Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2024 15:11 Ruben Amorim tekur við Manchester United 11. nóvember en Åge Hareide efast um að Portúgalinn hafi það sem til þarf. Samsett/Getty Åge Hareide, klandsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segir að nýr stjóri Manchester United, Ruben Amorim, sé einfaldlega of ungur fyrir starfið. Hinn 39 ára gamli Amorim hefur gert frábæra hluti með Sporting Lissabon og unnið tvo Portúgalsmeistaratitla, en eftir níu daga tekur hann við sem knattspyrnustjóri United. Hareide hafði mælt með því að United leitaði aftur til Ole Gunnars Solskjær, sem Hareide þekkir og þjálfaði hjá Molde undir lok síðustu aldar. Forráðamenn United voru hins vegar með Amorim efstan á blaði og varð að ósk sinni með því að fá hann til félagsins. „Mér finnst hann kannski of ungur. Þetta er án vafa eitt erfiðasta starfið í evrópskum fótbolta og þó að hann hafi staðið sig vel hjá Sporting þá hefur hann verið svolítið undir ratsjánni,“ sagði Hareide sem er fótboltasérfræðingur norska ríkismiðilsins NRK. „Hann hefur sýnt hæfileika í Sporting. En portúgalska deildin snýst um fjögur lið, ef við erum sanngjarnir. Núna er hann að fara í ensku úrvalsdeildina sem er eitthvað allt annað,“ sagði Hareide. Sá yngsti síðan Matt Busby tók við Amorim verður yngsti stjóri United í 79 ár, eða frá því að sjálfur Sir Matt Busby var ráðinn til félagsins árið 1945, þá 36 ára gamall. NRK fékk annan sérfræðing, Kristoffer Lökberg, til að tjá sig einnig um komu Portúgalans. „Þetta er ungur stjóri, yngri en 40 ára. Það er eitt og sér sérstakt í svona stóru starfi. En hann hefur sýnt í Sporting að hann getur unnið titla,“ sagði Lökberg. „Það er jákvætt hvað þetta gekk hratt. Það bendir til þess að stjórnendur hafi verið með skýra áætlun. Að því sögðu er hlægilegt að Ten Hag hafi fengið að halda áfram svona lengi. Þetta hefur legið í loftinu í marga mánuði,“ sagði Lökberg en Erik ten Hag hélt starfi sínu í sumar og var svo rekinn á mánudaginn síðasta. Ruud van Nistelrooy stýrir United nú tímabundið og verður því við stjórnvölinn á morgun þegar United mætir Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Hinn 39 ára gamli Amorim hefur gert frábæra hluti með Sporting Lissabon og unnið tvo Portúgalsmeistaratitla, en eftir níu daga tekur hann við sem knattspyrnustjóri United. Hareide hafði mælt með því að United leitaði aftur til Ole Gunnars Solskjær, sem Hareide þekkir og þjálfaði hjá Molde undir lok síðustu aldar. Forráðamenn United voru hins vegar með Amorim efstan á blaði og varð að ósk sinni með því að fá hann til félagsins. „Mér finnst hann kannski of ungur. Þetta er án vafa eitt erfiðasta starfið í evrópskum fótbolta og þó að hann hafi staðið sig vel hjá Sporting þá hefur hann verið svolítið undir ratsjánni,“ sagði Hareide sem er fótboltasérfræðingur norska ríkismiðilsins NRK. „Hann hefur sýnt hæfileika í Sporting. En portúgalska deildin snýst um fjögur lið, ef við erum sanngjarnir. Núna er hann að fara í ensku úrvalsdeildina sem er eitthvað allt annað,“ sagði Hareide. Sá yngsti síðan Matt Busby tók við Amorim verður yngsti stjóri United í 79 ár, eða frá því að sjálfur Sir Matt Busby var ráðinn til félagsins árið 1945, þá 36 ára gamall. NRK fékk annan sérfræðing, Kristoffer Lökberg, til að tjá sig einnig um komu Portúgalans. „Þetta er ungur stjóri, yngri en 40 ára. Það er eitt og sér sérstakt í svona stóru starfi. En hann hefur sýnt í Sporting að hann getur unnið titla,“ sagði Lökberg. „Það er jákvætt hvað þetta gekk hratt. Það bendir til þess að stjórnendur hafi verið með skýra áætlun. Að því sögðu er hlægilegt að Ten Hag hafi fengið að halda áfram svona lengi. Þetta hefur legið í loftinu í marga mánuði,“ sagði Lökberg en Erik ten Hag hélt starfi sínu í sumar og var svo rekinn á mánudaginn síðasta. Ruud van Nistelrooy stýrir United nú tímabundið og verður því við stjórnvölinn á morgun þegar United mætir Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti