Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. nóvember 2024 09:28 Joel Embiid þótti of nærri sér gengið. Justin Casterline/Getty Images Joel Embiid lenti í áflogum við blaðamann eftir leik gegn Memphis Grizzlies í nótt, sem endaði með 124-107 tapi Philadelphia 76ers. Embiid öskraði á og réðst síðan á blaðamann sem hafði skrifað um látinn bróður hans og nýfæddan son. Greinina sem Marcus Hayes skrifaði má lesa hér. Hún fjallar um meðal annars um meiðslavandræði Embiid og þar er gefið í skyn að hann hugsi ekki nógu vel um sig. For reference, this is what Marcus Hayes wrote about Embiid. Not hard to see why Joel was upset. Criticise his performances and his availability or lack thereof but this absolutely crossed the line https://t.co/xlgoJxZxeG pic.twitter.com/zIeKDhEzjO— Steve Smith (@steve__smith__) November 3, 2024 Ummælin sem Embiid reiddist yfir má þýða lauslega: „Joel Embiid hefur sagt andlát bróður síns hafa markað vendipunkt á hans ferli. Hann hefur oft sagt að hann vilji skilja eftir arfleifð fyrir son sinn, sem hann skírði Marcus í höfuðið á bróður hans sem lést þegar Embiid var á fyrsta ári í NBA deildinni. En til þess að vera stórkostlegur í þínu starfi, verðurðu fyrst af öllu að mæta almennilega til vinnu.“ Skrifaði Hayes og hélt svo áfram að tala um hvað Embiid væri í slæmu formi. Samkvæmt ESPN arkaði Embiid til hans eftir leik í nótt og heyrðist öskra: „Ef þú minnist orði á bróður minn eða son aftur muntu fá að finna fyrir því og ég mun þurfa að lifa með afleiðingunum.“ Hayes baðst afsökunar en Embiid vildi ekki taka við þeirri beiðni. Rifrildið hélt áfram um dágóða stund og endaði á því að Embiid stjakaði við Hayes og gekk burt. Tvennum sögum fer um hvort hann hafi ýtt í hann eða kýlt hann. Did Joel Embiid punch or shove a reporter?The punch tweet was deleted by Keith and then the Shams tweet came after the deletion pic.twitter.com/fj1hPJfBfB— Alex B. (@KnicksCentral) November 3, 2024 Öryggisvörður 76ers hélt blaðamönnum í skefjum og bað þá um að greina ekki frá atvikinu. Embiid heyrði það og öskraði að þeir mættu gera það sem þeir vildu, honum væri „drullusama.“ NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira
Greinina sem Marcus Hayes skrifaði má lesa hér. Hún fjallar um meðal annars um meiðslavandræði Embiid og þar er gefið í skyn að hann hugsi ekki nógu vel um sig. For reference, this is what Marcus Hayes wrote about Embiid. Not hard to see why Joel was upset. Criticise his performances and his availability or lack thereof but this absolutely crossed the line https://t.co/xlgoJxZxeG pic.twitter.com/zIeKDhEzjO— Steve Smith (@steve__smith__) November 3, 2024 Ummælin sem Embiid reiddist yfir má þýða lauslega: „Joel Embiid hefur sagt andlát bróður síns hafa markað vendipunkt á hans ferli. Hann hefur oft sagt að hann vilji skilja eftir arfleifð fyrir son sinn, sem hann skírði Marcus í höfuðið á bróður hans sem lést þegar Embiid var á fyrsta ári í NBA deildinni. En til þess að vera stórkostlegur í þínu starfi, verðurðu fyrst af öllu að mæta almennilega til vinnu.“ Skrifaði Hayes og hélt svo áfram að tala um hvað Embiid væri í slæmu formi. Samkvæmt ESPN arkaði Embiid til hans eftir leik í nótt og heyrðist öskra: „Ef þú minnist orði á bróður minn eða son aftur muntu fá að finna fyrir því og ég mun þurfa að lifa með afleiðingunum.“ Hayes baðst afsökunar en Embiid vildi ekki taka við þeirri beiðni. Rifrildið hélt áfram um dágóða stund og endaði á því að Embiid stjakaði við Hayes og gekk burt. Tvennum sögum fer um hvort hann hafi ýtt í hann eða kýlt hann. Did Joel Embiid punch or shove a reporter?The punch tweet was deleted by Keith and then the Shams tweet came after the deletion pic.twitter.com/fj1hPJfBfB— Alex B. (@KnicksCentral) November 3, 2024 Öryggisvörður 76ers hélt blaðamönnum í skefjum og bað þá um að greina ekki frá atvikinu. Embiid heyrði það og öskraði að þeir mættu gera það sem þeir vildu, honum væri „drullusama.“
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira