Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir og Kolbrún Kristínardóttir skrifa 8. nóvember 2024 11:01 Markmið Æfingastöðvarinnar er að efla þátttöku barna í athöfnum sem eru þeim og fjölskyldum þeirra mikilvægar og er íþróttaiðkun sannarlega mikilvæg iðja í hugum margra. Á Íslandi æfa 80% barna á aldrinum 9-12 ára reglubundnar íþróttir. Hins vegar kom nýlega fram að einungs 4% fatlaðra barna æfi íþrótt innan íþróttahreyfingarinnar. Hvað veldur þessum mikla mun og hvernig getum við breytt þessari tölfræði til hins betra? Íþróttasamband fatlaðra hefur um árabil stutt íþróttastarf fyrir fatlað fólk og eru um 20 aðildarfélög ÍF um allt land sem bjóða upp á ýmsar íþróttir. Í starfi okkar á Æfingastöðinni höfum við einnig orðið vitni af framtaki ýmissa þjálfara annarra íþróttafélaga sem hafa lagt sig fram við að bjóða upp á aðgengilegar æfingar og þannig aukið tækifæri barna til þátttöku. Átaksverkefnið “Allir með” samvinnuverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF hefur í dag stutt 19 verkefni um allt land með það að marki að fjölga í hópi fatlaðra barna í íþróttastarfi hér á landi. Þessu verkefni ber að fagna ásamt framtaki þjálfara sem mörg hafa lyft grettistaki í að efla veg íþróttastarfs fyrir öll börn í hverfisfélögum. En þrátt fyrir þetta er enn fjöldi barna sem ekki hafa fundið íþrótt við hæfi og hittum við mörg þeirra á Æfingastöðinni. Ástæðurnar eru margvíslegar og til að reyna að skilja hvað það er sem hindrar er vert að rýna í hvað felst í því að stunda íþrótt. Mörg okkar hugsa þá fyrst og fremst um líkamlegar kröfur eins og vöðvastyrk, snerpu og jafnvægi en það er einungis einn af mörgum þáttum sem íþróttir reyna á. Íþróttir reyna á marga þætti Ef við lokum augunum og ímyndum okkur íþróttaæfingu barna þá gætum við séð fyrir okkur að þau koma sér á æfinguna. Þau fara inn í bygginguna og hitta félaga sína. Sum klæða sig í æfingagallann heima en önnur fara inn í búningsklefa og hafa fataskipti. Æfingin byrjar á ákveðnum tíma á vellinum og börnin þurfa að vera mætt á sinn stað og hitta þar fyrir þjálfarann. Þjálfarinn gefur fyrirmæli, segir og sýnir frá æfingum og börnin hafa eftir. Eftir einhverja stund kallar eða flautar þjálfarinn og börnin stoppa, snúa að honum og hlusta á nýja leiðbeiningar og hlaupa svo af stað í næsta verkefni. Þannig gengur þetta koll af kolli þar til æfingin er búin og þá taka aftur við fataskipti og að koma sér heim. Ef við skoðum þetta út frá sjónarhorni barna sem eru að stíga fín fyrstu skref í íþróttinni þarf umhverfið að henta öllum og aðgengi gott. Börnin verða að geta farið um öll þau svæði sem þörf er á eins og um inngang, búningsklefa, salerni, tækjageymslu og áhorfendasvæði. Rampar, sjálfstýrðar hurðir, lyftur, hæfileg hæð á húsgögnum og nægt rými fyrir hjálpartæki er meðal atriða sem ýta undir farsæla þátttöku barna. Þá getur það eitt að eiga við lýsingu, hljóðvist og fjölda iðkenda í hverjum hóp haft undraverðar breytingar til batnaðar fyrir mörg börn. Búningsklefar eru þau rými sem oft gleymist að huga að. Þar getur komið saman óhentug hæð á bekkjum eða snögum, þungar hurðir, hávaði, erfið lýsing og mannmergð ofan á þá flóknu og tímafreku athöfn sem það að klæða sig í þröng íþróttaföt er. Við þurfum öll að hjálpast að Þjálfarar hafa sérþekkingu á að efla færni sem þarf til að ná árangri í íþróttagreininni. En til að barnið geti gert það sem ætlast er til af því þá þarf það að komast gegnum búningsklefann, inn á æfingagólfið á réttum tíma og fá upplýsingar á hátt sem eru því skiljanlegar. Sum börn þurfa að heyra fyrirmælin endurtekin, öðrum hentar sýnikennsla og sjónrænar leiðbeiningar í stað tals. Úthald og þol er mismunandi og mikilvægt að orkan sem er fyrir hendi nýtist í það sem skiptir máli. Fyrir mörg börn getur það að koma sér á svæðið og inn á völl þjónað sem upphitun til jafns á við 5 upphitunarhringi hjá næsta