„Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. nóvember 2024 22:23 Benedikt Guðmundsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði gegn Slóvakíu 70-78 í undankeppni EM. Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, var svekktur með niðurstöðuna en var þó jákvæður. „Við vorum yfir þremur mínútum lengur en þær í leiknum. Fyrir mér var þetta jafn leikur en þær settu stóra þrista í fjórða leikhluta og hver þristur var eiginlega meira en þrjú stig og á meðan vorum við ekki að setja okkar skot ofan í,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leik. Benedikt var ánægður með kraftinn í íslenska liðinu sem byrjaði leikinn mjög vel og gerði átta stig í röð í fyrsta leikhluta. „Þetta var frábær byrjun. Við lögðum upp með að fyrstu fimm mínúturnar myndu setja tóninn sem það gerði bæði í byrjun fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks. Mér fannst allar skila baráttu og orku. Þetta var hrikalega erfitt og ég held að staðan í frákastabaráttunni hafi verið 8-29. En við vorum að taka spretti út um allt og hlaupa inn í teig og út aftur. Ég get ekki annað en hrósað mínu liði.“ Íslensku stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik af krafti á báðum endum vallarins og gerðu fyrstu tíu stigin. „Það hefði verið auðvelt að vera litlar og að stóra liðið myndi taka yfir en þær voru ekkert að leyfa það. Við fórum að vera villtar og tókum snögga þrista og það var það sem við þurftum að gera. Við erum með mjög lágvaxið lið í þessum glugga og við þurfum að vera villingar og taka þristana sem við fáum og taka áhættu.“ Danielle Rodriguez og Kolbrún María Ármannsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu í sínum fyrsta A-landsleik og Benedikt hrósaði þeim í hástert. „Danielle var frábær frá byrjun og eðlilega var Kolbrún stressuð í byrjun en síðan mætti hún í seinni hálfleik og var geggjuð. Hún er sextán ára og það á engin sextán ára að byrja inn á í landsliði. Þetta er topp leikmaður sem er í landsliðsklassa og hún er ógn sóknarlega og spilar frábæra vörn. Hún er rétt að byrja sinn langa landsliðsferil,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira
„Við vorum yfir þremur mínútum lengur en þær í leiknum. Fyrir mér var þetta jafn leikur en þær settu stóra þrista í fjórða leikhluta og hver þristur var eiginlega meira en þrjú stig og á meðan vorum við ekki að setja okkar skot ofan í,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leik. Benedikt var ánægður með kraftinn í íslenska liðinu sem byrjaði leikinn mjög vel og gerði átta stig í röð í fyrsta leikhluta. „Þetta var frábær byrjun. Við lögðum upp með að fyrstu fimm mínúturnar myndu setja tóninn sem það gerði bæði í byrjun fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks. Mér fannst allar skila baráttu og orku. Þetta var hrikalega erfitt og ég held að staðan í frákastabaráttunni hafi verið 8-29. En við vorum að taka spretti út um allt og hlaupa inn í teig og út aftur. Ég get ekki annað en hrósað mínu liði.“ Íslensku stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik af krafti á báðum endum vallarins og gerðu fyrstu tíu stigin. „Það hefði verið auðvelt að vera litlar og að stóra liðið myndi taka yfir en þær voru ekkert að leyfa það. Við fórum að vera villtar og tókum snögga þrista og það var það sem við þurftum að gera. Við erum með mjög lágvaxið lið í þessum glugga og við þurfum að vera villingar og taka þristana sem við fáum og taka áhættu.“ Danielle Rodriguez og Kolbrún María Ármannsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu í sínum fyrsta A-landsleik og Benedikt hrósaði þeim í hástert. „Danielle var frábær frá byrjun og eðlilega var Kolbrún stressuð í byrjun en síðan mætti hún í seinni hálfleik og var geggjuð. Hún er sextán ára og það á engin sextán ára að byrja inn á í landsliði. Þetta er topp leikmaður sem er í landsliðsklassa og hún er ógn sóknarlega og spilar frábæra vörn. Hún er rétt að byrja sinn langa landsliðsferil,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira