Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Valur Páll Eiríksson skrifar 5. nóvember 2024 11:37 Wendell Green leitar á ný mið eftir brottrekstur frá Keflavík. Vísir/Anton Brink Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, segir það hafa verið erfiða ákvörðun að láta Bandaríkjamanninn Wendell Green fara frá félaginu. Vandræði utan vallar hafi haft sitt að segja auk vonbrigða innan vallar. „Við vorum stórorðir fyrir tímabil og allar spár sögðu til um það að við ætlum okkur stóra hluti. Við höfum ekki farið þannig af stað. Það var nokkuð ljóst að það þurfti að fara í breytingar,“ segir Magnús Sverrir í samtali við íþróttadeild. Það sé þá alltaf erfitt að láta menn fara. „Það er alltaf leiðinlegt þegar verið er að reka menn eða losa menn. Auðvitað vonast maður alltaf til að menn standi sig þegar þeir koma og spila fyrir okkur. Það gerðist því miður ekki í þetta skiptið,“ segir Magnús enn fremur. Magnús Sverrir er formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.Íslenski draumurinn Einhverjar sögusagnir hafa verið á kreiki um að Green hafi verið til vandræða utan vallar. Magnús kveðst ekki vilja fara í kjölinn á því en neitar því ekki að það hafi haft áhrif við ákvörðunartökuna. „Það virðist vera að eitthvað sé komið út um það. Ég veit ekki alveg hvernig á að svara því. Það er búið að vera meira vesen. Þetta er bæði innan og utan vallar,“ segir Magnús og inntur eftir svörum segir hann: „Það eru komnar einhverjar sögur á kreik með það. Ég ætla hvorki að játa þeim eða neita þeim en þetta er bæði innan vallar og utan, þessi brottrekstur.“ Leit sé þá komið á fullt eftir nýjum Bandaríkjamanni í stað Green. „Heldur betur. Það er allt á fleygiferð með það.“ Næstu tveir leikir Keflavíkur í Bónus deild karla eru við sigurlausu botnliðin ÍR og Hauka áður en kemur að landsleikjahléi. Tímapunkturinn til að fá inn nýjan mann gæti því verið verri fyrir Keflvíkinga. Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti NFL-stjarnan borgaði risaupphæð fyrir Batman-bílinn Sport United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Enski boltinn „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Körfubolti „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Sjá meira
„Við vorum stórorðir fyrir tímabil og allar spár sögðu til um það að við ætlum okkur stóra hluti. Við höfum ekki farið þannig af stað. Það var nokkuð ljóst að það þurfti að fara í breytingar,“ segir Magnús Sverrir í samtali við íþróttadeild. Það sé þá alltaf erfitt að láta menn fara. „Það er alltaf leiðinlegt þegar verið er að reka menn eða losa menn. Auðvitað vonast maður alltaf til að menn standi sig þegar þeir koma og spila fyrir okkur. Það gerðist því miður ekki í þetta skiptið,“ segir Magnús enn fremur. Magnús Sverrir er formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.Íslenski draumurinn Einhverjar sögusagnir hafa verið á kreiki um að Green hafi verið til vandræða utan vallar. Magnús kveðst ekki vilja fara í kjölinn á því en neitar því ekki að það hafi haft áhrif við ákvörðunartökuna. „Það virðist vera að eitthvað sé komið út um það. Ég veit ekki alveg hvernig á að svara því. Það er búið að vera meira vesen. Þetta er bæði innan og utan vallar,“ segir Magnús og inntur eftir svörum segir hann: „Það eru komnar einhverjar sögur á kreik með það. Ég ætla hvorki að játa þeim eða neita þeim en þetta er bæði innan vallar og utan, þessi brottrekstur.“ Leit sé þá komið á fullt eftir nýjum Bandaríkjamanni í stað Green. „Heldur betur. Það er allt á fleygiferð með það.“ Næstu tveir leikir Keflavíkur í Bónus deild karla eru við sigurlausu botnliðin ÍR og Hauka áður en kemur að landsleikjahléi. Tímapunkturinn til að fá inn nýjan mann gæti því verið verri fyrir Keflvíkinga.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti NFL-stjarnan borgaði risaupphæð fyrir Batman-bílinn Sport United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Enski boltinn „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Körfubolti „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Sjá meira