Það var norski miðillinn VG sem greindi frá þessu í dag en hjónin virðast hafa gift sig í leyni, ef svo má segja. Frétt VG byggir á því að nú hafi hjónin breytt skráningu sinni í norsku þjóðskránni, og tók breytingin gildi í dag.
Greint var frá því í fyrrasumar að hjónin væru komin í samband og þau eiga nú von á sínu fyrsta barni, eins og þau greindu frá í ágúst síðastliðnum.
Spilling hefur unnið til fjölda titla í samkvæmisdansi og vakti mikla athygli í Noregi þegar hún kom fram í þáttunum „Skal vi danse“.
Ödegaard er eins og fyrr segir fyrirliði Arsenal og norska landsliðsins í fótbolta en hann hefur ekki getað spilað síðan snemma í september, eftir að hann meiddist í ökkla í landsliðsverkefni. Í fjarveru hans hefur Arsenal átt erfitt uppdráttar og er nú í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, eftir samtals eitt stig úr síðustu þremur leikjum, en búist er við því að Ödegaard snúi brátt aftur til leiks.