barni. Sveigjanleiki á lengd æfinga, tækifæri og aðstaða til að taka hlé og mismunandi kröfur um mætingu getur skipt sköpum til að ýta undir ánægju og þátttöku barna. Sé stuðst við æfingabúnað þarf hann að vera hentugur. Það er vel þess virði að skoða allar hefðir og venjur í slíkum efnum og auk þess spyrja sig hvort þörf sé á aðlögun eða breytingu á búnaði. Það er ljóst að margt það sem að framan hefur verið talið er utan sérsviðs þjálfara. Líkur eru á að einmitt þessi atriði eigi þátt í að torveldi þátttöku fatlaðra barna í íþróttum. Að skortur sé á að hugað sé að stuðningi við börnin og að fleiri komi að undirbúningi, skipulagi og framkvæmd æfinga svo þátttakan verði árangursrík. Iðjuþjálfar og sjúkraþjálfarar eru meðal fagstétta sem geta veitt íþróttafélögum, foreldrum og börnum ráðleggingar við val á íþrótt og við ákvörðun um að halda áfram, hætta eða reyna aðra íþrótt. Með því að rýna í og greina hindranir og styrkleika verður auðveldara að meta hvaða þáttum er hægt að breyta og hverjum ekki. Með sameiginlegu átaki getum við breytt þessum fjögur prósentum í það að 80% fatlaðra barna stundi íþrótt reglulega. Saman getum við stutt börn og foreldra betur til að efla þátttöku barna. Tökum ábyrgð, styðjum við þjálfara og íþróttafélögin og hjálpumst að við að gera umhverfið og kröfurnar hæfilegar, ekki of miklar né of litlar. Allir með leikarnir Um helgina er tækifæri til að prófa fjölbreyttar íþróttagreinar í Laugardalnum á Allir með leikunum. Við hvetjum foreldra fatlaðra barna til að kynna sér dagskrána sem hefst kl. 10 laugardaginn 9. nóvember. Höfundar eru yfirþjálfarar á Æfingastöðinni. Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í endurhæfingu fyrir börn og ungmenni. Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar með víðtæka reynslu af þjálfun barna og ungmenna veita ráðgjöf og þjálfun með það að markmiði að efla þátttöku í daglegu lífi og auka þannig lífsgæði barnsins og fjölskyldunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið Æfingastöðvarinnar er að efla þátttöku barna í athöfnum sem eru þeim og fjölskyldum þeirra mikilvægar og er íþróttaiðkun sannarlega mikilvæg iðja í hugum margra. Á Íslandi æfa 80% barna á aldrinum 9-12 ára reglubundnar íþróttir. Hins vegar kom nýlega fram að einungs 4% fatlaðra barna æfi íþrótt innan íþróttahreyfingarinnar. Hvað veldur þessum mikla mun og hvernig getum við breytt þessari tölfræði til hins betra? Íþróttasamband fatlaðra hefur um árabil stutt íþróttastarf fyrir fatlað fólk og eru um 20 aðildarfélög ÍF um allt land sem bjóða upp á ýmsar íþróttir. Í starfi okkar á Æfingastöðinni höfum við einnig orðið vitni af framtaki ýmissa þjálfara annarra íþróttafélaga sem hafa lagt sig fram við að bjóða upp á aðgengilegar æfingar og þannig aukið tækifæri barna til þátttöku. Átaksverkefnið “Allir með” samvinnuverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF hefur í dag stutt 19 verkefni um allt land með það að marki að fjölga í hópi fatlaðra barna í íþróttastarfi hér á landi. Þessu verkefni ber að fagna ásamt framtaki þjálfara sem mörg hafa lyft grettistaki í að efla veg íþróttastarfs fyrir öll börn í hverfisfélögum. En þrátt fyrir þetta er enn fjöldi barna sem ekki hafa fundið íþrótt við hæfi og hittum við mörg þeirra á Æfingastöðinni. Ástæðurnar eru margvíslegar og til að reyna að skilja hvað það er sem hindrar er vert að rýna í hvað felst í því að stunda íþrótt. Mörg okkar hugsa þá fyrst og fremst um líkamlegar kröfur eins og vöðvastyrk, snerpu og jafnvægi en það er einungis einn af mörgum þáttum sem íþróttir reyna á. Íþróttir reyna á marga þætti Ef við lokum augunum og ímyndum okkur íþróttaæfingu barna þá gætum við séð fyrir okkur að þau koma sér á æfinguna. Þau fara inn í bygginguna og hitta félaga sína. Sum klæða sig í æfingagallann heima en önnur fara inn í búningsklefa og hafa fataskipti. Æfingin byrjar á ákveðnum tíma á