Martínez fékk bara gult spjald fyrir brot sitt á Cole Palmer í uppbótatíma þrátt að fara með takkana í hnéð á Palmar.
Stjóri Chelsea sagði engan vafa um það að rauða spjaldið hefði átt að fara á loft.
„Þeir sýndu mér brotið fyrir blaðamannafundinn. Ég held að við sjáum öll að þetta var rautt spjald en dómararnir tóku aðra ákvörðun,“ sagði Enzo Maresca. ESPN segir frá.
„Þegar leikmaður er aldrei að reyna við boltann og fer beint í manninn, þá er það rautt spjald. Dómarinn sagði ekki neitt en þegar þú ferð beint í fætur leikmannsins þá á ekki að vera neinn vafi um niðurstöðuna. Ég tel að það sé nokkuð augljóst að þetta hafi verið rautt spjald,“ sagði Maresca.
Atvikið var að sjálfsögðu skoðað í Varsjánni en ekki þótti ástæða til að breyta gula spjaldinu í rautt.
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United, var sérfræðingur í útsendingu Sky Sports og hann var sammála því að rauða spjaldið hefði getað farið á loft.
„Martinez er lukkunnar pamfíll. Þetta er ljót tækling hjá honum,“ sagði Roy Keane.