Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Valur Páll Eiríksson skrifar 5. nóvember 2024 11:37 Wendell Green leitar á ný mið eftir brottrekstur frá Keflavík. Vísir/Anton Brink Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, segir það hafa verið erfiða ákvörðun að láta Bandaríkjamanninn Wendell Green fara frá félaginu. Vandræði utan vallar hafi haft sitt að segja auk vonbrigða innan vallar. „Við vorum stórorðir fyrir tímabil og allar spár sögðu til um það að við ætlum okkur stóra hluti. Við höfum ekki farið þannig af stað. Það var nokkuð ljóst að það þurfti að fara í breytingar,“ segir Magnús Sverrir í samtali við íþróttadeild. Það sé þá alltaf erfitt að láta menn fara. „Það er alltaf leiðinlegt þegar verið er að reka menn eða losa menn. Auðvitað vonast maður alltaf til að menn standi sig þegar þeir koma og spila fyrir okkur. Það gerðist því miður ekki í þetta skiptið,“ segir Magnús enn fremur. Magnús Sverrir er formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.Íslenski draumurinn Einhverjar sögusagnir hafa verið á kreiki um að Green hafi verið til vandræða utan vallar. Magnús kveðst ekki vilja fara í kjölinn á því en neitar því ekki að það hafi haft áhrif við ákvörðunartökuna. „Það virðist vera að eitthvað sé komið út um það. Ég veit ekki alveg hvernig á að svara því. Það er búið að vera meira vesen. Þetta er bæði innan og utan vallar,“ segir Magnús og inntur eftir svörum segir hann: „Það eru komnar einhverjar sögur á kreik með það. Ég ætla hvorki að játa þeim eða neita þeim en þetta er bæði innan vallar og utan, þessi brottrekstur.“ Leit sé þá komið á fullt eftir nýjum Bandaríkjamanni í stað Green. „Heldur betur. Það er allt á fleygiferð með það.“ Næstu tveir leikir Keflavíkur í Bónus deild karla eru við sigurlausu botnliðin ÍR og Hauka áður en kemur að landsleikjahléi. Tímapunkturinn til að fá inn nýjan mann gæti því verið verri fyrir Keflvíkinga. Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
„Við vorum stórorðir fyrir tímabil og allar spár sögðu til um það að við ætlum okkur stóra hluti. Við höfum ekki farið þannig af stað. Það var nokkuð ljóst að það þurfti að fara í breytingar,“ segir Magnús Sverrir í samtali við íþróttadeild. Það sé þá alltaf erfitt að láta menn fara. „Það er alltaf leiðinlegt þegar verið er að reka menn eða losa menn. Auðvitað vonast maður alltaf til að menn standi sig þegar þeir koma og spila fyrir okkur. Það gerðist því miður ekki í þetta skiptið,“ segir Magnús enn fremur. Magnús Sverrir er formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.Íslenski draumurinn Einhverjar sögusagnir hafa verið á kreiki um að Green hafi verið til vandræða utan vallar. Magnús kveðst ekki vilja fara í kjölinn á því en neitar því ekki að það hafi haft áhrif við ákvörðunartökuna. „Það virðist vera að eitthvað sé komið út um það. Ég veit ekki alveg hvernig á að svara því. Það er búið að vera meira vesen. Þetta er bæði innan og utan vallar,“ segir Magnús og inntur eftir svörum segir hann: „Það eru komnar einhverjar sögur á kreik með það. Ég ætla hvorki að játa þeim eða neita þeim en þetta er bæði innan vallar og utan, þessi brottrekstur.“ Leit sé þá komið á fullt eftir nýjum Bandaríkjamanni í stað Green. „Heldur betur. Það er allt á fleygiferð með það.“ Næstu tveir leikir Keflavíkur í Bónus deild karla eru við sigurlausu botnliðin ÍR og Hauka áður en kemur að landsleikjahléi. Tímapunkturinn til að fá inn nýjan mann gæti því verið verri fyrir Keflvíkinga.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira