þvílíkur öðlingur en hann var veikur, greinilega fíkill. Hann var mikill alkahólisti og hann segist ekki hafa drukkið einn bjór fyrir æfingar heldur kippu. Hann var í þessum pakka úti í Grikklandi, að læðast í litlu hornbúðirnar og kom með kippu af Amstel, sat aftast í rútunni og hellti því í sig. En við náðum virkilega vel saman og ég er alveg sekur: Ég fékk mér alveg einn bjór með honum. En ég fékk líka söguna. Hann opnaði sig og sagði hvað hann væri búinn að fokka upp í lífinu og þótti það virkilega leiðinlegt.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Draumalið Teits Phoenix valdi Dumas með 46. valrétti í nýliðavalinu 1991. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi fyrir fyrsta tímabilið sitt og gat ekki byrjað að spila fyrr en liðið var á tímabilið 1992-93. Þar var hann með 15,8 stig og 4,6 fráköst að meðaltali í leik fyrir Phoenix sem vann 62 leiki og komst í úrslit NBA þar sem liðið tapaði fyrir Bulls, 4-2. Dumas var valinn í annað úrvalslið nýliða tímabilið 1992-93. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan
NBA Körfuboltakvöld Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum