„Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2024 17:16 Heimir Guðjónsson var að klára sitt annað tímabil með FH eftir að hann sneri aftur í Kaplakrika. vísir/diego Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. Talsverðar breytingar urðu á leikmannahópi FH í júlíglugganum svokallaða. Liðið gerði leikmannaskipti við KR, fékk Kristján Flóka Finnbogason en Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson fóru í hina áttina. Úlfur Ágúst Björnsson fór í nám til Bandaríkjanna og Dusan Brkovic í Leikni R. Þá fékk FH Ingimar Torbjörnsson Stöle frá KA og Robby Wakaka frá Gent. Óhætt er að segja að FH hafi ekki farið vel út úr þessum breytingum. Liðið vann aðeins einn af síðustu ellefu leikjum sínum í Bestu deildinni og fékk aðeins eitt stig af fimmtán mögulegum í úrslitakeppni efri hlutans. „Fyrir mér er þetta ósköp einfalt. Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil og mögulega baráttu um Evrópusæti,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem farið yfir nýafstaðið tímabil í Bestu deild karla. „Þessi skipti sem þeir gerðu gengu engan veginn upp. Samningurinn sem þeir gerðu við KR fannst mér ekki góður fyrir FH. Það að fá Flóka í staðinn fyrir Gyrði og Ástbjörn, mér fannst halla á Fimleikafélagið þar. Flóki gerði eitt mark sem er alls ekki nóg.“ Mikill missir af Úlfi Atli Viðar segir að FH-ingar hafi saknað Úlfs sárt á lokasprettinum. Hann skoraði fimm mörk í þrettán deildarleikjum áður en hann hélt aftur vestur um haf. Hann stundar nám og spilar með Duke háskólanum. „Það virðist hafa verið alveg gríðarlegt áfall. Hann er þessu FH-liði greinilega afar mikilvægur og það var áberandi í fyrstu leikjunum í vor hvað hann hleypti miklu lífi í þetta,“ sagði Atli Viðar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla FH Besta sætið Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Talsverðar breytingar urðu á leikmannahópi FH í júlíglugganum svokallaða. Liðið gerði leikmannaskipti við KR, fékk Kristján Flóka Finnbogason en Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson fóru í hina áttina. Úlfur Ágúst Björnsson fór í nám til Bandaríkjanna og Dusan Brkovic í Leikni R. Þá fékk FH Ingimar Torbjörnsson Stöle frá KA og Robby Wakaka frá Gent. Óhætt er að segja að FH hafi ekki farið vel út úr þessum breytingum. Liðið vann aðeins einn af síðustu ellefu leikjum sínum í Bestu deildinni og fékk aðeins eitt stig af fimmtán mögulegum í úrslitakeppni efri hlutans. „Fyrir mér er þetta ósköp einfalt. Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil og mögulega baráttu um Evrópusæti,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem farið yfir nýafstaðið tímabil í Bestu deild karla. „Þessi skipti sem þeir gerðu gengu engan veginn upp. Samningurinn sem þeir gerðu við KR fannst mér ekki góður fyrir FH. Það að fá Flóka í staðinn fyrir Gyrði og Ástbjörn, mér fannst halla á Fimleikafélagið þar. Flóki gerði eitt mark sem er alls ekki nóg.“ Mikill missir af Úlfi Atli Viðar segir að FH-ingar hafi saknað Úlfs sárt á lokasprettinum. Hann skoraði fimm mörk í þrettán deildarleikjum áður en hann hélt aftur vestur um haf. Hann stundar nám og spilar með Duke háskólanum. „Það virðist hafa verið alveg gríðarlegt áfall. Hann er þessu FH-liði greinilega afar mikilvægur og það var áberandi í fyrstu leikjunum í vor hvað hann hleypti miklu lífi í þetta,“ sagði Atli Viðar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla FH Besta sætið Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira