Mikill rígur er á milli liðanna en þau koma bæði frá Sao Paolo. Í síðasta leik þeirra fóru stuðningsmenn Corinthians langt yfir strikið.
Þegar 28 mínútur voru búnar af leiknum var afskornu svínshöfði kastað inn á völlinn. Framherji Corinthians, Yuri Alberto, var fljótur að kveikja og sparkaði svínshöfðinu af vellinum svo hægt væri taka hornspyrnuna sem Palmeiras átti. Vallarstarfsmenn náðu síðan í svínshöfuðið og fjarlægðu það af svæðinu.
A pig’s head was thrown onto the pitch during a Corinthians vs. Palmeiras game 🐷
— ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2024
The match was briefly paused as striker Yuri Alberto kicked it away 😅 pic.twitter.com/1n5iULlbpR
Talið er að stuðningsmenn Corinthians hafi ætlað að kasta svínshöfðinu í leikmenn Palmeiras en gælunafn liðsins er Svínin.
Atvikið minnti um margt á þegar stuðningsmenn Barcelona köstuðu svínshöfði í átt að Luis Figo í leik gegn Real Madrid. Hann bakaði sér miklar óvinsældir í Katalóníu með því að fara til Real Madrid sumarið 2000.