vellinum og börnin þurfa að vera mætt á sinn stað og hitta þar fyrir þjálfarann. Þjálfarinn gefur fyrirmæli, segir og sýnir frá æfingum og börnin hafa eftir. Eftir einhverja stund kallar eða flautar þjálfarinn og börnin stoppa, snúa að honum og hlusta á nýja leiðbeiningar og hlaupa svo af stað í næsta verkefni. Þannig gengur þetta koll af kolli þar til æfingin er búin og þá taka aftur við fataskipti og að koma sér heim. Ef við skoðum þetta út frá sjónarhorni barna sem eru að stíga fín fyrstu skref í íþróttinni þarf umhverfið að henta öllum og aðgengi gott. Börnin verða að geta farið um öll þau svæði sem þörf er á eins og um inngang, búningsklefa, salerni, tækjageymslu og áhorfendasvæði. Rampar, sjálfstýrðar hurðir, lyftur, hæfileg hæð á húsgögnum og nægt rými fyrir hjálpartæki er meðal atriða sem ýta undir farsæla þátttöku barna. Þá getur það eitt að eiga við lýsingu, hljóðvist og fjölda iðkenda í hverjum hóp haft undraverðar breytingar til batnaðar fyrir mörg börn. Búningsklefar eru þau rými sem oft gleymist að huga að. Þar getur komið saman óhentug hæð á bekkjum eða snögum, þungar hurðir, hávaði, erfið lýsing og mannmergð ofan á þá flóknu og tímafreku athöfn sem það að klæða sig í þröng íþróttaföt er. Við þurfum öll að hjálpast að Þjálfarar hafa sérþekkingu á að efla færni sem þarf til að ná árangri í íþróttagreininni. En til að barnið geti gert það sem ætlast er til af því þá þarf það að komast gegnum búningsklefann, inn á æfingagólfið á réttum tíma og fá upplýsingar á hátt sem eru því skiljanlegar. Sum börn þurfa að heyra fyrirmælin endurtekin, öðrum hentar sýnikennsla og sjónrænar leiðbeiningar í stað tals. Úthald og þol er mismunandi og mikilvægt að orkan sem er fyrir hendi nýtist í það sem skiptir máli. Fyrir mörg börn getur það að koma sér á svæðið og inn á völl þjónað sem upphitun til jafns á við 5 upphitunarhringi hjá næsta barni. Sveigjanleiki á lengd æfinga, tækifæri og aðstaða til að taka hlé og mismunandi kröfur um mætingu getur skipt sköpum til að ýta undir ánægju og þátttöku barna. Sé stuðst við æfingabúnað þarf hann að vera hentugur. Það er vel þess virði að skoða allar hefðir og venjur í slíkum efnum og auk þess spyrja sig hvort þörf sé á aðlögun eða breytingu á búnaði. Það er ljóst að margt það sem að framan hefur verið talið er utan sérsviðs þjálfara. Líkur eru á að einmitt þessi atriði eigi þátt í að torveldi þátttöku fatlaðra barna í íþróttum. Að skortur sé á að hugað sé að stuðningi við börnin og að fleiri komi að undirbúningi, skipulagi og framkvæmd æfinga svo þátttakan verði árangursrík. Iðjuþjálfar og sjúkraþjálfarar eru meðal fagstétta sem geta veitt íþróttafélögum, foreldrum og börnum ráðleggingar við val á íþrótt og við ákvörðun um að halda áfram, hætta eða reyna aðra íþrótt. Með því að rýna í og greina hindranir og styrkleika verður auðveldara að meta hvaða þáttum er hægt að breyta og hverjum ekki. Með sameiginlegu átaki getum við breytt þessum fjögur prósentum í það að 80% fatlaðra barna stundi íþrótt reglulega. Saman getum við stutt börn og foreldra betur til að efla þátttöku barna. Tökum ábyrgð, styðjum við þjálfara og íþróttafélögin og hjálpumst að við að gera umhverfið og kröfurnar hæfilegar, ekki of miklar né of litlar. Allir með leikarnir Um helgina er tækifæri til að prófa fjölbreyttar íþróttagreinar í Laugardalnum á Allir með leikunum. Við hvetjum foreldra fatlaðra barna til að kynna sér dagskrána sem hefst kl. 10 laugardaginn 9. nóvember. Höfundar eru yfirþjálfarar á Æfingastöðinni. Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í endurhæfingu fyrir börn og ungmenni. Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar með víðtæka reynslu af þjálfun barna og ungmenna veita ráðgjöf og þjálfun með það að markmiði að efla þátttöku í daglegu lífi og auka þannig lífsgæði barnsins og fjölskyldunnar.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar