Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2024 16:32 Nikolaj Hansen kom Víkingum á bragðið í Kópavogi í dag. vísir/Anton Víkingar halda áfram að tryggja sér háar fjárhæðir með frábærum árangri í Sambandsdeild Evrópu. Sextíu milljónir króna bætast við með sigrinum góða á Borac í dag, sem jafnframt fer langt með að duga Víkingi til að komast áfram í umspil keppninnar. Víkingar hafa nú unnið báða heimaleiki sína og tryggt sér sex stig af níu mögulegum, í þremur leikjum af sex sem liðið spilar í deildakeppni Sambandsdeildarinnar. Alls eru 36 lið í deildinni og er Víkingur nú í hópi efstu liða með sex stig, líkt og Chelsea, Fiorentina og fleiri lið, en þau lið eiga þó öll leik til góða í dag. Samkvæmt útreikningum er líklegast að sjö stig dugi til að enda í hópi 24 efstu liða deildarinnar. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Það umspil fer fram í febrúar og myndi lengja leiktíð Víkinga enn frekar. Það ætti sem sagt að duga fyrir Víkinga að fá eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum, nú í nóvember og desember, til að ná þeim frábæra áfanga að tryggja sig í umspilið. Ekki er alveg útilokað að sex stig dugi til þess að ná þangað. Fleiri milljónir fyrir efri sæti og hvert stig Hvert jafntefli og hver sigur tryggir Víkingi tugi milljóna (um 60 milljónir fyrir sigur og 20 milljónir fyrir jafntefli), og svo hjálpar liðinu að enda sem efst í deildakeppninni. Neðsta liðið fær nefnilega 28.000 evrur (4,15 milljónir króna) og svo bætast við 28.000 evrur fyrir hvert sæti, eftir því sem liðin enda ofar. Ef við gefum okkur að Víkingar endi í versta falli í 27. sæti, eins og gera má ráð fyrir vegna stiganna sem þeir hafa þegar safnað, þá hafa þeir því samtals tryggt sér heilar 750 milljónir króna. Það er upphæðin sem liðið hefur safnað með því að spila á fyrsta stigi undankeppni Meistaradeildar, farið í gegnum þrjú einvígi í undankeppni Sambandsdeildarinnar, nú unnið tvo leiki í deildakeppninni og „tryggt“ sér að lágmarki 27. sæti í deildinni. Næði liðið 24. sæti, án þess að vinna fleiri leiki, og kæmist í umspilið, myndi upphæðin slaga hátt í 800 milljónir króna. Komu Íslandi upp fyrir mikilvægt strik Þess ber svo að geta að sigurinn í dag styrkir stöðu Íslands enn á styrkleikalista UEFA sem ræður þátttökurétti í Evrópukeppnunum þremur. Ísland er nú komið upp fyrir Kósovó og Armeníu í 33. sæti listans, sem myndi duga til þess að bikarmeistarar næsta árs færu í undankeppni Evrópudeildar í stað Sambandsdeildar. 🇮🇸 Iceland are now Top 33 nation!🚨 Iceland overtook Kosovo and Armenia in the Country Ranking, as Víkingur Reykjavík added them another +0.500 points!❌ 🇽🇰 Kosovo will finish out of Top 33!➡️ Nations that finish season in the Top 33 will secure the Europa League spot! pic.twitter.com/LOtDgj0SfL— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 Lið frá Armeníu, FC Noah með Guðmund Þórarinsson innanborðs, á þó leik til góða, ef svo má segja, gegn Chelsea í kvöld. Noah og Víkingur mætast einmitt í Armeníu í næstu umferð, 28. nóvember, í leik sem þannig hefur fjölþætt mikilvægi bæði fyrir Víkinga og íslenskan fótbolta. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Sjá meira
Víkingar hafa nú unnið báða heimaleiki sína og tryggt sér sex stig af níu mögulegum, í þremur leikjum af sex sem liðið spilar í deildakeppni Sambandsdeildarinnar. Alls eru 36 lið í deildinni og er Víkingur nú í hópi efstu liða með sex stig, líkt og Chelsea, Fiorentina og fleiri lið, en þau lið eiga þó öll leik til góða í dag. Samkvæmt útreikningum er líklegast að sjö stig dugi til að enda í hópi 24 efstu liða deildarinnar. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Það umspil fer fram í febrúar og myndi lengja leiktíð Víkinga enn frekar. Það ætti sem sagt að duga fyrir Víkinga að fá eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum, nú í nóvember og desember, til að ná þeim frábæra áfanga að tryggja sig í umspilið. Ekki er alveg útilokað að sex stig dugi til þess að ná þangað. Fleiri milljónir fyrir efri sæti og hvert stig Hvert jafntefli og hver sigur tryggir Víkingi tugi milljóna (um 60 milljónir fyrir sigur og 20 milljónir fyrir jafntefli), og svo hjálpar liðinu að enda sem efst í deildakeppninni. Neðsta liðið fær nefnilega 28.000 evrur (4,15 milljónir króna) og svo bætast við 28.000 evrur fyrir hvert sæti, eftir því sem liðin enda ofar. Ef við gefum okkur að Víkingar endi í versta falli í 27. sæti, eins og gera má ráð fyrir vegna stiganna sem þeir hafa þegar safnað, þá hafa þeir því samtals tryggt sér heilar 750 milljónir króna. Það er upphæðin sem liðið hefur safnað með því að spila á fyrsta stigi undankeppni Meistaradeildar, farið í gegnum þrjú einvígi í undankeppni Sambandsdeildarinnar, nú unnið tvo leiki í deildakeppninni og „tryggt“ sér að lágmarki 27. sæti í deildinni. Næði liðið 24. sæti, án þess að vinna fleiri leiki, og kæmist í umspilið, myndi upphæðin slaga hátt í 800 milljónir króna. Komu Íslandi upp fyrir mikilvægt strik Þess ber svo að geta að sigurinn í dag styrkir stöðu Íslands enn á styrkleikalista UEFA sem ræður þátttökurétti í Evrópukeppnunum þremur. Ísland er nú komið upp fyrir Kósovó og Armeníu í 33. sæti listans, sem myndi duga til þess að bikarmeistarar næsta árs færu í undankeppni Evrópudeildar í stað Sambandsdeildar. 🇮🇸 Iceland are now Top 33 nation!🚨 Iceland overtook Kosovo and Armenia in the Country Ranking, as Víkingur Reykjavík added them another +0.500 points!❌ 🇽🇰 Kosovo will finish out of Top 33!➡️ Nations that finish season in the Top 33 will secure the Europa League spot! pic.twitter.com/LOtDgj0SfL— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 Lið frá Armeníu, FC Noah með Guðmund Þórarinsson innanborðs, á þó leik til góða, ef svo má segja, gegn Chelsea í kvöld. Noah og Víkingur mætast einmitt í Armeníu í næstu umferð, 28. nóvember, í leik sem þannig hefur fjölþætt mikilvægi bæði fyrir Víkinga og íslenskan fótbolta.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu