Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2024 20:06 Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar er ánægð með hvað allt gengur vel í sveitarfélaginu en vill þó fá fleira fólk því víða vantar fólk í allskonar vinnur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum Fjallabyggðar fjölgar og fjölgar enda mikil uppbygging í sveitarfélaginu því víða er verið að byggja og atvinnuástand er með allra besta móti. Ef eitthvað er, þá vantar fólk í hin ýmsu störf og nóg af húsnæði er fyrir alla. Fjallabyggð varð til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar eftir sveitarstjórnarkosningar það ár. Sveitarfélagið er nyrst á Tröllaskaga. Flestir íbúar Fjallabyggðar búa í þéttbýliskjörnunum Siglufirði og Ólafsfirði en milli kjarnanna er um 16 kílómetra leið um Héðinsfjarðargöng. „Og okkur er að fjölga en við erum komin upp í tæplega 2.030 íbúa og það er verið að byggja ný íbúðarhús og allskonar þjónustu,” segir Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar. En það er einn galli á gjöf Njarðar, það vantar meira af fólki í Fjallabyggð til að vinna störfin, það eru helstu áhyggjur bæjarstjórans. „Já, ef að einhver er að hugsa sér til flutnings þá er þetta rétti staðurinn. Hér er hægt að fá leikskólapláss frá eins árs aldri. Sem betur fer þá höfum við nú verið að horfa upp á það að unga fólkið er mikið að flytja til baka. Margt fólk, sem hefur farið til náms að það hefur svo náð sér í maka svona eins og gengur og gerist og það er að sýna sig að það er gott að koma til baka,” segir Sigríður. Íbúar Fjallabyggðar eru í dag komnir vel yfir tvö þúsund og þeim fjölgar alltaf smátt og smátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Veturinn leggst vel í bæjarstjórann og íbúa Fjallabyggðar. „Við höfum gert mikið út á vetrardýrðina og vetrarparadísina hérna því við erum með eitt besta skíðasvæði á landinu og svo höfum við líka verið að gera bæði á Ólafsfirði og Siglufirði út á gönguskíðanámskeið svo ég held að veturinn sé nýja ferðamannatímabilið hérna,” segir bæjarstjóri Fjallabyggðar. Fjallabyggð Mannfjöldi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Fjallabyggð varð til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar eftir sveitarstjórnarkosningar það ár. Sveitarfélagið er nyrst á Tröllaskaga. Flestir íbúar Fjallabyggðar búa í þéttbýliskjörnunum Siglufirði og Ólafsfirði en milli kjarnanna er um 16 kílómetra leið um Héðinsfjarðargöng. „Og okkur er að fjölga en við erum komin upp í tæplega 2.030 íbúa og það er verið að byggja ný íbúðarhús og allskonar þjónustu,” segir Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar. En það er einn galli á gjöf Njarðar, það vantar meira af fólki í Fjallabyggð til að vinna störfin, það eru helstu áhyggjur bæjarstjórans. „Já, ef að einhver er að hugsa sér til flutnings þá er þetta rétti staðurinn. Hér er hægt að fá leikskólapláss frá eins árs aldri. Sem betur fer þá höfum við nú verið að horfa upp á það að unga fólkið er mikið að flytja til baka. Margt fólk, sem hefur farið til náms að það hefur svo náð sér í maka svona eins og gengur og gerist og það er að sýna sig að það er gott að koma til baka,” segir Sigríður. Íbúar Fjallabyggðar eru í dag komnir vel yfir tvö þúsund og þeim fjölgar alltaf smátt og smátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Veturinn leggst vel í bæjarstjórann og íbúa Fjallabyggðar. „Við höfum gert mikið út á vetrardýrðina og vetrarparadísina hérna því við erum með eitt besta skíðasvæði á landinu og svo höfum við líka verið að gera bæði á Ólafsfirði og Siglufirði út á gönguskíðanámskeið svo ég held að veturinn sé nýja ferðamannatímabilið hérna,” segir bæjarstjóri Fjallabyggðar.
Fjallabyggð Mannfjöldi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira