Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2024 12:06 Fólk á öllum aldri hlýðir hér á Elínu Hall leika listir sínar. Vísir/Sigurjón Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór af stað í morgun, á hjúkrunarheimilinu Grund. Þar voru haldnir tónleikar fyrir heimilisfólk og gesti hátíðarinnar, sem fagnar 25 ára afmæli sínu í ár. Fjöldi fólks var saman kominn á Grund klukkan tíu í morgun, þar sem hátíðin var formlega opnuð, líkt og hefð hefur skapast fyrir. Fyrst steig á svið tónlistarkonan Elín Hall, og lék fyrir gesti á öllum aldri. Allt frá leikskólabörnum og upp í okkar elsta fólk. Meðal þeirra sem hlýddu á ljúfa tóna var ráðherra menningarmála í landinu, sem segir hátiðir á borð við Airwaves afar mikilvægt framtak. „Hér eru að koma sjö til átta þúsund manns sem sækja Airwaves. Hátíðin er að halda upp á 25 ára afmæli. Þetta er frábær kynning á íslenskri tónlist, íslenskri menningu og þetta er svo vel sótt. Ég viðurkenni það að mér þykir svo vænt um Iceland Airwaves og að þetta hafi tekist í svona langan tíma. Þetta er algjörlega frábært,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Elín Hall var ekki ein um að skemmta fólki á svæðinu, því næst á svið var hljómsveitin Hjálmar.. Í spilaranum hér ofar í fréttinni má sjá svipmyndir og heyra frá opnunarathöfn hátíðarinnar, sem stendur fram á sunnudagskvöld. Airwaves Reykjavík Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fjöldi fólks var saman kominn á Grund klukkan tíu í morgun, þar sem hátíðin var formlega opnuð, líkt og hefð hefur skapast fyrir. Fyrst steig á svið tónlistarkonan Elín Hall, og lék fyrir gesti á öllum aldri. Allt frá leikskólabörnum og upp í okkar elsta fólk. Meðal þeirra sem hlýddu á ljúfa tóna var ráðherra menningarmála í landinu, sem segir hátiðir á borð við Airwaves afar mikilvægt framtak. „Hér eru að koma sjö til átta þúsund manns sem sækja Airwaves. Hátíðin er að halda upp á 25 ára afmæli. Þetta er frábær kynning á íslenskri tónlist, íslenskri menningu og þetta er svo vel sótt. Ég viðurkenni það að mér þykir svo vænt um Iceland Airwaves og að þetta hafi tekist í svona langan tíma. Þetta er algjörlega frábært,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Elín Hall var ekki ein um að skemmta fólki á svæðinu, því næst á svið var hljómsveitin Hjálmar.. Í spilaranum hér ofar í fréttinni má sjá svipmyndir og heyra frá opnunarathöfn hátíðarinnar, sem stendur fram á sunnudagskvöld.
Airwaves Reykjavík Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira