Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 14:45 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leik ÍR og Keflavíkur í kvöld með sínum einstaka hætti. Stöð 2 Sport Pavel Ermolinskij fékk Helga Má Magnússon með sér í að „gaza“ um leik ÍR og Keflavíkur sem er einnig Gaz-leikur kvöldsins á Stöð 2 BD. Upphitun þeirra má nú sjá á Vísi. Pavel og Helgi ræddu meðal annars brottrekstur Wendell Green í vikunni og áhrifin sem það hefði á leikinn. ÍR er í leit að sínum fyrsta sigri og Keflavík hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er leiktíð, í Bónus-deildinni í körfubolta. Upphitunina má sjá hér að neðan en bein útsending frá Gaz-leiknum, þar sem Pavel og Helgi lýsa leiknum með sínum einstaka hætti, hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:10 í kvöld. „Maður sér alveg einhverja leið fyrir ÍR-inga til að loka þessum leik. Það þurfa ekkert einhverjir ótrúlegir hlutir að gerast,“ sagði Helgi og Pavel tók undir það: „Alls ekki. ÍR-ingar áttu flottan leik síðast á móti Álftnesingum. Voru nálægt sigri þar. Eru núna að fara að mæta þessu Keflavíkurliði og manni líður eins og að Keflavík gæti núna unnið besta liðið í deildinni, en líka tapað fyrir neðsta liðinu, sem er ÍR núna. Dagsformið skiptir Keflvíkinga rosalega miklu máli. Þeir treysta mjög mikið á það að eiga góða „skotdaga“. Góða sóknarleiki. Sem þeir hafa í raun og veru ekkert átt í vetur. Við teljum Keflvíkinga alveg sigurstranglegri í þessum leik, en við sjáum alveg leið fyrir ÍR-inga til að vinna.“ Eina spurningin hvort Keflavík muni hitta Keflavík vann KR í síðustu umferð, 94-88, og hefur þar með unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum. „Keflvíkingar unnu loksins sigur í síðasta leik og mögulega hjálpar það eitthvað aðeins upp á sjálfstraustið. Að sama skapi hefðu ÍR-ingar lokað þessum leik gegn Álftanesi í síðustu umferð, ef þeir hefðu haft smá sjálfstraust. ÍR-ingar þurfa að byggja ofan á þennan síðasta leik, þar sem þeir voru flottir og við stjórnvölinn langan kafla leiksins,“ sagði Helgi. „Eina spurningin sem að situr eftir er hvort að Keflavík sé að fara að hitta eða ekki. Ef þeir gera það ekki þá er ekkert ólíklegt að ÍR sé að fara að vinna þennan leik,“ sagði Pavel. Brotthvarf Green gæti losað um aðra Þeir Helgi voru sammála um að brottrekstur Bandaríkjamannsins Wendell Green gæti haft alls konar áhrif á bæði lið, og til að mynda orðið blóð á tennurnar fyrir ÍR-inga sem gætu séð góða möguleika á sigri. Helgi segir þetta einnig geta orðið til þess að aðrir í Keflavíkurliðinu láti betur ljós sitt skína: „Wendell Green er frábær leikmaður en þetta small bara ekki allt saman. Núna er hann farinn og maður sér alveg leið til þess að þá losni um aðra leikmenn, eins og Hilmar og Sigga, og fleiri leikmenn. Að þeir fái einhverja ábyrgðartilfinningu. „Það er búið að láta leikmann fara. Við erum augljóslega ekki að standa okkur eins og við ætluðum okkur, og það er kannski á mér að stíga núna upp og sýna úr hverju við erum gerðir.““ Bónus-deild karla Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Sjá meira
Pavel og Helgi ræddu meðal annars brottrekstur Wendell Green í vikunni og áhrifin sem það hefði á leikinn. ÍR er í leit að sínum fyrsta sigri og Keflavík hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er leiktíð, í Bónus-deildinni í körfubolta. Upphitunina má sjá hér að neðan en bein útsending frá Gaz-leiknum, þar sem Pavel og Helgi lýsa leiknum með sínum einstaka hætti, hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:10 í kvöld. „Maður sér alveg einhverja leið fyrir ÍR-inga til að loka þessum leik. Það þurfa ekkert einhverjir ótrúlegir hlutir að gerast,“ sagði Helgi og Pavel tók undir það: „Alls ekki. ÍR-ingar áttu flottan leik síðast á móti Álftnesingum. Voru nálægt sigri þar. Eru núna að fara að mæta þessu Keflavíkurliði og manni líður eins og að Keflavík gæti núna unnið besta liðið í deildinni, en líka tapað fyrir neðsta liðinu, sem er ÍR núna. Dagsformið skiptir Keflvíkinga rosalega miklu máli. Þeir treysta mjög mikið á það að eiga góða „skotdaga“. Góða sóknarleiki. Sem þeir hafa í raun og veru ekkert átt í vetur. Við teljum Keflvíkinga alveg sigurstranglegri í þessum leik, en við sjáum alveg leið fyrir ÍR-inga til að vinna.“ Eina spurningin hvort Keflavík muni hitta Keflavík vann KR í síðustu umferð, 94-88, og hefur þar með unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum. „Keflvíkingar unnu loksins sigur í síðasta leik og mögulega hjálpar það eitthvað aðeins upp á sjálfstraustið. Að sama skapi hefðu ÍR-ingar lokað þessum leik gegn Álftanesi í síðustu umferð, ef þeir hefðu haft smá sjálfstraust. ÍR-ingar þurfa að byggja ofan á þennan síðasta leik, þar sem þeir voru flottir og við stjórnvölinn langan kafla leiksins,“ sagði Helgi. „Eina spurningin sem að situr eftir er hvort að Keflavík sé að fara að hitta eða ekki. Ef þeir gera það ekki þá er ekkert ólíklegt að ÍR sé að fara að vinna þennan leik,“ sagði Pavel. Brotthvarf Green gæti losað um aðra Þeir Helgi voru sammála um að brottrekstur Bandaríkjamannsins Wendell Green gæti haft alls konar áhrif á bæði lið, og til að mynda orðið blóð á tennurnar fyrir ÍR-inga sem gætu séð góða möguleika á sigri. Helgi segir þetta einnig geta orðið til þess að aðrir í Keflavíkurliðinu láti betur ljós sitt skína: „Wendell Green er frábær leikmaður en þetta small bara ekki allt saman. Núna er hann farinn og maður sér alveg leið til þess að þá losni um aðra leikmenn, eins og Hilmar og Sigga, og fleiri leikmenn. Að þeir fái einhverja ábyrgðartilfinningu. „Það er búið að láta leikmann fara. Við erum augljóslega ekki að standa okkur eins og við ætluðum okkur, og það er kannski á mér að stíga núna upp og sýna úr hverju við erum gerðir.““
Bónus-deild karla Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Sjá meira