Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 11:59 DeAndre Kane á það til að koma sér í klandur en hann sleppur við bann vegna þessa máls. vísir / anton brink Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann. DeAndre Kane truflaði upphitun Hattar í hálfleik á leik liðanna í Smáranum í síðasta mánuði en Kane fór þar upp að Courvoisier McCauley, leikmani Hattar. Leikmenn liðanna voru mættir aftur út á völl til að hita upp fyrir seinni hálfleik og í framhaldinu urðu mikil læti eins og sjá má hér fyrir neðan. Ljóst er að Kane og McCauley höfðu skipst á orðum í aðdragandanum. Dómarar leiksins urðu ekki vitni að atvikinu og bæði Kane og McCauley fengu að klára leikinn. Það tók síðan aganefnd KKÍ allan þennan tíma að komast að niðurstöðu í málinu en hún kemur nú 23 dögum síðar. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur er dæmd til að greiða 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi leikmanns Grindavíkur, DeAndre Kane, í leik Grindavíkur og Hattar í Bónusdeild karla þann 17. október 2024. Í málavaxtalýsingu greinir frá því að hinn tiltekni leikmaður félagsins hafi gert sér far um að trufla upphitun andstæðinga í þeim eina tilgangi að ögra þeim. Því til stuðnings er vísað til myndbandsupptöku hvers slóð er hlekkjuð við kæruna. Að mati framkvæmdastjóra kæranda er hegðun leikmannsins körfuknattleiksíþróttinni ekki til framdráttar heldur þvert á móti skaði hún ímynd hennar á Íslandi. „Mat nefndarinnar er að háttsemi kærða í þessu máli sé ekki jafn líklega til þess fallin að valda skaða á ímynd körfuknattleiks á Íslandi eins og mál þar sem einstaklingar vega af ásetningi eða gáleysi að heiðri hreyfingarinnar með ummælum,“segir í niðurstöðu dómsins og áfram stendur þar: „Að því sögðu þá var háttsemi kærða, sem sést greinilega á upptöku, augljós vanvirðing við andstæðinginn sem leikmaðurinn viðhafði að óþörfu. Á þeim grundvelli er sekt kærða hæfilega ákvörðuð 35.000 kr. með vísan til fyrri framkvæmdar.“ Lesa má allan dóminn hér. Bónus-deild karla Grindavík KKÍ Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
DeAndre Kane truflaði upphitun Hattar í hálfleik á leik liðanna í Smáranum í síðasta mánuði en Kane fór þar upp að Courvoisier McCauley, leikmani Hattar. Leikmenn liðanna voru mættir aftur út á völl til að hita upp fyrir seinni hálfleik og í framhaldinu urðu mikil læti eins og sjá má hér fyrir neðan. Ljóst er að Kane og McCauley höfðu skipst á orðum í aðdragandanum. Dómarar leiksins urðu ekki vitni að atvikinu og bæði Kane og McCauley fengu að klára leikinn. Það tók síðan aganefnd KKÍ allan þennan tíma að komast að niðurstöðu í málinu en hún kemur nú 23 dögum síðar. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur er dæmd til að greiða 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi leikmanns Grindavíkur, DeAndre Kane, í leik Grindavíkur og Hattar í Bónusdeild karla þann 17. október 2024. Í málavaxtalýsingu greinir frá því að hinn tiltekni leikmaður félagsins hafi gert sér far um að trufla upphitun andstæðinga í þeim eina tilgangi að ögra þeim. Því til stuðnings er vísað til myndbandsupptöku hvers slóð er hlekkjuð við kæruna. Að mati framkvæmdastjóra kæranda er hegðun leikmannsins körfuknattleiksíþróttinni ekki til framdráttar heldur þvert á móti skaði hún ímynd hennar á Íslandi. „Mat nefndarinnar er að háttsemi kærða í þessu máli sé ekki jafn líklega til þess fallin að valda skaða á ímynd körfuknattleiks á Íslandi eins og mál þar sem einstaklingar vega af ásetningi eða gáleysi að heiðri hreyfingarinnar með ummælum,“segir í niðurstöðu dómsins og áfram stendur þar: „Að því sögðu þá var háttsemi kærða, sem sést greinilega á upptöku, augljós vanvirðing við andstæðinginn sem leikmaðurinn viðhafði að óþörfu. Á þeim grundvelli er sekt kærða hæfilega ákvörðuð 35.000 kr. með vísan til fyrri framkvæmdar.“ Lesa má allan dóminn hér.
Bónus-deild karla Grindavík KKÍ Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum